Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 71
Sigmar Magnússon
Þéttbýli verður til'
Um myndun Búðaþorps
að er greinilegt að fljótlega eftir að
nítjánda öldin er gengin í garð að þá
fer fólki að fjölga hér í Fáskrúðsfirði.
Árið 1801 eru fbúar hér 232 á 27 heimilum
en 1845 hefur þeim fjölgað í 294. Heimilin
eru þá 30 og þar að auki fimm húsmenn og
húskonur. En næstu 35 árin virðist frjósemi
og framgangur mannfólksins vera í besta
lagi enda mun árferði þá hafa verið bærilegt
flest árin og 1880 eru íbúar orðnir 390 og
heimilin 55. Þá eru víða á bæjum tveir og
jafnvel þrír bændur, þar sem áður var einn.
Til dæmis í Hafnamesi og Gvendarnesi
voru þá sex heimili með 30 manns en var
1845 eitt heimili með sex mönnum.
Næstu árin virðast hafa verið sæmileg til
búskapar sem sést á því að fjártala bænda er
nokkuð stöðug. Árið 1880 er búfjáreignin
þessi: kindur 2364 eða sex kindur á hvern
mann, kýr 62 sem gera 6,2 menn um hverja
kú, hestar 66 svo það vantar mikið á að allir
hafi getað riðið út saman (5,9 um hvem
hest).
Mynd af póstkorti af Búðum um 1930. Sjá nöfn á
húsum á nœstu opnu.
Því miður vantar mig upplýsingar um
bátaeign manna og hvað var úr sjó dregið
um þessar mundir en um þetta leyti fer að
færast líf í fjörðinn. Árið 1879 hefja Norð-
menn síldveiðar hér á Austfjörðum en ekki
er vitað um að þeir hafi veitt í Fáskrúðsfirði
það ár. Næsta ár virðist veiðin ganga heldur
betur og leita þeir þá víðar fyrir sér svo sem
á Eyjafirði og á Vestfjörðum og víðar. En þá
er vitað um einn síldveiðimann á Fáskrúðs-
firði eins og síðar kemur fram.
Árið 1881 undirbúa norskir síldveiði-
nienn sig í stórum hópum til Islandsferðar.
Flestir þeirra stefna hér á norðurfirðina og
reisa þar hús og bryggjur um allar jarðir en
einn tekur aðra stefnu. Leiðangur Arnlies á
galiasnum Heimdal og jaktinni Dinu með
skipstjóranum Apeland, heldur lengra suður
á bóginn, framhjá Reyðarfirði, fyrir Vattar-
nes og tekur land á Fáskrúðsfirði.
Þar var RN. Hansen skipstjóri á gali-
asnum „Raji“ og tók á leigu fyrir Lehmkuhl
stóra landspildu, 200x400 faðma, innst í
firðinum. Þetta land var aðeins notað sem
birgðageymsla. En leiðangur Arnlies sest
að hér í firðinum, tekur land á leigu og reisir
hús. Heimdal var hlaðinn timbri og plönk-
1 Þessi greín er að stofni til fyrirlestur sem Sigmar hélt á Fáskrúðsfirði á menningarhátíð sem þar var haldin 1989. Handritið er meðal
gagna sem hann ánafnaði Héraðsskjalasafni Austfirðinga eftir sinn dag. Magnús Stefánsson skýrði margt sem óljóst var (FNK).
69