Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 91
Málið á Hrafnkels sögu
una undanfarna áratugi hafa virt skerf Jóns
að vettugi. En slíkur misbrestur er ekki hon-
um að kenna.
Tvær gerðir Hrafnkels sögu
Hver sem tekst á hendur að fjalla ræki-
lega um Hrafnkels sögu, hvort sem hann
fæst við orðbragð hennar eða annað, kemst
ekki hjá því að gefa gaum að þeim drjúga
mun sem verður með gerðunum tveim. Jón
Helgason staðhæfir að vísu hvergi að lengri
gerðin sé upphaflegri, en þess er þó skylt að
minnast hér að hann vekur sérstaka athygli á
málfari lengri gerðar sem varðveitt er í
handriti frá seytjándu öld og bendir á að
sérkaflar hennar, sem vantar í hina yngri,
dragi engan dám af tungutaki þeirrar aldar.
Þeir hljóta því að vera eldri.
Auk þess segir Jón Helgason að yfirleitt
muni styttingar á íslenskum handritum vera
tíðari en viðaukar og bendir þá sérstaklega á
eina glefsu sem sé upphaflegri í hinni lengri.
Nú skal taka nokkru fleiri setningar en Jón
gerði í formála sínum og bera gerðirnar
saman. Frásögn styttri gerðar af lokaspretti
þeirra Eyvindar vestur yfir Fljótsdalsheiði
hljóðar svo og er í sneggsta lagi:
Þeir ríða þá upp á hálsinn. Þar standa
fjöll lítil á hálsinum. Utan ífjallimi er mel-
torfa ein, blásin mjög. Bakkar hávir voru
umhverfis. Eyvindur ríður að torfunni. Þar
stígur hann afbaki og bíður þeirra. Eyvind-
ur svarar: „Nú munum vér skjótt vita þeirra
erindi. “ Eftir það gengu þeir upp á torfuna
og brjóta þar upp grjót nokkuð.
Þegar þessar málsgreinar eru bornar
saman við lengri gerðina blasir við að þar er
um annars konar ritlist að ræða. Hér kemur
orðtakið „Eyvindur svarar“ rétt eins og
skollinn úr sauðarleggnum; ekki er þess
getið að neinn hafi ávarpað manninn, og auk
Sigurður Nordal. Teikning Nína Tryggvadóttir.
þess virðist hann vera einn staddur hjá
torfunni þar sem hann bíður förunauta sinna.
Lengri gerðin er svo ólík að hún gæti
verið runnin úr annarri sögu. Hliðstæður
kafli í henni hljóðar á þessa lund:
Ríða nú við þetta vestur af mýrinni og
upp í hálsinn. Fyrir vestan hálsinn gengur
dalur góður og grösugur. En er vestur koma
úr þeim dal, þá er annar háls áður ofan
kemur í Hrafnkelsdal. Nú ríða þeir upp á
hálsinn hinn eystra. A hálsinum standa fjöll
hjá þeim, en utan í fjallinu er meltorfa ein
blásin mjög af vindum, en bakkarnir hávir.
þar eru hagar góðir, þá rnýri. Eyvindur
ríður af götunum og suður í geilarnar fyrir
austan torfuna. Þar stígur hann af baki og
biður þá æja hestum.
„Munum vér brátt komast að vorurn
hluta, hvort þessir menn snúa til móts við
oss eða þeir eiga annað erindi vestur yfir
heiði. “
Og þeir Hrafnkell eru þá mjög eftir
89