Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 155
Börnin á Vaðbrekku
Guðrún Margrét (1385) Guðmunds-
dóttir giftist Hallgrími (5133) Guðmunds-
syni. Þau íluttust einnig til Ameríku 1876
ásamt fjórum dætrum sínum. Fluttist
Guðmundur með þeim, þá orðinn 67 ára og
lét ekki aldurinn aftra sér frá því að sigla
yfir hafið.
Fósturbörn Jóns Andréssonar og
Solveigar Eiríksdóttur
Erlendur Guðmundsson, f. 1803 á
Vaðbrekku, fluttist með foreldrum sínum að
Sturluflöt 1805, kom aftur í Vaðbrekku
1808 með afa sínum og ömmu og ólst þar
upp fram á fullorðinsár. Hann var vinnu-
maður hjá frændfólkinu í Hnefilsdal frá
1826 og fram yfir 1830 en finnst aftur á
Vaðbrekku um 1835. Síðast var hann
allmörg ár í sjálfsmennsku á Víðihólum í
Jökuldalsheiði og lést þar 1857, sagður
„ómagi“.
Páll Guðmundsson, f. ll.mars 1806 á
Sturluflöt, bróðir Erlendar, fluttur sam-
sumars í fóstur að Vaðbrekku og dvaldist
þar fram á miðjan 4. áratug aldarinnar. Var
svo að mestu í Hnefilsdal frá 1837-1847 en
fór þá til Vopnafjarðar og kvæntist þar
Ingibjörgu Indriðadóttur (norðlensk). Þau
byggðu nýbýlið Aðalból í Vopnafjarðar-
heiði árið 1851, fluttust þaðan að Lýtings-
stöðum og síðar að Vakursstöðum og þar dó
Páll árið 1873. Eignuðust eitt barn, sem dó
ungt. Ingibjörg varð úti 2. janúar 1878. Þótti
einkennileg kerling.
Solveig Einarsdóttir (2079) f. 1818,
var dóttir Guðrúnar eldri frá Vaðbrekku og
Einars Sigurðssonar á Glúmsstöððum. Hún
ólst upp frá bernsku á Vaðbrekku og giftist
þar Guðmundi Jónssyni úr Tungu (10239).
Hann kom ungur í Vaðbrekku og er fyrst
skráður þar 1838. Þau eru þar gift vinnuhjú
um 1850. Eignuðust tvær dætur, Elísabetu,
Hróðný Einarsdóttir Arnórsstöðum. Ljósmyndari
H. Schiöth, Akureyri. Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga 98-70-3437.
f. 1850 og Guðrúnu f. 1851. Þau voru í
húsmennsku í Brattagerði frá 1853-1863 en
þá lést Guðmundur. Hann hefur líklega ekki
verið heilsuhraustur.
Þarna bjuggu þá Guðmundur Guð-
mundsson frændi Solveigar og Þorbjörg frá
Vaðbrekku fóstursystir hennar og móður-
systir. Næstu ár er Solveig talin „ekkja“ í
Brattagerði með telpuna Guðrúnu hjá sér en
Elísabet er í fóstri hjá nöfnu sinni á
Vaðbrekku og þar er Solveig skráð „ekkja“
árið 1867 í samvistum við þær nöfnurnar.
Guðrún var þá vinnukona nokkur ár á
Hákonarstöðum. Solveig og Elísabet
fluttust með Vaðbrekkufólki í Arnórsstaði
vorið 1871 og til Vopnafjarðar eftir
öskufallið 1875. Elísabet var þá gift (sjá
síðar) og fór það sumar til Ameríku með
manni sínum og lítilli dóttur sem einnig hét
Elísabet. Guðrún fór til Vopnafjarðar með
Hákonarstaðafólki eftir gosið 1875, giftist
153