Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 71

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 71
Sigmar Magnússon Þéttbýli verður til' Um myndun Búðaþorps að er greinilegt að fljótlega eftir að nítjánda öldin er gengin í garð að þá fer fólki að fjölga hér í Fáskrúðsfirði. Árið 1801 eru fbúar hér 232 á 27 heimilum en 1845 hefur þeim fjölgað í 294. Heimilin eru þá 30 og þar að auki fimm húsmenn og húskonur. En næstu 35 árin virðist frjósemi og framgangur mannfólksins vera í besta lagi enda mun árferði þá hafa verið bærilegt flest árin og 1880 eru íbúar orðnir 390 og heimilin 55. Þá eru víða á bæjum tveir og jafnvel þrír bændur, þar sem áður var einn. Til dæmis í Hafnamesi og Gvendarnesi voru þá sex heimili með 30 manns en var 1845 eitt heimili með sex mönnum. Næstu árin virðast hafa verið sæmileg til búskapar sem sést á því að fjártala bænda er nokkuð stöðug. Árið 1880 er búfjáreignin þessi: kindur 2364 eða sex kindur á hvern mann, kýr 62 sem gera 6,2 menn um hverja kú, hestar 66 svo það vantar mikið á að allir hafi getað riðið út saman (5,9 um hvem hest). Mynd af póstkorti af Búðum um 1930. Sjá nöfn á húsum á nœstu opnu. Því miður vantar mig upplýsingar um bátaeign manna og hvað var úr sjó dregið um þessar mundir en um þetta leyti fer að færast líf í fjörðinn. Árið 1879 hefja Norð- menn síldveiðar hér á Austfjörðum en ekki er vitað um að þeir hafi veitt í Fáskrúðsfirði það ár. Næsta ár virðist veiðin ganga heldur betur og leita þeir þá víðar fyrir sér svo sem á Eyjafirði og á Vestfjörðum og víðar. En þá er vitað um einn síldveiðimann á Fáskrúðs- firði eins og síðar kemur fram. Árið 1881 undirbúa norskir síldveiði- nienn sig í stórum hópum til Islandsferðar. Flestir þeirra stefna hér á norðurfirðina og reisa þar hús og bryggjur um allar jarðir en einn tekur aðra stefnu. Leiðangur Arnlies á galiasnum Heimdal og jaktinni Dinu með skipstjóranum Apeland, heldur lengra suður á bóginn, framhjá Reyðarfirði, fyrir Vattar- nes og tekur land á Fáskrúðsfirði. Þar var RN. Hansen skipstjóri á gali- asnum „Raji“ og tók á leigu fyrir Lehmkuhl stóra landspildu, 200x400 faðma, innst í firðinum. Þetta land var aðeins notað sem birgðageymsla. En leiðangur Arnlies sest að hér í firðinum, tekur land á leigu og reisir hús. Heimdal var hlaðinn timbri og plönk- 1 Þessi greín er að stofni til fyrirlestur sem Sigmar hélt á Fáskrúðsfirði á menningarhátíð sem þar var haldin 1989. Handritið er meðal gagna sem hann ánafnaði Héraðsskjalasafni Austfirðinga eftir sinn dag. Magnús Stefánsson skýrði margt sem óljóst var (FNK). 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.