Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 123
Hrakningar og helfarir
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum skráði eftir
Magnúsi Arngrímssyni
Magnús Arngrímsson, sögumaður minn og tengdafaðir, hefur alið allan sinn aldur á
Fljótsdalshéraði og er nú, þegar þetta er ritað 1962, á áttræðisaldri. Hann bjó lengi í
Másseli í Jökulsárhlíð. Kona hans var Helga Jóhannesdóttir frá Syðri-Vík í Vopnafirði.
Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur Eiríksson, bóndi á Heykollsstöðum í Tungu, Eyja-
seli í Jökulsárhlíð og Brekkuseli í Tungu, og Kristín Sigurðardóttirfrá Bakkagerði í Jökuls-
árhlíð.
Laugardagurinn 7. janúar 1905 rann upp með kyrru og góðu veðri en loft var þungbúið.
Þegar líða tók á daginn fór að snjóa. Var það skæðadrífa eða hundslappadrífa eins og þess
háttar snjókoma var oft nefnd. Magnús segist aldrei hafa séð svo stórar snjóflygsur eins og
úr loftinu komu þann dag.Þótt veðrið vœri gott og meinleysislegt um morguninn ogframan
afdegi þá breyttist það þó snögglega í eitt afvestu mannskaðaveðrum sem menn muna. Olli
það stórfelldu tjóni víða um land. Þennan vetur var Magnús Arngrímsson vinnumaður á
Galtastöðum ytri, þá 18 ára. Og er nú best að hann segi sjálfur frá:
Ferðafólk á Hallfreðarstaðahálsi
Fyrstu daga janúarmánaðar 1905 var
farin aðdráttarferð frá Hauksstöðum á
Jökuldal að Krosshöfða við Héraðsflóa.
Þar voru geymdar nokkrar vörubirgðir sem
grípa mátti til ef vistir þrutu á vetrum, því
að erfið gat reynst kaupstaðarferð yfir
Vestdals- eða Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar
að vetri til þegar allra veðra var von.
Þeir sem fóru þessa ferð voru Pétur
Hafsteinn Jónsson, vinnumaður á Hauks-
stöðum, mesta hraustmenni og þaulvanur
ferðamaður, og Sigmar Hallgrímsson,
snikkara frá Ekkjufelli. þrettán ára drengur.
Hann hefur þá líklega verið í uppeldi hjá
frændfólki sínu á Hauksstöðum. Þeir
félagar höfðu með sér traustan áburðarklár,
gráan, og léttan sleða. Þeir vildu geta flutt
sem mest af nauðsynjum, bæði til síns
heimilis og næstu nágranna.
Ferðin til strandar gekk vel. Færi var
gott og veður stillt. Drengurinn reyndist
dugandi ferðafélagi. Viðskipti voru gerð og
vörur búnar til ferðar. Dagleiðir voru stuttar
því skammdegi var. Fyrstu nótt
heimferðarinnar gistu þeir félagar á bæ
einum í Út-Tungu. Veður hélst enn gott og
færi ágætt.
A öðrum degi heimferðarinnar byrjaði að
snjóa. Gerði þá logndrífu með svo stórum
snjóflygsum að nærri einsdæmi þótti.
Kyrrðin var svo mikil að næstum því mátti
heyra þegar snærósimar féllu til jarðar.
Nokkru fyrir rökkurbyrjun komu þeir
ferðafélagar að Gunnhildargerði í Hróars-
tungu. Þeim var boðin þar gisting. Pétur
Hafsteinn vildi halda ferð sinni áfram.
Hugur hans stefndi að Stóra-Bakka. Þar bjó
systir hans, Antonía Petra Jónsdóttir, kona
Benedikts Kristjánssonar Kröyer, bónda þar.
Varð því ekki úr gistingu í Gunnhildargerði.
Á milli bæjanna, Gunnhildargerðis og
Stóra-Bakka, mun vera um 15 km vega-
lengd. Mest af þeirri leið er Hallfreðar-
121