Jökull


Jökull - 01.12.1984, Síða 51

Jökull - 01.12.1984, Síða 51
af Vatnshamri, 100-200 m háum og kollóttum. Að norðan hylur ís öll fjöll og þar hallar jöklinum alla leið upp að Bárðarbungu. Undir ísnum syðst í lægðinni leynast Grímsvötn, hulin 200 m þykkri íshellu. Austur úr þeim falla jökulhlaup á nokk- urra ára fresti niður á Skeiðarársand. Allt eru þetta merki um jarðhita undir jökli. Af öðrum ummerkjum niðri í Grímsvatnalægðinni má nefna, vatnsborð við rætur Grímsfjalls og Vatns- hamars og stöku sinnum hafa sést þar volgar laugar þegar lágt er í Vötnunum. Uppi á Gríms- fjalli sjást íshellar og gufuaugu við báða Svía- hnúkana, tvö jökulsker sem rísa upp úr ís. Gufa sem stígur upp frá Grímsfjalli ber lítil merki jarðhitavökvans undir botni Grímsvatna. Þessi gufa er eimur sem hefur stigið upp af vatns- borði 300 m neðar í fjallinu. Á leið þaðan hefur gufan þést hvað eftir annað og gufað upp á ný og þau efni fallið út sem minna á jarðhita, t.d. finnst örsjaldan brennisteinslykt við Grímsvötn og efna- greiningar frá gufuaugum á Grímsfjalli sýna að flest önnur efni tengd jarðhita eru horfin. Um hlaupvatnið úr Grímsvötnum gildir hins vegar allt annað. Af því leggur hinn versta fnyk og uppruni þess leynir sér ekki. Því hefur vatn verið efna- greint í hlaupunum 1954, 1965, 1972, 1976, 1982 og 1983. Auk þess hefur verið könnuð efnasam- setning í jökulánum utan hlaupa til þess að fá fram hvernig efnasamsetning árvatnsins raun- verulega breytist við hlaupin. Vatn í Skeiðarárhlaupum er blanda af hreinu bræðsluvatni frá jöklinum og jarðhitavatni sem safnast hefur fyrir í Grímsvötnum. Þar verða hins vegar efnabreytingar við geymsluna milli hlaupa og því er ekki vandalaust að fá fram upplýsingar um jarðhitavökvann út frá hlaupvatninu. Súrt vatn skolar út alkalímálma (Na og K) og alkalí- jarðmálma (Mg og Ca) úr hvarfgjörnu basaltgleri á botni Grímsvatna. Þess vegna breytist samsetn- ing auðleystra efna svo sem kalíum, kalsíum, magnesíum og natríum. Hvað varðar þessi efni er því samsetning í hlaupvatni engin vísbending um gerð jarðhitavökvans. Af þeim sökum er útilokað að nota efnahitamæla byggða á hlutfallinu Na/K í hlaupvatni til þess að reikna hitastig í jarðhita- kerfinu í Grímsvötnum (eins og Sigurður Stein- þórsson og Niels Óskarsson (1983) reyndu). Því má bæta við að þessar efnabreytingar hafa orðið við hitastig sem hlýtur að vera lægra en 30-40 °C. Styrkur efna eins og magnesíums minnkar með hita og er nær enginn í jarðhitavatni. Svo mikið af magnesíum mælist í jökulhlaupvatni, að efna- breytingarnar í Vötnunum hafa orðið við hitastig undir fyrrgreindum mörkum og hiti getur heldur ekki til lengdar hafa farið yfir þau, því að þá hefði efnið fallið úr vatninu. Breytingar verða þó ekki á öllum efnum við geymsluna í Vötnunum. Kísill er svo torleystur að hann breytist lítið í köldu vatni og því geymir styrkur hans upplýsingar um jarðhitavökvann sem borist hefur inn í Grímsvötn. Þennan kísil- styrk má meta þar sem náin tengsl eru milli magns af kísli og hitastigs í jarðhitakerfum. (Grímsvötn eru háhitasvæði og hliðsjón er höfð af þekktum jarðhitasvæðum). Jarðhitavatnið hef- ur síðan blandast kísilsnauðu bræðsluvatni og í hlaupunum berst því þynnt jarðhitavatn niður á Skeiðarársand. Kísilstyrkur þess er mældur og því má reikna með hve miklu kísilsnauðu bræðslu- vatni jarðhitavatnið var þynnt. Einnig er unnt að finna hve mikið jarðhitavatn hefur borist í Vötn- in; það er vatnið sem á vantar til þess að fá heildarvatnsmagnið í Vötnunum. En þá er enn- fremur unnt að finna hvernig jarðhitavökvinn skiptist milli vatns og gufu. Jarðhitagufan er þre- falt orkuríkari á massaeiningu en vatnið og ákveðnum heildarmassa verður aðeins skipt á einn veg milli vatns og gufu ef samanlögð varma- orkan frá þeim á að bræða ákveðinn massa af ís. Niðurstöður benda til þess að um 15% af heildarmassa vatns í Grímsvötnum sé kominn frá jarðhitavökva. Hér er um að ræða nýjar upplýs- ingar sem ásamt fyrri gögnum um massa og orku- búskap Grímsvatna gera mögulegt að fá fram nýtt mat á heildarorku jarðhitakerfisins og skilja að þátt vatns og gufu bæði hvað varðar massa og orku sem berst inn í Grímsvötn. Gufa er á bilinu 20-35% af massa alls jarðhitavökvans. Heildar- varmaafl jarðhitans samsvarar 4700-4900 MW og þar af ber gufa upp 2100-3000 MW en vatn 1900-2600 MW. Grímsvötn eru eitt fárra jarðhitasvæða þar sem eldvirkni gætir og merki sjást um bein tengsl kviku við jarðhitavökva. Þannig sást hátt magn af súlfati og járni af efnagreiningum á hlaupvatni í desember 1983. Það bendir til þess að kvika hafi borist inn í jarðhitakerfið. Efnamælingar benda til þess að svo hafi etv. einnig verið 1954 og 1965. Síðastliðin þrjú ár hafa hlaup frá Grímsvötnum verið með öðrum hætti en þrjá áratugina á und- an. Frá því um 1950 fram að 1976 hljóp reglulega á 4 til 6 ára fresti þegar vatnsborð í Vötnunum hafði risið svo hátt að þrýstingur á botni þeirra nægði til þess að vatn gæti þrengt sér út við JÖKULL 34. ÁR 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.