Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 89

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 89
Hermann Pálsson Málið á Hrafnkels sögui Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Eysteinn múnkur, Lilja Margir sem vitnað hafa í þessi spöku orð telja að orðið undirstaða hafi sömu merkingu og nú tíðkast, halda því sem sagt fram að hér sé um 'grundvöll' að ræða.* 2 Slík túlkun stafar þó af auðsærri mistekju. Eysteinn beitir hér tökuorði úr ensku sem einna best væri snarað með orðinu 'skilning', enda flytur þessi vísufjórðungur úr Lilju þá alkunnu kenningu að rétt merking orða eða skilning skipti höfuðmáli. I sambandi við þá merk- ingu nafnorðsins undirstöðu sem Eysteinn munkur hafði forðum í huga, skal minna á Kristni sögu sem fjallar um tvo trúboða, Þorvald Koðránsson og þýska biskupinn Friðrek, en samstofna sögn að 'undirstanda' kemur þar fyrir: „Svo er sagt að þeir biskup og Þorvaldur fóru um Norðlendinga fjórð- ung, og talaði Þorvaldur trú fyrir mönnum, því að biskup undirstóð þá eigi norrænu.“ Kenning Eysteins munks í Lilju beinist jafnt að þeim vanda rithöfunda að velja sér orð með viðeigandi merkingu og einnig að þeirri skyldu ritskýrenda að ráða þau af réttri skilningu. Aður en fengist er við að túlka rit af hvers konar tagi, hvort sem um er að ræða ljóð, leikrit, sögur, eða annars konar ritningar, verður ekki ætlast til minna en að borið sé fullt skyn á orð þess verks sem fjallað er um. Um Hrafnkels sögu hefur ýmislegt verið staðhæft sem stafar af misskilningi á orðum hennar. Þessu mikla listaverki, sem þó er ekki ýkja stórt vöxtum, er það sameiginlegt með öðrum sögum að efni hennar er ekki einungis athafnir, atburðir, persónur, við- ræður og hugmyndir, heldur einkum og sérstaklega orð. A svipaða lund og högg- myndir eru gerðar úr grásteini eða marmara þar sem hugur og hendur smiðsins meitla lögun og svip listaverksins, þá er Hrafnkels saga sköpuð úr þeirri námu sem heitir ís- lensk tunga, hvort sem sagan er talin hreinn og tær skáldskapur einhvers óþekkts höf- undar á þrettándu öld ella þá forn arfsögn sem varðveist hafði í munnmælum hér fyrir austan um margra kynslóða bil. Móður- málið er hráefni Hrajnkels sögu, og enginn skyldi því ætla sér þá dul að hann geti skýrt söguna skynsamlega nema hann hafi fundið áður rétta undirstöðu til allra orða hennar. Málfræðingur sem tekst á hendur að rann- ' Grcin þessi var upphaflega fyrirlestur sem fluttur var á Egilsstöðum árið 1993. 2Svo gerir Finnur Jónsson í Lexicon Poeticum. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.