Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 137
Oddný á Vöðlum
Sómastaðagerði en síðar flutti hann í Norð-
fjörð og bjó þar á Efra-Skálateigi. Kona
Þorleifs hét Guðrún Þorsteinsdóttir frá
ísólfsstöðum á Tjömesi.
Katrín Þuríður Jónsdóttir giftist Finn-
boga Skúlasyni, f. 10. júní 1829 í Sandvík,
hann var sonur Skúla Skúlasonar og Rósu
Finnbogadóttur sem bjuggu í Sandvík.
Finnbogi og Katrín voru víða í vinnu-
mennsku, í Húsavík, Seyðisfirði og Norð-
firði, en eru farin að búa á Búlandsborg
(Borgum) í Norðfirði 1880.
Sigríður Jónsdóttur er líklega sú sem
giftist, 25. október 1855, Jóni Jónssyni sem
þá var vinnumaður á Hólmum. Jón er að
líkindum sá sem fæddist 27. apríl 1823,
óskilgetinn sonur Jóns „blinda“ Jónssonar á
Svínaskála og Margrétar Þorsteinsdóttur
sem þá var vinnukona á Svínaskála. Jón og
Sigríður voru í vinnumennsku á Hólmum
og víðar. Hún dó 17. júní 1861 og var þá á
Hólmum. Hún átti ekki barn.
Arbjartur Jónsson var í vinnumennsku
eftir að hann fór úr foreldrahúsum, hann dó
7. maí 1865 og var þá vinnumaður í Litlu-
Breiðuvík. Arbjartur átti tvo syni þegar
hann dó, sinn með hvorri konunni. Þeir hétu
Erlendur Baldvin f. 1. nóvember 1860,
móðir hans var Málfríður Jónsdóttir í
sjálfsmennsku í Eskifjarðarkaupstað, og
Halldór fæddur 25. júní 1863, sonur Ár-
bjarts og Helgu Þorsteinsdóttur sem þá var
vinnukona á Hólmum.
Yngstur barna Oddnýjar Andrésdóttur
sem komst upp var Guðmundur. Hann giftist 8.
nóvember 1860, Sigríði Oddsdóttur 21 árs
bóndadóttur frá Kollaleiru. Guðmundur og
Sigríður bjuggu í Seljateigshjáleigu. Á meðal
bama þeirra var Jónína María sem giftist
Benedikt Hallgrímssyni veitingamanni á
Eskifirði og eiga þau afkomendur í hinni nýju
Fjarðabyggð.
Eg hefi rakið hér lauslega feril barna
Guðni Þórarinsson bóndi Vöðlum.
Ljósm. Ingim. Sveinsson.
Oddnýjar Andrésdóttur. Afkomendur henn-
ar skipta í dag hundruðum. Fjöldi þeirra býr
en við Reyðarfjörð.
Mörg þeirra eiga enn rætur í Vöðlavík,
þar hafa þau reist sumarbústaði og dvelja
þar þegar tækifæri gefst til.
Anna Guðnadóttir
Eins og fram kemur hér að framan þá tel
ég lrklegt að Anna Guðnadóttir á Vöðlum
hafi verið sú sem geymdi sögnina um slysið
í Vöðlaskriðum og kom vitneskjunni til
nýrrar kynslóðar. Mér þykir þess vegna við
hæfi að gera grein fyrir henni.
Anna Guðnadóttir fæddist á Vöðlum 1.
ágúst (kirkjubók segir 2. ágúst) 1889 dóttir
Guðna Þórarinssonar bónda á Vöðlum og
fyrri konu hans Sigurborgar Eyjólfsdóttur.
135