Jökull - 01.12.1984, Side 132
eru aðskildar af malareiningu (Mynd 2). Neðri
leireiningunni lýsti hann sem bugðóttum og
sprungnum leir, og vakti athygli á því að víða er
grjótdreif í leirnum. Efri leireiningunni lýsti hann
sem lagskiptum leir, oft með þunnum lögum af
fínum sandi. Hann ályktaði að upphleðsla neðri
leireiningarinnar hefði átt sér stað er jöklar voru
að hörfa inn til Borgarfjarðardala, en upphleðsla
þeirrar efri um það leyti er jöklar hurfu endan-
lega úr héraðinu. Guðmundur G. Bárðarson fjal-
laði enn fremur um sjávarstöðubreytingar í Borg-
arfirði og dró saman niðurstöður sínar í línuriti
(Mynd 3). Að síðustu fjallaði hann um myndun-
araðstæður fomskeljalaga á svæðinu, og bar
saman við fornskeljalög í Breiðafirði.
Verk Guðmundar G. Bárðarsonar stóð óhagg-
að um áratuga skeið, en ýmsir urðu þó til að bæta
við mynd hans. Má þar nefna Jóhannes Áskels-
son, Guðmund Kjartansson og Sigurð Þórarins-
son sem bættu við ýmsum athugunum á jökulrofi,
útbreiðslu jarðlaga og jarðlagaskipan.
Sænski jarðfræðingurinn Ebba Hult De Geer
var fyrst til að vekja athygli á þeim möguleika að
setja upp tímatal fyrir setlögin í Borgarfirði. Það
er þó ekki fyrr en með geislakolsaðferðinni sem
raunhæfur möguleiki til þess skapast. Á svipuð-
um tíma og aldursákvarðanir á fornskeljum fara
að birtast (sjá Töflu 1) fara að koma fram and-
stæðar kenningar um jarðsögu Borgarfjarðar á
síðjökultíma. í dag eru uppi þrjár meginkenn-
ingar:
Porleifur Einarsson telur að ísaldarjöklarnir
hafi hörfað inn fyrir núverandi strönd á Borgar-
fjarðarsvæðinu fyrir tæplega 13000 árum. Sjór
hafi fylgt jöklunum fast eftir og sjávarset tekið að
hlaðast upp á núverandi láglendi Borgarfjarðar.
Framrás jökla á Álftanesskeiði, er hófst fyrir um
12300 árum, hafi orsakað myndun jökulgarða í
mynnum Borgarfjarðardala. Jökull er gekk fram
Svínadal og Hvalfjörð hafi myndað áberandi
jökuigarð þvert um láglendi Leirársveitar (Skor-
holtsmelar). Fyrir um 12000 árum hafi jöklarnir
hörfað á nýjan leik, og sjór náð hæstu mörkum
sínum um svipað leiti. Þorleifur Einarsson telur
að jökulframrása á Búðaskeiði, fyrir um 11000
árum hafi lítt eða ekki gætt á láglendi Borgar-
fjarðar. Pessi mynd Þorleifs Einarssonar er um
margt lík hugmyndum Guðmundar G. Bárðar-
sonar.
Breski landfræðingurinn Ian Ashwell telur að
fyrir um 13000 árum hafi Borgarfjarðarhérað allt,
utan hæstu tinda Skarðsheiðar, verið hulið jökli
er skriðið hafi mót suð—suðaustri mót ystu mörk-
um landgrunnsins. Fyrir um 12500 árum hafi
þessi jökulbreiða skiptst upp í nokkra stóra
skriðjökla vegna þynningar meginíssins. Skrið-
jöklarnir hafi sameinast í láglendi Borgarfjarðar.
Vegna hækkandi sjávarborðs hafi jöklarnir flotið
upp, og setmyndun hafi átt sér stað á hafsbotni
undir jökulbreiðunni. Hugmynd Ashwells gerir
mikið úr þætti bræðsluvatns er runnið hafi í og
undir jöklunum. Hún gerir enn fremur ráð fyrir
að leysing jöklanna hafi verið næsta samfelld, án
framrásarskeiða.
Guttormur Sigbjarnarson telur að á síðjökul-
tíma hafi jöklar gengið fram Borgarfjarðardali
frá jökulmiðju er staðsett hafi verið norðan við
núverandi Langjökul. Er jöklarnir hörfuðu hafi
jökulmiðjan færst til austasta hluta Snæfellsness.
Guttormur Sigbjarnarson telur að tvær aðskildar
jökulframrásir hafi átt sér stað á síðjökultíma er
náð hafi fram á láglendi Melasveitar. Hann telur
Skorholtsmela vera jökulgarð er hlaðist hafi upp í
tengslum við þessar framrásir. Fyrri framrásina
telur hann að hafi átt sér stað á Álftanesskeiði, en
þá síðari á Búðaskeiði. Hann telur enn fremur að
Borgarfjarðardalir hafi verið íslausir undir lok
jökultíma, en verið fylltir jökulstífluðum lónum.
Þegar þessar mismunandi hugmyndir um jarð-
sögu Borgarfjarðar á síðjökultíma eru skoðaðar
nánar og forsendur þeirra kannaðar, kemur í Ijós
að þær eru byggðar á mjög lauslegum athugun-
um. Jarðlagaskipan svæðisins er illa þekkt, og
varhugavert að byggja um of á athugunum Guð-
mundar H. Bárðarsonar, sem eru barn síns tíma
og standast ekki nútíma kröfur um hlutlægni og
nákvæmni. Könnun Ólafs Ingólfssonar á jarð-
lagaskipan setlaga í Mela- og Leirársveit (Mynd
4) leiddi til niðurstöðu sem er töluvert frábrugðin
niðurstöðu Guðmundar H. Bárðarsonar.
Aldursákvarðanir á fornskeljum frá svæðinu
gefa aðeins hugmynd um aldur á litlum hluta
setlaganna, og vafasamt að nota þær til að skjóta
stoðum undir viðamikið tímatal.
Sjávarstöðubreytingar í Borgarfjarðarhéraði
eru illa þekktar, og nákvæmar mælingar á fornum
strandlínum eru fáar. Einnig skortir gögn til að
unnt sé að tengja sjávarstöðubreytingar við ein-
staka hluta jarðlagastaflans.
Setfræðilegar athuganir á byggingarlagi,
mynstri og bergvafi eru fáar, og gögn skortir til að
hægt sé að setja fram trúverðuga mynda af forn-
umhverfi. Þá eru ekki allir á eitt sáttir um tilvist,
magn né útbreiðslu jökulminja á svæðinu.
130 JÖKULL 34. ÁR