Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 94
Múlaþing og væri fróðlegt að vita hvort önnur orð eða orðtök Hrafnkels sögu beri einnig vitni um sérlega austfirskt tungutak. Nafnorð þau í Hrafnkels sögu sem lúta að landslagi á heiðinni eru býsna fjölbreytileg: heiði, mýri, efja, hella, hölkn, hraun, grjót, bleyta, háls, fjöll, fell, dalur, bakki, meltorfa, torfa, hagi, geil, torfœra. Og síst munu lýs- ingarorðin draga úr: svarðlaus, blautur, grös- ugur, þurr, grýttur, ófœr, yfirferðarillur, tor- sóttur og illfœr (sbr. torfæra), Við þessa skrá bætast ýmis náttúruorð fýrir og eftir reið þeirra Eyvindar: brú, halli (eða hjallur), eyri, gil, gata, múli, grasgeilar, geil, eyðidalur, brattlendi, brekka, skriða, fjallshlíð, heiðar- brún, hamar, foss, hylur, vatn, vatnsbotn, skóglenda, mörk, völlur, þingvöllur, tún, akur, engi, jökull, auk annarra nafna á landslagi og allra þeirra ömefna sem prýða þessa kynngi mögnuðu frásögn. Fólk En Hrafnkels saga varðar fólk öllu meira en landslag, enda leggur hún mikla og merkilega rækt við mannlýsingar; einkum birtir hún glögglega þær hvatir og fyrirætlanir sem liggja að baki sundurleitum athöfnum. I sögunni em saman komin sundurleil nafnorð sem lúta að stöðu manna í samfélaginu og skapgerð; yfirmaður, höfðingi, goðorðsmaður, goði, vildarmaður, farmaður, stýrimaður, þingmaður, undirmaður, búi, nábúi, náungur, búmaður, búandi maður, verbnaður, smala- maður, húskarl, griðkona, ambátt, skósveinn, hestasveinn, sveinn, heimamaður, einhleyp- ingur, alþýða, smámenni, jafnmenni, liðveislu- maður, styrktarmaður, alúðarvinur, ómegð, skuldalið, nauðleitalið, skógarmaður, uppi- vöðslumaður, ójafnaðarmaður, skörungur í skapi, drengur góður, og erþó ekki enn allt upp talið. Sagan fjallar um gerðir manna, og með því að gerendur vinna öðmm bæði til miska eða góða, er hægt að tala um þolendur og njótendur. Það ber vitni um ömgga stílfestu í Hrafnkels sögu að orðtakinu að kenna á sér er beitt um tvenns konar þjáningar sem bomar em saman: lfkamlegan sársauka af kveisu Þoigeirs á fæti og andlegan harm Þorbjamar af sonar- missi. A svipaða lund er orðtakið að herða á einhveijum tvívegis notað um þá ónærgætni Þorbjamar að þrífa í sám tána hans Þorgeirs; í síðara skiptið í andstæðu við staðhæfinguna: „heldur fór hann harðara að þér en hann vildi.“ Af slíkum lýsingum á athæfi manna mætti margt nema um tök höfundar á íslenskri tungu, en hér verður ekki haldið lengri í þá átt að sinni. I þeim ritningum sem birst hafa um Islendinga sögur undanfamar sex kynslóðir eða þar um bil verður oft greint á milli tvenns konar markmiða. Annars vegar hefur verið stundað á samkenni sagna, hvers konar atriði sem virðast bregða svo oft fyrir að þau em talin heyra til íslenskri frásagnarlist í heild; staðhæfingar Sigurðar Nordals um örlög í Hrafnkels sögu eiga hér heima. A hinn bóginn hefur einnig verið lögð áhersla á hvers konar sérkenni sem em kunn af einni sögu eða örfáum. Skipuleg rannsókn á orðfæri Hrafnkels sögu Freysgoða felur í sér tvo spurdaga sem krefjast úrlausnar. I fyrsta lagi er þessi: Hver auðkenni á máli sögunnar eru frábmgðin flestum eða öllum öðmm íslendingasögum? Og á hinn bóginn: Að hverju leyti svipar orðalagi hennar til annarra rita? Hér er um býsna víðtækt og flókið vandamál að ræða, og skal þess fyrst gæta við slíkan samanburð að efni hverrar sögu er að einhverju leyti sérstætt, og af því leiðir að málið á henni hlýtur að verða frábmgðið að sama skapi. Nú skal benda á einfalt dæmi. Margar sögur segja frá draugum og afturgöngum en þeirra verður þó hvorki vart í Eglu né Hrafnkels sögu, enda bregður þar ekki fyrir neinum orðum sem lúta sérstaklega að slíkum 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.