Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 28
Múlaþing Borgarfirði og dvaldist þar til æviloka 1993. Guðný Kristjánsdóttir var í lægra meðallagi og grannvaxin, hvatleg og rösk til starfa og glaðleg í viðmóti. Hún mun lengst af hafa verið heilsugóð og hélt vel andlegum kröftum. Hún andaðist í Nes- kaupstað 2. febrúar 1946, á 84. aldursári. Þegar aðalmanntal var tekið 1901 var Ólafur Bergsson húsmaður að Sleðbrjóti í Jökulsárhlíð. Hann er þá enn bamakennari. En nú var skammur tími til stefnu. Heilsan brast og frá 1903 er hann sagður þurfandi í sóknarmannatali, á Stóra-Steinsvaði það ár, síðan á Rangá. - Þá voru sjúkratryggingar ekki komnar til sögu og sjúkrahús bæði fá og smá. Athvarfið jafnan sveitin og heimilin þegar allt um þraut. Eins og fyrr getur andaðist Ólafur Bergsson á Rangá 13. apríl 1906, aðeins 51 árs gamall. Þar mun þá hafa verið vinnu- maður Einar Guðmundsson frá Hafrafelli, seinna bóndi á Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá. Vinfengi var með þeim Ólafi og Einari. Ólafur átti lítið koffort sem hann geymdi í skriffæri sín og skrif, dagbækur, kveðskap og fleira. Mælt er að svo hafi talast til þeirra í millum að Einar fengi koffortið með því sem það hafði að geyma að Ólafi látnum. Þegar Ólafur dó stóð svo á að Einar var í kaupstaðarferð niðri á Seyðisfirði. Hvort sem heimkomu hans seinkaði lengur eða skemur hafði svo illa til tekist að misviturt fólk hafði brennt koffortið ásamt innihaldi - og væntanlega öðru smálegra sem talið hefur verið einskis nýtt. Hvað til kann að vera af kveðskap Ólafs Bergssonar er mér ekki kunnugt. Kvæði það sem birt er að framan hefur varðveist með hans rithönd á gulnuðu blaði, trosnuðu á jöðrum. Þetta blað gaf hann Guðlaugu Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði þegar hún var barn og hann kennari þar á bænum. Hann hafði einnig gefið hjónunum, Sig- mundi Jónssyni og Guðrúnu Sigfúsdóttur, mynd af sér, þá sem birtast mun með þessu skrifi. Saga gamla blaðsins er svo í stuttu máli sú að Guðlaug varðveitti það fram á gamalsaldur, en gaf það síðan - ásamt með myndinni - dóttur-dóttur Ólafs, Önnu Margréti Þorkelsdóttur, konu minni. í æsku heyrði Margrét og nam nokkur stef eftir Ólaf afa sinn og fara þau hér á eftir. Færi vel á að nefna þau: Við Jökulsá Ég hef nú komið að Jökulsá oft, en jafnan er eins og ég hlakki til að sjá þetta tröllslega sjónarspil, og svo er eins og ég takist á loft. Hefðirðu staðið á hamrinum þá þegar hrönnin í gljúfrinu stíflar á; og jakamir byltast á ýmsum endum og orgin og smellirnir grenjast á* *Kvæðið birtist í heild í Austra, 3. árg. nr. 9 1893. Nefnist þar Jökulsá á Dal. Hér lýkur örlítilli samantekt um Ólaf Bergsson kennara og Guðnýju Kristjáns- dóttur konu hans. Saga þeirra sýnist máski ekki stórbrotin. Þau skiluðu þó í raun drjúgu dagsverki. Hann fræðari barna, bæði verkafólk í harðri lífsbaráttu sinnar tíðar. Niðjar þeirra eru þegar margir. Ef til vill var það kveikjan að þessu skrifi að í ætt þeirri einni sem ég tengist og mælti sér mót sumarið 1998 var meirihlutinn (73,8%) kominn af Helgu Ingibjörgu, dóttur þeirra hjóna, Guðnýjar og Ólafs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.