Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 47
Hreindýr
Ár Lagaákvæði
1787 Alfriðun
1790 Takmörkuð veiði leyfð í Eyjafirði (20 farfar árlega)
1794 Takmörkuð veiði leyfð í Þingeyjar- og Múlasýslu
1798 Leyft að veiða tarfa hvar og hvenær sem náðist í þá
1817 Leyft að veiða öll dýr nema kálfa
1849 Algjör ófriðun
1882 Friðun frá 1. janúar til 1. ágúst
1901 Alfriðun
1939 Veiðar undir eftirliti, einungis skotnir tarfar
1954 Veiðar undir eftirliti gerðar víðtækari
Friðunarsaga íslensku hreindýranna
Að tilstuðlan Viðskiptaráðuneytisins fór
Helgi Valtýsson haustið 1939 á hreindýra-
slóðir til að kanna fjölda hreindýra. Komst
Helgi að þeirri niðurstöðu að aðeins væru
eftir um 100 dýr.19 Að fengnum tillögum
Helga var ráðinn eftirlitsmaður með dýrun-
um og var Friðrik Stefánsson (1886-1963)
bóndi á Hóli í Fljótsdal valinn. Helgi taldi
að tarfamir í hjörðinni væru of margir og
stæði það eðlilegri fjölgun fyrir þrifum og
var því Friðrik fenginn til að fækka þeim.
Næstu áratugina fjölgaði dýrunum og
samhliða því dreifðust þau um Austurland.
Dýrin sem komu til Hafnarfjarðar,
Eyjafjarðar og Vopnafjarðar (1771, 1784 og
1787) dreifðust víða og fjölgaði ört í
byrjun. Samhliða fjölgun dýranna bárust
kvartanir til yfirvalda um að þau spilltu
högum og ætu upp fjallagrös og leiddi það
til þess að takmörkuð veiði var heimiluð
árið 1790. Síðan var dregið smátt og smátt
úr friðun þar til að þau voru algjörlega
ófriðuð 1849. Árið 1901 voru þau síðan al-
friðuð en veiðar undir eftirliti leyfðar 1939
og hefur svo verið síðan (sjá töflu).
Ut frá friðunarsögu hreindýranna má
eflaust lesa fjölgun og fækkun í stofninum.
í fyrstu fjölgar þeim hratt og ná líklega
hámarksfjölda um miðja 19. öldina en eftir
það fer að halla undan fæti og hverfa þau af
suðvesturhorninu um 1930 og í Þingeyjar-
sýslum 1936. Einu eftirlifandi hreindýrin
voru þá við norðaustanverðan Vatnajökul.
Upp úr því fer þeim síðan fjölgandi og um
leið dreifast þau víða um Austurland.
Hreindýrastofninn er talin vera um 3000
dýr og þar af hefur helmingur dýranna
sumardvöl í nágrenni Snæfells. Útbreiðslu-
svæði þeirra afmarkast af Jökulsá á
Fjöllum, Vatnajökli og Suðursveit.
Ástæða fækkunar hreindýra á seinni
hluta 19. aldar tel ég hafa verið harðæri
þ.e.a.s jarðbönn og einnig ofbeit í
vetrarhögum. Sem dæmi um harðindin má
nefna að á tímabilinu 1856-1869 fækkaði
búpeningi mjög í Múlasýslum, sauðfé um
i o
°Pálmi Hannesson, 1958. Frá óbyggðum, 163.
* ^Helgi Valtýsson, 1945. Á hreindýraslóðum. Ingvi Þorsteinsson o. fl., 1970. íslensku hreindýrin og sumarlönd þeirra. 45
Náttúrufr. 40, 153-157.