Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 52
Múlaþing
Páll Leifsson með vœnan tarfí Syðradragi á Vesturörœfum 24. júlí 1980.
Ljósm.: Kristinn H. Skarphéðinsson.
að engir hafi átt riffla þar um slóðir fram að
1910 nema Geitdælingar. Sonur hans fékk
sér 22. kalibera riffil eftir 1920 og náði
einstaka sinnum hreindýri með honum.
Sjálfur segist hann hafa fellt 26 dýr og mest
6 dýr á einum vetri. Ekki var hægt að skjóta
nema einu skoti en síðan þurfti að hlaða
framhlaðningana og tók það sinn tíma og
var hávaðasamt. Eftir Halldóri er einnig
haft að eitt sinn hafi nokkur hreindýr verið
skotin á Reyðarfirði á þann hátt að dýrin
voru rekin í sjóinn og síðan skotin á sundi.37
Mesta hreindýraskytta sem sögur fara af á
Austurlandi var Elías Jónsson (1863-1929)
bóndi á Vaðbrekku og síðar á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal en síðast á Hallgeirsstöðum í
Jökulsárhlíð. Með honum stundaði mest
veiðarnar Jón Þorsteinsson frá Glúms-
stöðum í Fljótsdal sem var í vist hjá systur
sinni, Sólveigu á Aðalbóli. Elías hóf hrein-
dýraveiðar um 1886 og notaði framhlaðn-
ing en í hann bræddi hann kúlur úr höglum.
Sumarið 1889 keyptu þeir sér riffla sem
kostuðu 50 krónur og þóttu dýrir. Skot-
hylkin voru nr. 24 og mjórri að framan, þar
sem kúlan var fest. Á rifflum þessum var
upphækkað „sigti“ og væri skotlengd meiri
en 50 faðmar, mátti hækka það upp í 300
faðma skotmark. Þetta voru fyrstu rifflamir
á Austurlandi af þessari gerð.38 Elías skaut
um 200 hreindýr á árunum 1886-1901 og
aðrir um 400.39 Haustið 1892 skaut hann
flest dýr, 42 eða 43. Sumir veiðimenn áttu
hunda sem þeir notuðu við veiðamar þannig
að hundarnir þutu á eftir dýrunum einkum
ef þau voru særð, bitu þau í lappirnar og
38Bruun, Daniel, 1927. Det öde egne nordfor Vatna-jökull I, 42.
39Jóhannes Friðlaugsson, 1933. Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslu á 19. öld. Eimreiðin, 194-195.
50