Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 91

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 91
Málið á Hrafnkels sögu una undanfarna áratugi hafa virt skerf Jóns að vettugi. En slíkur misbrestur er ekki hon- um að kenna. Tvær gerðir Hrafnkels sögu Hver sem tekst á hendur að fjalla ræki- lega um Hrafnkels sögu, hvort sem hann fæst við orðbragð hennar eða annað, kemst ekki hjá því að gefa gaum að þeim drjúga mun sem verður með gerðunum tveim. Jón Helgason staðhæfir að vísu hvergi að lengri gerðin sé upphaflegri, en þess er þó skylt að minnast hér að hann vekur sérstaka athygli á málfari lengri gerðar sem varðveitt er í handriti frá seytjándu öld og bendir á að sérkaflar hennar, sem vantar í hina yngri, dragi engan dám af tungutaki þeirrar aldar. Þeir hljóta því að vera eldri. Auk þess segir Jón Helgason að yfirleitt muni styttingar á íslenskum handritum vera tíðari en viðaukar og bendir þá sérstaklega á eina glefsu sem sé upphaflegri í hinni lengri. Nú skal taka nokkru fleiri setningar en Jón gerði í formála sínum og bera gerðirnar saman. Frásögn styttri gerðar af lokaspretti þeirra Eyvindar vestur yfir Fljótsdalsheiði hljóðar svo og er í sneggsta lagi: Þeir ríða þá upp á hálsinn. Þar standa fjöll lítil á hálsinum. Utan ífjallimi er mel- torfa ein, blásin mjög. Bakkar hávir voru umhverfis. Eyvindur ríður að torfunni. Þar stígur hann afbaki og bíður þeirra. Eyvind- ur svarar: „Nú munum vér skjótt vita þeirra erindi. “ Eftir það gengu þeir upp á torfuna og brjóta þar upp grjót nokkuð. Þegar þessar málsgreinar eru bornar saman við lengri gerðina blasir við að þar er um annars konar ritlist að ræða. Hér kemur orðtakið „Eyvindur svarar“ rétt eins og skollinn úr sauðarleggnum; ekki er þess getið að neinn hafi ávarpað manninn, og auk Sigurður Nordal. Teikning Nína Tryggvadóttir. þess virðist hann vera einn staddur hjá torfunni þar sem hann bíður förunauta sinna. Lengri gerðin er svo ólík að hún gæti verið runnin úr annarri sögu. Hliðstæður kafli í henni hljóðar á þessa lund: Ríða nú við þetta vestur af mýrinni og upp í hálsinn. Fyrir vestan hálsinn gengur dalur góður og grösugur. En er vestur koma úr þeim dal, þá er annar háls áður ofan kemur í Hrafnkelsdal. Nú ríða þeir upp á hálsinn hinn eystra. A hálsinum standa fjöll hjá þeim, en utan í fjallinu er meltorfa ein blásin mjög af vindum, en bakkarnir hávir. þar eru hagar góðir, þá rnýri. Eyvindur ríður af götunum og suður í geilarnar fyrir austan torfuna. Þar stígur hann af baki og biður þá æja hestum. „Munum vér brátt komast að vorurn hluta, hvort þessir menn snúa til móts við oss eða þeir eiga annað erindi vestur yfir heiði. “ Og þeir Hrafnkell eru þá mjög eftir 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.