Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 123

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 123
Hrakningar og helfarir Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum skráði eftir Magnúsi Arngrímssyni Magnús Arngrímsson, sögumaður minn og tengdafaðir, hefur alið allan sinn aldur á Fljótsdalshéraði og er nú, þegar þetta er ritað 1962, á áttræðisaldri. Hann bjó lengi í Másseli í Jökulsárhlíð. Kona hans var Helga Jóhannesdóttir frá Syðri-Vík í Vopnafirði. Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur Eiríksson, bóndi á Heykollsstöðum í Tungu, Eyja- seli í Jökulsárhlíð og Brekkuseli í Tungu, og Kristín Sigurðardóttirfrá Bakkagerði í Jökuls- árhlíð. Laugardagurinn 7. janúar 1905 rann upp með kyrru og góðu veðri en loft var þungbúið. Þegar líða tók á daginn fór að snjóa. Var það skæðadrífa eða hundslappadrífa eins og þess háttar snjókoma var oft nefnd. Magnús segist aldrei hafa séð svo stórar snjóflygsur eins og úr loftinu komu þann dag.Þótt veðrið vœri gott og meinleysislegt um morguninn ogframan afdegi þá breyttist það þó snögglega í eitt afvestu mannskaðaveðrum sem menn muna. Olli það stórfelldu tjóni víða um land. Þennan vetur var Magnús Arngrímsson vinnumaður á Galtastöðum ytri, þá 18 ára. Og er nú best að hann segi sjálfur frá: Ferðafólk á Hallfreðarstaðahálsi Fyrstu daga janúarmánaðar 1905 var farin aðdráttarferð frá Hauksstöðum á Jökuldal að Krosshöfða við Héraðsflóa. Þar voru geymdar nokkrar vörubirgðir sem grípa mátti til ef vistir þrutu á vetrum, því að erfið gat reynst kaupstaðarferð yfir Vestdals- eða Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar að vetri til þegar allra veðra var von. Þeir sem fóru þessa ferð voru Pétur Hafsteinn Jónsson, vinnumaður á Hauks- stöðum, mesta hraustmenni og þaulvanur ferðamaður, og Sigmar Hallgrímsson, snikkara frá Ekkjufelli. þrettán ára drengur. Hann hefur þá líklega verið í uppeldi hjá frændfólki sínu á Hauksstöðum. Þeir félagar höfðu með sér traustan áburðarklár, gráan, og léttan sleða. Þeir vildu geta flutt sem mest af nauðsynjum, bæði til síns heimilis og næstu nágranna. Ferðin til strandar gekk vel. Færi var gott og veður stillt. Drengurinn reyndist dugandi ferðafélagi. Viðskipti voru gerð og vörur búnar til ferðar. Dagleiðir voru stuttar því skammdegi var. Fyrstu nótt heimferðarinnar gistu þeir félagar á bæ einum í Út-Tungu. Veður hélst enn gott og færi ágætt. A öðrum degi heimferðarinnar byrjaði að snjóa. Gerði þá logndrífu með svo stórum snjóflygsum að nærri einsdæmi þótti. Kyrrðin var svo mikil að næstum því mátti heyra þegar snærósimar féllu til jarðar. Nokkru fyrir rökkurbyrjun komu þeir ferðafélagar að Gunnhildargerði í Hróars- tungu. Þeim var boðin þar gisting. Pétur Hafsteinn vildi halda ferð sinni áfram. Hugur hans stefndi að Stóra-Bakka. Þar bjó systir hans, Antonía Petra Jónsdóttir, kona Benedikts Kristjánssonar Kröyer, bónda þar. Varð því ekki úr gistingu í Gunnhildargerði. Á milli bæjanna, Gunnhildargerðis og Stóra-Bakka, mun vera um 15 km vega- lengd. Mest af þeirri leið er Hallfreðar- 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.