Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 134
Múlaþing
Þórarinn Guðnason, Asta Þorvarðardóttir og
Anton Bogason á Vöðlum.
Ljósm.: Lilja Sverrisdóttir.
maður í Skálateigi í Norðfirði og fær góðan
vitnisburð við húsvitjun. Jón Þorleifsson
átti traustar rætur í Norðfirði, Sandvík og
Vöðlavík. Það er þess vegna ljóst að Oddný
Andrésdóttir hafði tryggt framtíð sína og
barna sinna þegar hún réði Jón Þorleifsson
að búi sínu en því trúi ég að hún hafi ráðið
sjálf og með því létt áhyggjum af sveitar-
höfðingjum í Reyðarfirði.
Jón og Oddný bjuggu í tvíbýli við Jón
Andrésson á Vöðlum til 1830, fjárhagur
þeirra virðist vera þröngur en þó komast
þau af og gjalda á hverju ári eitthvað til
hreppsins. Árið 1831 flytja þau að Ima-
stöðum og búa þar til 1843, en 1844 flytja
þau að Karlsskála þar sem þau búa í tvíbýli
við Pál Jónsson frá Kolmúla, bróðurson
Páls á Vöðlum, og Kristínar konu Jóns
Andréssonar á Vöðlum.
Árið 1850 flytja þau að Sómastaðagerði
og þar dó Jón Þorleifsson 24. mars 1855.
Börn Oddnýjar og Jóns
Oddný Andrésdóttir og Jón Þorleifsson
eignuðust 10 börn. Þau voru:
Kristín fædd 3. nóvember 1824,
Þuríður fædd 26. september 1826,
andvana stúlka fædd 5. apríl 1829,
Þorleifur fæddur 8. júlí 1830,
Guðmundur fæddur 7. ágúst 1831,
Katrín Þuríður fædd 9. sept 1832,
Sigríður fædd 19. september 1834,
Árbjartur fæddur 24. júní 1835,
Guðmundur fæddur 21. janúar 1838,
Arnbjörg fædd 26. ágúst 1841.
Auk stúlkunnar sem fæddist and-
vana þá dóu 3 barnanna í vöggu.
Þuríður dó 22. október 1826, Guðmundur
eldri dó 7. ágúst 1831, Arnbjörg dó 15.
desember 1842, þá hefi ég ekki fundið
Kristínar getið eftir að hún var skírð.
Líklega hefur hún dáið ung.
Nöfn barna Oddnýjar vekja eftirtekt og
spurningar. Hún skírir ekki nöfnum foreldra
sinna og ekki nafni Páls fyrri manns síns.
Hvað liggur að baki þessu er ekki gott að
ráða í. Nöfn barna hennar með fyrri manni
eru sótt í hans ætt, þar eru nöfn foreldra
hans, Jón og Kristín, eins er með börnin
með síðari manninum þar er skírt nöfnum
foreldra hans, Þuríður og Þorleifur.
Ekkja
Nú var Oddný Andrésdóttir orðin ekkja
í annað sinn. Aðstæður voru þó ólíkar því
sem fyrrum var. Börn hennar voru upp-
komin og hún hafði ekki fyrir öðrum að sjá
en sjálfri sér; 1856 var Oddný skráð fyrir
búi í Gerði en auk þess var Þórarinn sonur
hennar talinn bóndi þar. Árið eftir er hann
orðinn bóndinn í Gerði en Oddný er
húskona þar. Árið 1858 fer Oddný vinnu-
kona að prestssetrinu á Hólmum og með
henni fer Halldór sonur Þórarins. Árið eftir
fer Oddný út á sveit og er það ár skráð
húskona í Stóru-Breiðuvík en þar er hún þó
ekki nema eitt ár. Árið 1860 er hún á ný
132