Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 122
Múlaþing
beðið með að stíga dansinn. Harmónikkan
var þanin. Hljómar hennar voru dásamlegir
í okkar eyrum og var dansað af miklu fjöri.
Meðfram veggjum í salnum voru bekkir
sem setið var á en oft var hópur af karl-
mönnum sem stóð frammi við dyr. En sá
hópur minnkaði stórum þegar á dansleikinn
leið því fleiri og fleiri tóku í sig kjark og
svifu út á gólfið með dömu í fanginu.
Þá var siður að flytja ræðu eða lesa upp
á samkomum og fór það stundum fram í
kirkjunni. Þá kom það fyrir að séra Vigfús
og synir hans skemmtu með hljóðfæra-
slætti. Spilað var á orgel og fiðlu og var
það góð skemmtun. Þá var fiðlan ekki al-
gengt hljóðfæri, en á Eydalaheimilinu man
ég að einnig var til mandólín.
Það var haldið áfram að dansa þegar
skemmtiatriðum var lokið. Það var orðið
skuggsýnt í salnum og nú var orðið þröngt
á gólfinu því flestir voru farnir að dansa.
Nú hljómaði dægurlag þess tíma sem einna
mest var spilað: „Ljúfa Anna láttu mig vissu
fá/ þú ein getur læknað mín hjartasár.“
Ljóðið var allt sungið en mér fannst bera
mest á þessum ljóðlínum. Úti á döggvotu
Stöðulbarðinu gengu saman pör öðru
hvoru. í marsi rétt áður hafði skotist út par
sem labbaði í næturhúminu og ræddist
hljóðlega við, en í humátt á eftir þeim lædd-
ust nokkrir strákatittir til að njósna. Eftir fá
ár munu þessir sömu leiða dömu við hönd
sér eftir þessum eða öðrum grundum og
aðrir strákatittir á eftir þeim til að njósna.
Þá segir herrann við sína dömu: „En hvað
þessir strákar geta verið andstyggilegir að
geta ekki látið okkur í friði. Ég held að þá
varði lítið um þó við færum út.“ „Aldrei
hefur þú verið svona leiðinlegur eins og
þessir strákagemlingar“, segir unga stúlkan
um leið og hún hallar sér þéttar að
draumaprinsinum í hljóðu húmi næturinnar.
Það var liðið á nóttina þegar lagt var af
stað heim. Hestunum smáfækkaði í móun-
um er fólkið tíndist af stað. Við heyrðum
óminn af dansmúsíkinni þegar við vorum
að fara, sennilega síðasti dans. Eftir stutta
stund yrði allt orðið hljótt. Þessi stund var
sem allar liðnar stundir orðin minning ein.
Heim var haldið til að njóta minninganna
áður en svefninn tók okkur í arma sína. Ég
var ein af þessum hópi sem steig á bak
góðhesti foreldra minna og hin léttu hófatök
hans fylltu mig unaði og: „lund mín er svo
létt eins og gæti ég gjörvallt lífið geysað
fram í einum sprett.“
í húmi næturinnar slepptum við hestun-
um í hagann, gengum frá reiðtygjunum og
bjuggum okkur í rúmið. Nú var mín
heitasta ósk að fá að sofa fram eftir en
þurrkur á heyið hafði látið bíða eftir sér, svo
nú var hans mikil þörf. Þennan mánu-
dagsmorgun skein sólin glatt og besti
þurrkur. Ég hrökk upp af værum svefni er
móðir mín kallaði: „Vaknaðu, vaknaðu.
Það er korninn brakaþurrkur og þú þarft að
fara strax á engjarnar.“ Ég reis á fætur,
klæddi mig og óskaði að nú væri ekki
þurrkur og ég mætti sofa og njóta drauma
minna. I staðinn fór ég með morgunmatinn
handa fólkinu sem allt var farið að breiða
hey og snúa í. Víða sást fólk við heyskap
frá bæjunum í kring og var líflegt að líta á
þetta iðandi líf. Fljótlega sendi pabbi mig
að sækja hestana því strax var farið að flytja
heim þegar búið var að binda upp á hestana.
Áfram var haldið til kvölds og mörg
ilmandi heytuggan var komin í hlöðurnar,
en danslögin dunuðu í eyrum mér allan
daginn og gerðu allt svo skemmtilegt. Já,
þá var sól og sumar.
120