Jökull - 01.12.1984, Page 25
Einarsson, P. and S. Björnsson 1979: Earthquak-
es in Iceland. Jökull 29: 37-43.
Gebrande, H., H. Miller and P. Einarsson 1980:
Seismic structure of Iceland along RRISP-
Profile I., J. Geophys. 47: 239—249.
Grönvold, K., G. Larsen, P. Einarsson and K.
Saemundsson 1983: The Hekla eruption
1980-1981. Bull. Volc., in press.
Grönvold, K. and H. Jóhannesson 1984: Erupti-
on in Grímsvötn 1983; course of events and
chemical studies of the tephra. Jökull 34:
Jóhannesson, H. S.P. Jakobsson and K. Saem-
undsson 1982. Geological map of Iceland she-
et 6, S-Iceland. Icelandic Museum of Natural
History and Iceland Geodetic Survey,
Reykjavik.
Klein, F.W. 1978: Hypocenter location program
HYPOINVERSE. U.S. Geol. Surv. Open-
File Report: 78—694. 60 pp.
Rist, Sigurjón 1961: Rannsóknir á Vatnajökli
1960 (Investigations on Vatnajökull in 1960,
in Icelandic). Jökull 11: 1 — 11.
Saemundsson, Kristján 1982: Öskjur á virkum
eldfjallasvæðum á íslandi. (Calderas in the
neovolcanic zones of Iceland, in Icelandic).
Eldur er í norðri, Sögufélag, Reykjavík. 221-
239.
Tómasson, H. 1974: Grímsvatnahlaup 1972.
Mechanism and sediment discharge. Jökull
24: 27-39.
Thórarinsson, Sigurður 1974: Vötnin stríð (The
history of jökulhlaups in Skeiðará River and
eruptions in Grímsvötn). Alm. bókafél.
Reykjavík: 254pp.
ÁGRIP
SKJÁLFTAVIRKNI TENGD ELDGOSINU f
GRÍMSVÖTNUM 1983
Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir,
Raunvísindastofnun Háskólans
Eldgosinu í Grímsvötnum fylgdu breytingar á
skjálftavirkni, sem komu fram á nálægum skjálfta-
mælum (1. mynd) og túlka má sem afleiðingar
af hreyfingu kviku í rótum eldstöðvarinnar. Gos-
ið átti sér greinilegan aðdraganda, því 3—5 mán-
uðum áður en það braust út, tók skjálftavirkni á
Grímsvatnasvæðinu að aukast mjög (2. mynd).
Þessi virkni gæti hafa staðið í sambandi við vax-
andi þrýsting í einhvers konar kvikuhólfi í jarð-
skorpunni og breytingar á bergspennu umhverfis
hólfið, sem af honum stafa. Upptakasvæði skjálft-
anna var skammt suðaustan við Grímsvatna-
lægðina, og er kvikuhólfsins því líklega þar að
leita. Þétt skjálftahrina varð á þessu svæði 28.
maí (3. mynd), sem markar líklega tímann þegar
veggir hólfsins gefa eftir og kvikan ryðst í átt til
yfirborðs. Hrinan hætti klukkan 11:47 og
skömmu síðar kom fram stöðugur órói á skjálfta-
mælum (4. og 5. mynd). Líklega hófst gosið um
þetta leyti, en það sást þó ekki fyrr en daginn eftir
þegar flugvélar flugu yfir Grímsvötn eftir ábend-
ingum skjálftavarða. Eftir að gosið kom upp urðu
engir mælanlegir jarðskjálftar í Grímsvötnum í
nokkrar vikur, og styður það þá hugmynd, að
skjálftarnir síðustu mánuðina fyrir gosið hafi staf-
að af háum kvikuþrýstingi.
Gosórói var samkvæmt skjálftamælum mestur
28.-29. maí og eftir það dvínaði hann verulega.
Hann kom í hviðum sem stóðu í nokkrar mínútur
(6. mynd), en kyrrara var á milli. Ef dæma skal
eftir óróanum var krafturinn í gosinu mestur
28.-29. maí, en þá var fremur litla virkni að sjá á
yfirborði (7. mynd). Stöku sprengingar rufu
vatnsyfirborðið og gufubólstrar stigu upp í nokk-
ur hundruð metra hæð. Næstu daga var ekki
skyggni til að skoða eldstöðvarnar, en úr flugvél-
um ofan skýja sáust gufumekkir sem náðu nokk-
ur þúsund metra hæð 31. maí og 1. júní. Sprengi-
virkni í gosinu virtist vera meiri þessa daga, þrátt
fyrir minnkandi gos. Síðar kom í ljós að eyja
hafði myndast í Grímsvötnum (8. mynd). Líklega
stafaði aukin sprengivirkni af því, að gosopið hafi
verið komið nærri yfirborði vatnanna. Gosórói
mældist síðast á öðrum tímanum aðfaranótt 2.
júní , og ekki sáust gosmekkir eftir það.
Skjálftavirkni sambærileg við þá sem fylgdi
gosinu 1983 hefur ekki orðið í Grímsvötnum síð-
an a.m.k. 1971, en þá var settur upp skjálftamælir
á Skammadalshóli af sömu gerð og flestir þeirra
sem nú eru í gangi á landinu. Það verður því að
telja mjög ólíklegt, að gos hafi fylgt þeim
Skeiðarárhlaupum sem orðið hafa á þessu tíma-
bili. Atburðirnir nú sýna einnig, að gos geta orðið
í Grímsvötnum svo óveruleg að þeirra verði lítið
sem ekkert vart í byggð, og án þess að þeim fylgi
Skeiðarárhlaup.
JÖKULL 34. ÁR 23