Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 152
University of Iceland, report RH—78—21:
92pp.
Tryggvason, Eysteinn 1978b: Jarðskjálftar á
íslandi 1940-1949 (Earthquakes in Iceland
1940—1949, in Icelandic). Science Institute,
University of Iceland, report RH—78-22:
51pp.
Tryggvason, Eysteinn 1979: Jarðskjálftar á
íslandi 1950—1959. (Earthquakes in Iceland
1950—1959, In Icelandic). Science Institute,
University of Iceland, report RH-79-06:
90pp.
ÁGRIP
JARÐSKJÁLFTAR í VATNAJÖKLI
1900-1982, TENGSL þElRRA VIÐ
SKEIÐARÁRHLAUP, SKAFTÁR-
HLAUP OG ELDGOS í JÖKLINUM.
eftir Bryndísi Brandsdóttur,
Raunvísindastofnun Háskólans.
Jarðskjálftamælingar hófust á íslandi árið
1909, en þá var mælir settur upp í gamla Sjó-
mannaskólanum að Öldugötu 23 í Reykjavík.
Fjórum árum síðar var öðrum mæli bætt við.
Mælarnir voru settir upp og starfræktir að til-
hlutan alþjóðasamtaka jarðskjálftafræðinga, sem
höfðu aðsetur i Strassburg og þar fór úrvinnslan
fram. Er fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914,
lögðust skjálftamælingar niður og sökum fjár-
skorts og óhentugs húsnæðis hófust þær ekki á ný
fyrr en 1925. Á árunum 1951 og 1952 voru teknir í
notkun mun fullkomnari mælar í Reykjavík og
gömlu frumstæðu mælarnir sendir til Akureyrar
(AKU) og Víkur (VIK). Árið 1957 var settur upp
mælir á Kirkjubæjarklaustri (SID) og 1964 hóf
starfrækslu alþjóðleg stöð á Akureyri. Síðastliðin
15 ár hefur jarðskjálftastöðvum hérlendis fjölgað
úr 6 í tæplega 40. Þessar stöðvar eru dreifðar um
landið, flestar á SV—,S— og NA-landi.
Fyrstu jarðskjálftamælarnir voru það ófull-
komnir, að skjálftar með upptök í 200—250 km
fjarlægð frá mæli náðu ekki skráningu, nema
stærð þeirra væri 3.5 stig á Richterskvarða eða
stærri. Síðan 1951 hafa heimtur skjálfta sífellt
batnað. Fyrst með uppsetningu mælanna á
Kirkjubæjarklaustri 1957 og á Akureyri 1964 og
síðan með uppsetningu annarra stöðva á NA— og
SA—landi eftir 1973. í dag eru allir Vatnajök-
ulsskjálftar stærri en 2.0 stig skráðir.
Ef öll gögn frá upphafi mælinga 1909 eru borin
saman og eldri gögn túlkuð í ljósi niðurstaðna
sem fengist hafa frá nýrri fullkomnari gögnum,
kemur fram nokkuð heilleg mynd af skjálfta-
mynstri Vatnajökuls á þessari öld. Skipta má
skjálftavirkninni í tvö tímabil. Á fyrra tímabilinu,
á árunum 1909—1914 og 1925-1953, var skjálfta-
virkni í Vatnajökli lítil sem engin. Þá mældust 5—
15 skjálftar að stærð 3.5 eða stærri. Seinna tíma-
bilið hófst 1954, er skjálftavirknin jókst til muna,
og stendur enn. Síðan 1954 hafa mælst meira en
100 skjálftar að stærð 3.5 eða stærri. Athyglisvert
er, að þessi aukning í jarðskjálftum á sér stað
samhliða aukinni jarðhitavirkni á sigkatlasvæðinu
norðvestan Grímsvatna, sem Helgi Björnsson
lýsir í greinum sínum um Skaftárhlaup í Jökli
1977 og 1983.
Engin sjáanleg breyting á skjálftavirkni hefur
fylgt jökulhlaupum (sjá mynd 2). Jarðskjálfta-
mælar sem reknir hafa verið í Grímsvötnum á
meðan á hlaupi stendur hafa einungis skráð ís-
hreyfingar s.s. ísbresti, íshrun o.þ.h. Tvisvar
hafa mælst jarðskjálftar í tengslum við eldgos í
jöklinum, þ.e. í Grímsvatnagosunum 1934 og
1983. Engir mælar voru í gangi í Grímsvatnagos-
inu 1922. Gosinu 1910, sem talið er hafa haft
upptök í nágrenni Hamarsins fylgdu ekki mælan-
legir skjálftar (M 2= 3.5). Jarðskjálftamælingar
framan af öldinni voru það ófullkomnar, að ekki
er hægt að nota þær til að ákvarða hvort og
hvenær eldgos hafa orðið í Vatnajökli. Aftur á
móti má nota mælingar eftir 1957 til þess að skera
úr um að einungis eitt gos hefur orðið í jöklinum
frá þeim tíma, gosið í maí-júní 1983, en það gos
var uppgötvað eftir ábendingum skjálftavarða.
150 JÖKULL 34. ÁR