Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 60

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 60
Múlaþing formaður. Hann var sjómaður góður og varð þess vegna fyrir svona ferðalögum. Þeir halda nú á stað og ná til eyjarinnar en það eru þrjár mílur danskar úr kaup- staðnum. Enginn lifandi maður var þar. Báturinn sem fórst hafði lent í suðurhöfn eða Stillir, svokallaður. Tvö karlmannslík lágu hlið við hlið í fjörunni. Ekki man eg hvort þeir fundu öll karlmannslíkin þennan dag en öll fundust þau. En konan sem hét Málfríður fannst aldrei. Eitt koffort* 4 hafði verið borið upp undir bakkann. Efst í því var kaffibætir og vasabók, allt var það þurrt. Talið er víst að útsog hafi drekkt þeim. Þau eru hörð útsog í Stillir og líklega hafa þeir sem í landi voru dregist út með bátnum. Ekki sást báturinn eða brot úr honum. Skúli, sem oft eftir þetta var hjá okkur sem eg hef áður getið um, sagði mér að ýmislegt dót hefðu þeir fundið rekið, til dæmis fann Ásbjörn, sá er eg áður gat um, silfurkaffi- könnu. Hann henti henni langt út á sjó. Þegar hann bar með þeim líkin hafði hann hníf í annarri hendinni. Eg man ekki hvað margar nætur þeir voru í eyjunni en þegar þeir voru lagstir fyrir og sofnaðir þá kallaði Ásbjörn. „Ha, ha, nú koma þeir.“ Þetta var lengi haft fyrir máltæki. Þá þóttist hann sjá alla drukknuðu mennina koma. Enginn varð var við neitt nema Ásbjörn. Hvort Ásbjörn hefur verið svona hræddur eins og hér er lýst get eg ekki sagt um en frásögn þessari hef eg í engu breytt. Margir hafa beðið mig hér og annars staðar að segja sér draugasögur frá Bjarnar- ey en það umtal mun vera spunnið út frá því sem eg hef nú frá sagt en þessi frásögn eða saga sem eg er nú að skrifa á ekki skylt við drauga og hef eg ekki fyrr en nú sagt frá þeim því eg vil ekki láta rangfæra þær. Þetta verður nokkuð margbrotið og útúr- dúrasamt og vík eg nú aftur sögunni til okkar Björns Ólafssonar. Okkur leið vel í eynni og þegar varpið var búið fórum við heim. Nú er rétt að geta þess að seinnipart sumars eftir við Bjöm fórum heim rerum við faðir minn út að eynni. Þar var þá talsverður fiskur. Eg var undir færi en faðir minn var undir árum því straumur er þar mikill. Við vorum þar til dimmt var orðið en þá óð síldfiskur og hvalir allt í kringum bátinn en fiskur fékkst ekki á færi. Okkur kom saman um að fara í land og bíða þar til að birti. Við rerum upp í Norðurhöfn og bundum bátinn við klöpp- ina og gengum heim að kofanum sem við Björn áður vorum í. Við fórum þar inn og lögðum okkur til hvíldar í heyið en þegar við höfðum verið þar litla stund var barið á hurðina. Faðir minn segir að nú séu einhverjir komnir. Eg tók lítið undir það en fór út og gat engan séð. En svo kom faðir minn út á eftir mér og vildi hann leita vandlega og það gerðum við en engan sáum við. Eg segi við föður minn að best sé nú að fara inn og hvíla sig en til þess var hann ófáanlegur. Við biðum því úti þar til að birti en það var ekki langur tími. Þetta var í eina skiptið að barið var að næturlagi. Þegar hér er komið sögu sem nú hefst eru liðin mörg ár síðan við Björn vorum í eynni. Þegar Björn fór frá Fagradal tók Jónas við. Meðan hann bjó þar dó séra Jón á Hofi. í hans stað kom séra Sigurður P. Sívertsen og nú þegar þessi kafli byrjar heitir bóndinn í Efrabæ Guðmundur Jóns- son frá Húsey. Hans kona hét Jónína. Hvað lengi hann bjó þar man eg ekki en vorið 1903 bjó hann sig að fara til Ameríku. Móðir mín var þá fyrir skömmu dáin. Faðir ^Skúli var Torfason og hafði aðstöðu fyrir hákarlaútgerð sína í Fagradal. 4Í handriti stendur ,Jíúfort“. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.