Jökull


Jökull - 01.12.1984, Page 179

Jökull - 01.12.1984, Page 179
um hinn 18. júlí. Sumarið hjá okkur hér mátti heita gott. Suðvestanátt og nokkuð hlýtt marga daga, einkum í júlí, þá komu 9 sólskinsdagar heilir. Lengst af var sól hluta úr dögum. Jökultungan er orðin þunn og flöt. Hún er lítið sprungin og góð yfirferðar. GLJÚFURÁRJÖKULL Dalbotnajöklar á Norðurlandi eru nú á haustnóttum 1983 þaktir snjó frá síðasta vetri og ná hjarnbreiðurnar víðast hvar út fyrir sjálfan jökulísinn. Varðandi Gljúfurárjökul tekur Ingvi Eiríksson fram: Snjór frá síðasta vetri er meðfram jöklinum og með ánni út á miðjan dal. Jökuljaðarinn er þó all greinilegur. Pessir stóru skaflar fara ekki á þessu hausti og eiga því sennilega eftir að renna saman við jökulísinn sem skríður. Um Gljúfurárjökul skrifar Mr. G.J. Caseldine o.fl. í Jökul 1981 (31 ár) og 1983 (33 ár). HÁLSJÖKULL í mælingaskýrslunni sýnir Þórir Haraldsson teikningu af jökulmerkinu „sem er næst jökli“ og tekur síðan fram: Það er reyndar 270 m inni á hjarnbreiðunni. Erfitt er að átta sig á fjarlægðinni að jaðri jökulsins sem er mjög „vogskorinn", slitinn sundur af stórgrýti og urðarrönum. Svolitl- ar urðir gægjast upp 150 m norðan við merkið, síðan hverfur allt í hjarnbreiðuna aftur. Samfelld- ari urðir koma loks upp úr fönninni (snjó síðasta vetrar) 270 m norður af merkinu. Einstakar snjó- breiður ganga þó lengra niður með ánni eða allt að 1130 m frá jökuljaðrinum 1981. Þórir telur eðlilegra að talað sé um að jökuljað- ar hafi „færst fram“ heldur en að segja að hann hafi „skriðið fram“. LANGJÖKULL Jökultungur Hagafellsjökuls liggja breyt- ingarlausar eða a.m.k. hreyfingarlitlar eftir fram- skriðið á árunum 1980 og 1981. Snjór síðasta vetrar hefur sest að jöðrum þeirra, fyllt í gjár og sprungur jökulsins og jafnað hann. Um Jökul- krók í Pjófadölum tekur Theodór fram: Jökul- jaðarinn er auðveldur uppgöngu. Drjúgar fannir eru við jökuljaðar, þannig hefur jaðarinn færst fram. HOFSJÖKULL Síðla vetrar og um vorið 1983 lét Landsvirkjun mæla þykkt Hofsjökuls. Um Lambahraunsjökul segir Bragi Skúlason: Hjarn og nýís frá síðasta vetri liggur yfir jökul- jaðri. Engin hreyfing er merkjanleg á sjálfum jökulísnum, þess vegna er talið rétt að skrá jökul- jaðar óbreyttan á þessu hausti. Stefán Bjarnason tekur fram: Jökuljaðar Nauthagajökuls er brattur og í senn sléttur og ósprunginn. Svipaðan vitnisburð fær vesturjaðar Múlajökuls. Suðurjaðarinn er áþekkur að öðru leyti en því, að hann getur ekki talist brattur. SÓLHEIMAJÖKULL Valur Jóhannesson tekur fram: Áin kemur undan vesturrönd jökulsins. Jaðarinn er brattur, en ekki mjög sprunginn. Jökullinn hefur hækkað mikið, er tignarlegur og genginn fram á Jökul- haus. TUNGNAÁRJÖKULL Tungnaárjökull hjá Jökulheimum hljóp fram 1945 eða fyrir 38 árum og hefur legið síðan kyrr- stæður að mestu að því er virðist, sjá nánar: Sigm. Freyst.: Tungnaárjökull í Jökli 18. ár. Nú eru liðin 28 ár síðan jökulmerki var sett upp við Tungnaárjökul. Á þessu tímabili hefur jökul- jaðar hopað um 2,3 km. Gunnar Guðmundsson tekur fram: En sem fyrr ber jökullinn merki hopjökuls. Nú var hægt að ganga á auðu í nýja fellið, sem kom upp úr jökli fyrir ári síðan skammt sunnan mælilínu. Nú virð- ist byrjað að brjóta á nýjum haus ofar í jöklinum í sömu stefnu. SÍÐUJÖKULL Síðujökull hljóp 0,5 km 1963/64 og hefur hop- að síðan. Björn Indriðason tekur fram: Jökullinn er greinilegur hopjökull. Hann er sléttur og halla- lítill. Skammt austan eystri mælilínu (M-177) kemur austasta kvísl Brunnár undan jökli. Nú um árabil mun kvíslin hafa fallið til Djúpár. Ef jök- uliinn skriði fram á nýjan leik um 150 m tæki kvíslin aftur að falla til Djúpár. KVÍÁRJÖKULL Flosi Björnsson tekur fram: Jökullinn er til muna sléttari en árið áður. HRÚTÁRJÖKULL Flosi tekur fram: Þegar uppeftir kemur er hann allur mjög sprunginn og fer hækkandi að því er JÖKULL 34. ÁR 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.