Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 105

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 105
Þáttur af Hallgrími harða „A leiðinni hreppti hann byl með hörkufrosti....Hann lá lengi í kalsárum og það var haft á orði hve harður hann var afsér og bar sig vel, einkum þegar hann var sjálfur að skera afsér tœrnar, sem hann fleygði í tík sem hann átti og sagði henni að gœða sér á tánum. “ Vetur í Hróarstungu. Ljósm: SGÞ. var nokkuð innan fermingar þegar þau fluttu í Breiðuvík.5 Þau kunnu vel við sig þar. Hallgrími fannst jörðin stór og kosta- mikil og hældi henni mikið fyrir miklar engjar og góða útbeit. Hann lét kindur sínar, sem ekki voru margar, mest 30-40, liggja við opið allan veturinn og gaf þeim ekki heystrá ef einhverjir hnotar voru að beita á eða þaraslap í fjörum. Eg heyrði Sigfús á Hofströnd, er var þá forðagæslu- maður í hreppnum, segja að ær Hallgríms í Breiðuvík væru vænstar af öllum ám í hreppnum. Hallgrímur þótti afbragðs fjár- maður þar sem góð útbeit var, en hann var heyspar og vissi hvað fénu leið með holdafar. Steinn Armannsson á Bakkagerði sagði mér eftir Hallgrími að einu sinni hefði hann orðið skelkaður er hann fór að huga að kindum sínum út með sjó í Breiðuvík. Það var komið hátt í slóð og þá voru 18 ær flæddar úti á skeri og orðið djúpt og breitt 5Það mun hafa verið 1906. sund til lands. Hann taldi miklar líkur á að allur hópurinn drukknaði í sjónum. Hann hafði engin tök á að bjarga ánum. Hann hélt nú áfram lengra að gá að ám sem vantaði og fann þær í Svínavík. Þegar hann kemur til baka mætir Forystumosa honum með allar ærnar sem í skerinu voru á eftir sér, var búin að bjarga öllum ánum úr skerinu í land. Þá varð Hallgrímur glaður. Mosa var viðbrigða forystuær og passaði fjárhópinn allan veturinn. Hallgrímur þurfti aldrei að reka á jörð og aldrei að smala á kvöldin. Mosa sá um það allt. Hallgrímur var talinn lítill heyskapar- maður og yfirleitt lítill verkmaður. Hann var laus við verk, mikið gefinn fyrir ferðalög bæði sumar og vetur. Hann var stundum heylítill, enda hafði hann alltaf margt í fjósi, bæði kýr og geldneyti. Þegar ládeyða var seinnipart vetrar og stórar fjörur rak hann kýr og kálfadrasl út á flúðir og stóð yfir þessum nautum meðan þau 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.