Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 64
Múlaþing
en við eyna. Þá veiddu líka í flóanum menn
frá Jökulsárhlíð. Þeir héldu til í Múlahöfn,
landmegin suðvestur frá Bjarnarey. En svo
vil eg minnast á gamla bæinn við Suður-
borg. Þar voru bara grasigrónir veggkarmar
þegar eg sá þá fyrir 60 árum. Þó mun vera
heldur lengra síðan. Björn póstur var þá
búinn að búa þar í mörg ár. Hann bjó í
nýlegum bæ sem eg held að hann hafi
sjálfur látið byggja. Bær þessi stóð við
borgimar Gullborg og Miðborg, þó nær
Miðborg nálægt honum stóð lítill kofi
byggður fastur við Miðborg og mig minnir
vera hænsakofi. Þessi kofi held eg hafi
staðið þegar eg var þar síðast, vestan við
borgimar, og heyrði oft getið um stein í
eynni sem átti að hafa verið með rúnaletri
og átti einhver sem var með að byggja
bæinn [að] hafa brotið hann sundur til
hleðslusteina í bæjarveggina. Við bræð-
urnir leituðum einu sinni eftir broti úr
steininum innan veggja og utan en fundum
ekki. Þá var búið að rífa húsið. Ur því var
byggt þverhúsið sem stóð og máski stendur
ennþá áfast við efri bæinn í Fagradal. Hinu
megin við sundið milli eyjar og lands
gengur langur tangi í sjó fram í norður frá
Standandanesi. Með fram honum efst að
innanverðu er vogur og heitir Sauðavogur.
Þar er uppganga á nesið en tanginn var
kallaður Flestjartangi. Fremst og upp eftir
honum em sléttar klappir. Þegar efst er
komið í tangann verður fyrir klettahæð, upp
á þeirri hæð er Gullbjörn heygður. Haug-
urinn er eins og efri partur af sykurtopp í
laginu. Nálægt efri brún haugsins er
tanginn klofinn frá landi og er standbjarg
beggja megin. I gegnum þetta sund er hægt
að komast á litlum bát á flóði. Sund þetta
var kallað Ormurinn. Gullbjarnarhaugur
sést langa leið úr fjarlægð. Hann var hafður
fyrir hákarlamið frá Fagradal og var þá
látinn bera í Svartnestanga. Það er nokkuð
langt utan við Fagradal. Þetta er nú orðinn
nokkuð langur útúrdúr hjá mér og vík eg nú
aftur til þess er frá var horfið.
Mig minnir það vera sumarið eftir að eg
reif skúrinn að eg bjó mig undir að fara út í
Bjarnarey til fiskjar á bátnum mínum
Neptún. Elís léði mér íbúð í sjómanna-
skúrnum. Sem fyrr tók eg skúrinn sem eg
var í áður. Tvo menn fékk eg með mér upp
á hlut. Þeir voru atvinnulausir eins og eg og
fleiri. Menn þessir hétu Höskuldur, Guð-
mundur og Einar Pálsson, sem eg hef áður
getið um (Einar og Sveinn Jónsson í
Fagradal voru systrasynir). Þeir voru farnir
að eldast, Höskuldur og Einar, en duglegir
til vinnu og voru góðir fiskimenn og alltaf
glaðir og kátir og oft glatt á Hjalla hjá
okkur. Konuna og drenginn skildi eg eftir
heima. Eg var þá búinn að kaupa húsið af
Villa sem hann áður bjó í og hann búinn að
byggja sér annað. I eynni hafði eg þann sið
að á kvöldin þegar við vorum búnir að gera
að fiski, ganga frá öllu og borða. Lét ég
gömlu mennina fara að sofa. Eg fór þá að
útbúa og elda mat til næsta dags, sérstak-
lega hafragraut og hafa tilbúið kaffi því
venjulega fórum við á sjóinn klukkan fjögur
á nóttunni. Einstöku sinnum heyrði eg
bankað á hurðina en nú var farið mjög fínt í
það. Stöku sinnum leit eg út en ekki sá eg
neitt hvað eða hver það var. Eg þóttist vita
hvað þetta var og að þetta voru hrekkja-
brögð til þess að narra mig út. Þá var það
eitt sinn að eg fór seint að hátta og sofnaði
fljótt. Ekki veit eg hvað lengi eg var búinn
að sofa þegar mig dreymir að til mín kemur
stúlka á að giska sextán ára eða vel það því
hún var stór. Hún segir við mig: „Þú mátt
ekki vera hræddur þó þú heyrir barið í
hurðina. Það er hann litli bróðir minn og
þegar þú kemur út er hann alltaf búinn að
fela sig í gryfjunum sem hérna eru í kring.“
Svo þegir hún. Þá segi eg: „Ekki hef eg
62