Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 105
Þáttur af Hallgrími harða
„A leiðinni hreppti hann byl með hörkufrosti....Hann lá lengi í kalsárum og það var haft á orði hve harður
hann var afsér og bar sig vel, einkum þegar hann var sjálfur að skera afsér tœrnar, sem hann fleygði í
tík sem hann átti og sagði henni að gœða sér á tánum. “ Vetur í Hróarstungu. Ljósm: SGÞ.
var nokkuð innan fermingar þegar þau
fluttu í Breiðuvík.5 Þau kunnu vel við sig
þar. Hallgrími fannst jörðin stór og kosta-
mikil og hældi henni mikið fyrir miklar
engjar og góða útbeit. Hann lét kindur
sínar, sem ekki voru margar, mest 30-40,
liggja við opið allan veturinn og gaf þeim
ekki heystrá ef einhverjir hnotar voru að
beita á eða þaraslap í fjörum. Eg heyrði
Sigfús á Hofströnd, er var þá forðagæslu-
maður í hreppnum, segja að ær Hallgríms í
Breiðuvík væru vænstar af öllum ám í
hreppnum. Hallgrímur þótti afbragðs fjár-
maður þar sem góð útbeit var, en hann var
heyspar og vissi hvað fénu leið með
holdafar.
Steinn Armannsson á Bakkagerði sagði
mér eftir Hallgrími að einu sinni hefði hann
orðið skelkaður er hann fór að huga að
kindum sínum út með sjó í Breiðuvík. Það
var komið hátt í slóð og þá voru 18 ær
flæddar úti á skeri og orðið djúpt og breitt
5Það mun hafa verið 1906.
sund til lands. Hann taldi miklar líkur á að
allur hópurinn drukknaði í sjónum. Hann
hafði engin tök á að bjarga ánum. Hann
hélt nú áfram lengra að gá að ám sem
vantaði og fann þær í Svínavík. Þegar hann
kemur til baka mætir Forystumosa honum
með allar ærnar sem í skerinu voru á eftir
sér, var búin að bjarga öllum ánum úr
skerinu í land. Þá varð Hallgrímur glaður.
Mosa var viðbrigða forystuær og passaði
fjárhópinn allan veturinn. Hallgrímur þurfti
aldrei að reka á jörð og aldrei að smala á
kvöldin. Mosa sá um það allt.
Hallgrímur var talinn lítill heyskapar-
maður og yfirleitt lítill verkmaður. Hann
var laus við verk, mikið gefinn fyrir
ferðalög bæði sumar og vetur. Hann var
stundum heylítill, enda hafði hann alltaf
margt í fjósi, bæði kýr og geldneyti. Þegar
ládeyða var seinnipart vetrar og stórar
fjörur rak hann kýr og kálfadrasl út á flúðir
og stóð yfir þessum nautum meðan þau
103