Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Qupperneq 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Qupperneq 90
Múlaþing saka Hrafnkels sögu reynir að skýra hana í ljósi þeirrar þekkingar á íslenskri tungu sem honum er tiltæk; þó hlýtur hann að miða einkum við samtíðarrit hennar, þær bækur sem hér voru skráðar á þrettándu öld. Merkilegt má það teljast að Hrafnkels saga og ýmsar stöllur hennar eru enn svo lítt fyrndar að ekki þykir tiltökumál þótt kennarar láti nemendur sína lesa þær til að ná sem haldbestum tökum á móðurmálinu. Sú hugmynd sem fólgin er í orðinu fyrnd gegnir ekki sama hlutverki í íslensku og í öðrum tungum Norðurálfu. Ein ástæðan til þess hve lítil ellimörk sjást enn á fjöl- mörgurn fornum orðum og orðtökum í móðurmáli okkar er vitaskuld sú mikla virkt sem lögð hefur verið á fornsögur um undanfamar sjö aldir; með því að þær vom sílesnar hefur tungutak þrettándu aldar varðveist furðu vel. Tvö fræðirit Þegar fjallað er um Hrafnkels sögu Freysgoða þykir skylt að minnast sérstak- lega tveggja fræðirita áður en farið er að glíma við eðli hennar og uppruna. Hvomgt þeirra er mikið vöxtum, og þó hafa áhrif þeirra verið býsna drjúg. Bæklingur Sig- urðar Nordals, Hrafiikatla, sem birtist árið 1940, olli straumhvörfum í þeirri ritskýringu sem nú mun vera stunduð af fleiri Islend- ingum en nokkur önnur fræðistörf af slíku tagi. Tíu árum síðar var prentuð vísindaleg útgáfa Jóns Helgasonar, Hrafnkels saga Freysgoða (Kaupmannahöfn 1950). Hrafn- katla Sigurðar hrinti nokkrum erjum af stað, enda leiddi hún bæði til angurs og aðdáunar. Mætir Austfirðingar gátu ekki sætt sig við ýmsar staðhæfingar hans um sköpun Hrafnkels sögu og heimildagildi, svo sem þessar tvær: „Aðalviðburðimir, sem Hrafnkatla3 segir frá, hafa aldrei gerst“ (66. bls.) og „Sagan vísar hvergi til munnlegra frásagna, ber þess heldur engin merki að vera runnin frá munnmælum" (67). Á hinn bóginn fögnuðu margir því ljósi sem Nordal brá yfir list Hrafnkels sögu, mannlýsingar og gerð, jafnvel þótt ýmsar hugmyndir hans um söguna séu nú orðnar úreltar. I kverinu hlítir Sigurður styttri texta sög- unnar og gerir lítið úr hinum lengri sem er þó listrænni og öllu nákvæmari í staða- lýsingum. Sigurður telur slíka nákvæmni bera „vott um, að einhverjum seinni tíðar manni hafi þótt kunnugleika söguhöfundar ábótavant.“4 Traust Sigurðar á styttri gerð- inni mun vafalaust eiga rætur sínar til þess að rekja að allir forverar hans í fræðum höll- uðust á sömu sveif. Að því er ég best veit þá olli útgáfa Jóns Helgasonar engum þrætum, en hún gaf langtum gleggri hugmynd um eðli lengri gerðar og afstöðu til hinnar styttri en nokk- urt rit annað sem þá hafði birst á prenti. Þótt hann legði styttri gerðina til grundvallar birti hann svo ríflegan orðamun úr lengri gerð- inni að hugsandi mönnum varð nú ljóst að hún er miklu merkilegri en talið hafði verið.5 Helsti annmarki þessarar útgáfu er sá að ýmsir fræðimenn sem fjallað hafa um sög- 5Ég kann illa við þá tiltekju Sigurðar Nordals að kalla Hrafnkels sögu Freysgoða gælunafninu Hrafnkötlu, sem er þó prýðilegt heiti á ritgerð hans sjálfs. ^Hrafnkatla, 31. bls., 1. nmgr. ^Lengri gerð sögunnar birtist í tveim ungum handritum. Annað er AM 551 c, 4to, sem var skrifað af Þorleifi Jónssyni í Grafarkoti í Hjaltadal á seytjándu öld. Hitt er eftirrit af eintaki Þorleifs: AM 451, 4to, frá upphafi 18. aldar. Styttri gerð Hrafnkels sögu er varð- veitt á einu skinnblaði frá fimmtándu öld, AM 162 l,fol., og tveim niðjum þeirrar skinnbókar: AM 156, fol., sem var skráð af síra Jóni Erlendssyni (d. 1672), AM 158, fol. sem var í eigu síra Þorsteins Bjömssonar (d. 1675), og AM 443, 4to, sem var skrifað á seytjándu öld af Brynjólfi Jónssyni á Efstalandi í Öxnadal; auk þess em mörg yngri handrit. 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.