Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 11
Ágrip
Grímsvatnagosið 1983, atburðarás
og efnagreining á gjósku.
Karl Grönvold og Haukur Jóhannesson
Norræna eldfjallastöðin,
Náttúrufræðistofnun íslands
Að morgni 28. maí 1983 varð vart við óvenju
mikla skjálftavirkni á skjálftamælinum að Skamma-
dalshóli í Mýrdal og upptök skjálftanna reyndust
vera í Grímsvötnum eða grennd þeirra. Virknin
hélt áfram allt til kl. 15.00 sama dag, en þá tók
við svonefndur gosórói. Gosóróinn var mestur
dagana 28. og 29. maí en hætti ekki alveg fyrr en
upp úr miðnætti aðfaranótt 2. júní.
Fyrstu sýnilegu merki um eldgosið sáust úr
áætlunarvél Flugleiða frá Egilsstöðum að kvöldi
hins 28. maí. Um kl. 21.35 sást hvítur gufustrókur
rísa upp úr skýjaþykkninu við Grímsvötn, en
hann hafði ekki sést á austurleiðinni fyrr um
kvöldið.
Gosstöðvarnar sáust fyrst kl. 10.30 að morgni
29. maí. Þá var Flugleiðavél á leið til Egilsstaða
beðin að svipast um við Grímsvötn vegna hinnar
óvenjulegu skjálftavirkni sem vart hafði orðið. Þá
sást sporöskjulaga vök, um 300 m í þvermál,
norðan undir Vestri-Svíahnjúk. Vökin stækkaði
næstu daga og varð mest um 500 m í þvermál.
Gosstöðvarnar voru við öskjurimann á sama stað
og stærsti gígurinn 1934. Örþunnur öskugeiri lá
um 5 km til suðurs frá vökinni og var hann mest
um 1 km á breidd. Bryndís Brandsdóttir (pers.
uppl.) telur, að hann hafi fallið milli kl. 12 og 18
daginn áður og þá einna helst eftir kl. 15 en þá
hófst gosóróinn. Annar geiri, um 1 km langur og
500 m breiður, lá til norðurs frá vökinni. Hann
var úr ösku, gjalli og bombum blandaður ís-
stykkjum og geislaði frá vökinni. Jaðrar síðar-
nefnda geirans voru skarpir gagnstætt jöðrum
suðurgeirans. Hann hefur vafalítið myndast við,
að bylgja hefur flætt úr vökinni út á íshelluna.
Hún getur hafa myndast við gossprengingu eða
hrun ofan í vökina úr hlíðinni eða af hvoru
tveggju.
Flogið var yfir gosstöðvarnar öðru hvoru frá
29. maí til kl. 16 31. maí. Allan þennan tíma var
virknin svipuð, stöku sprengingar, sem sendu
öskutrjónur um 50-100 m upp. Gufustrókur náði
oftast 1—2ja km hæð yfir umhverfið. Síðast sást
til gosstöðvanna milli kl. 15 og 16 hinn 31. maí og
þá hafði ekki fallið aska utan vakarinnar nema
það sem kom í upphafi. Síðari hluta dags 31. maí
huldist Vatnajökull skýjum og gosstöðvarnar
sáust ekki aftur fyrr en 5. júní.
Úr flugvélum sást gufumökkur stíga upp úr
skýjaþykkninu allan 1. júní en að morgni 2. var
hann horfinn.
Um kl. 10 að morgni 1. iúní var áætlunarvél frá
Arnarflugi á leið austur á Fáskrúðsfjörð og flaug
norðan við Grímsvötn. Þá náði skýjaþykknið upp
í 3ja km hæð en gufustrókurinn í 5 km hæð. Gufu-
bólstrar hnykluðust upp í hrinum, og kom nýr
bólstri á um 2V5—3 mínútna fresti og hverri hrinu
fylgdi svart öskuský, sem náði upp í 4300—4500 m
hæð. Á baka leiðinni, milli 11.00 og 11.30, voru
hrinurnar á 4—5 mínútna fresti. Einn farþega,
Þorleifur Kristmundsson, tók röð af myndum á
austurleiðinni þar sem öskubólstrarnir sjást vel.
Á myndunum sést einnig, að gosmökkurinn
leggst til austnorðausturs.
Síðdegis 5. júní sást næst til Grímsvatna og var
engin eldvirkni sjáanleg en aftur á móti var
komin hálfmánalöguð gjalleyja í miðja vökina
um 80 m í þvermál, og rauk upp af henni. Einnig
var öskugeiri til austnorðausturs (2. mynd) og
náði a. m. k. austur að öskjurimanum við
Svíahnjúk eystri. Hann var um 1 km breiður næst
vökinni. Telja má víst, að hann hafi fallið að
morgni 1. júní.
Öskusýni frá gosinu voru efnagreind. Glerhluti
öskunnar var greindur í örgreini og reyndust öll
sýnin hafa svipaða efnasamsetningu. Mjög svip-
aða efnasamsetningu hafa og öskusýni frá Gríms-
vatnagosunum 1934, 1922 og 1903. Bergtegundin
er það sem kallað er þróað basalt eða á máli
bergfræðinga, kvarts þóleiít. Það að bergtegund-
in er þróuð táknar að hún hefur með einum eða
öðrum hætti breytt efnasamsetningu sinni á leið
til yfirborðs. Langlíklegasta orsök þessara
JÖKULL 34. ÁR 9