Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 48
Múlaþing
2/5, kúm um 1/5 og hrossum um 1/6. Talið
var að hreindýrum hefði fækkað mikið á
tímabilinu 1860-1870 og stórfallið 1867.20
Þær skoðanir hafa heyrst að veiðar hafi
ráðið úrslitum um fjölda dýranna á 19. öld
en það er mjög ólíklegt þar sem veiðar og
drápstæki voru mjög frumstæð. Einnig
bendir allt til þess að árleg veiði á 19. öld
hafi verið mun minni en árleg veiði undan-
farin ár.
Lifnaðarhættir
Hreindýrið tilheyrir hjartarættinni
(Cervidae) og ber vísindaheitið Rangifer
tarandus. Fyrra nafnið táknar hornbera og
það síðara flakkara. Hreindýrin ganga víða
á norðurslóð allt í kringum pólinn og eru
stærstu villtu hjarðirnar í Alaska, Kanada
og Sovétríkjunum. Hreindýrabúskapur er
einkum stundaður í Skandinavíu og Sovét-
ríkjunum.
Hreindýrin bera í maí og nota yfirleitt
sömu burðarsvæði ár eftir ár. A burðar-
svæðunum eru nær eingöngu kelfdar kýr en
tarfar, geldar kýr og ung dýr leita í
sumarhaga í maflok og júníbyrjun.
I sumarhögunum safnast þau saman í
stærstu hópana en í ágúst og september-
byrjun fara dýrin að leita út á heiðarnar og
þá koma til móts við þau fullorðnir tarfar
sem ekki gengu í hinum hefðbundnu
sumarhögum. Þegar hreindýrin leita úr
sumarhögunum hafa þau safnað fituforða
fyrir veturinn og getur bakfita á fullorðnum
törfum verið 5-10 sm.
Fengitíminn hefst í septemberlok og
stendur fram í miðjan október. Eftir
fengitímann dreifast hreindýrin víða um
heiðarnar en leita oft til byggða seinni part
vetrar einkum ef snjóalög eru óhagstæð.
Dýrin eru aðlöguð því að lifa við óblíðar
aðstæður, þola kulda mjög vel og finna lykt
af fæðu í gegn um allt að 60 sm þykkan
snjó. Það sem dýrin hafa helst að óttast hér
á landi eru jarðbönn seinni part vetrar en
þau eiga sér engan náttúrulegan óvin eins
og víðast hvar annars staðar s.s. úlfinn.
Hreindýrið er eina hjartardýrið þar sem
bæði kynin eru hyrnd og vaxa hornin
árlega. Hornin eru klædd floskenndri húð
sem fellur af þegar þau eru fullvaxin.
Fullorðnir tarfar fella homin fljótlega eftir
fengitímann, geldar kýr og ungir tarfar í
janúar-mars, veturgömul dýr á vorin en
kelfdar kýr ekki fyrr en eftir burð. Hornin
eru stöðutákn hjá dýrunum og eru því
kelfdar kýr hæst settar seinni part vetrar
þegar helst þrengir að þeim, þannig að
jafnvel stórir kollóttir tarfar láta í minni
pokann fyrir þeim. Þannig tryggir náttúran
kelfdum kúm mestar lífslíkur allra
einstaklinga í stofninum á erfiðasta tíman-
um.21 Um helmingur sumarfæðu hreindýr-
anna em einkímblöðungar, einkum stinna-
stör, en rúmur þriðjungur eru runnar þ.e.
grávíðir og grasvíðir. Vetrarbeitin fer mikið
eftir vetrarhögum þ.e. hversu mikið finnst
af fléttugróðri. A Fljótsdalsheiði þar sem
hreindýrin hafa gengið mjög nærri fléttum
eru einkímblöðungar (vallarsveifgras,
stinnastör, túnvingull) og runnkenndar
plöntur (sauðamergur, krækilyng, holta-
sóley) um 80% af fæðunni en fléttur aðeins
3%. A Jökuldalsheiði er gnægð fléttna og
þar eru þær um helmingur af vetrarfæðu
hreindýranna (þ.a. fjallagrös 38%) en
einkímblöðungar (vallarsveifgras, túnving-
ull, stinnastör) tæpur þriðjungur.22
Athuganir á fallþunga hreindýra á
Fljótsdals- og Jökuldalsheiði árin 1979-
^Alþingistíðindi 1927 B, 316-322. Halldór Stefánsson, 1952. Þættir úr sögu Austurlands á 19. öld. Austurland. Safn austfirskrafrœða IV, 77.
21 Skarphéðinn Þórisson, 1983. "Hreindýrarannsóknir 1979-1981". Orkustofnun, 10-11.
46