Jökull


Jökull - 01.12.1984, Síða 183

Jökull - 01.12.1984, Síða 183
ið var af stað. Var dumbungsveður en þurrt. Héldum við upp hálsinn upp í Laxárdal. Laxá, sem er bergvatnsá, ekki vatnsmikil, kemur norðan úr fjöllunum og rennur þarna suður grös- ugan dal. Vestan dalsins eru allhá fjöll með fögr- um hamrabeltum og mjög gróin. Standa Blóm- sturvellir þar undir fjöllunum syðst; að austan eru lágir ásar. Við héldum upp dalinn tæpa klukkust- undar hæga ferð, áðum þar hjá beitarhúsum, en héldum síðan upp og austur úr dalnum yfir ásana og er þá komið upp í Djúpárdal. Liggur hann allmiklu hærra en Laxárdalur. Hraunstraumur hefur runnið eftir botni hans, en Djúpá byltist kolmórauð eftir dalbotninum. Hún kemur undan Skaftárjökli og fellur víða í gljúfrum. Er hún illfær eða ófær þar efra að sumarlagi. Héldum við nú upp eftir dalnum vestan Djúp- ár, en greiðfær leið er þar lengi vel og dalbotninn allmikið gróinn. Há fjöll, en ekki brött, eru á báðar hendur. Ár koma ofan úr fjöllunum og falla víða í stórfenglegum gljúfrum fram í dal og kljúfa fjallshlíðarnar nær því niður að dalbotni. Eftir klukkustundarferð inn eftir dalnum lokast hann nær því af hraunfossi, þar sem hraunið hefur fallið fram af háum hjalla, sem áður hefur verið í dalbotninum. Er allseinfarið upp hraunið, enda þótt það sé mjög gróið. Vestan við okkur falla fjölda margir lækir í fossum niður af hjalla- brúninni, þar sem hraunið hefur ekki runnið, og dreifast til að sjá eins og slæður um snarbratta en grasi gróna hlíðina undir brúninni. Skömmu eftir að komið er upp á brúnina er komið að grasi grónum torfum, þar sem allmikið er af volgum uppsprettum 20—30 stiga heitum. Gróður er þarna sæmilegur svo við áðum og borðuðum úr nestispökkum okkar. Landið umhverfis er nú lítið gróið; fjallshlíð með smáum hamrabeltum í vestri en hraunið sandorpið til austurs, allt austur að Djúpá. Við héldum inn eftir hraunjaðrinum og tók nú brátt að hilla undir sporðinn á Skaftár- jökli framundan í þokunni, sem stöðugt lá lágt í fjallshlíðunum. Næst jöklinum eru sléttir sandar eða aurar allt upp að jökulruðningshólunum við jaðarinn. Vatnslitlar jökulkvíslar falla um aurana til Djúpár. Við stefndum að stað á jökuljaðrinum þar sem auðvelt virtist uppgöngu. Næst jöklinum voru dálitlar bleytur, en tafir urðu engar af þeim og komumst við fljótt á stað, þar sem grunnt var á ís undir aurnum. Tók nú að rigna nokkuð, er við héldum með klyfjahestana upp jökulsporðinn, sem þarna var óhreinn ís, ekki mjög sprunginn, en allmikið af skorningum eftir leysingarvatn. Fórum við 2 til 3 hundruð metra upp eftir jöklin- um með hestana, og var þá brattasta leiðin yfir- unnin. Síðan fórum við til baka með hestana niður fyrir jökulinn og kvöddum Björgvin þar, en héldum sjálfir upp á jökul. Klukkan var nú orðin tvö og vorum við komnir um 18 km beina línu frá Kálfafelli. Jökullinn var mikið sundurgrafinn þar sem við tókum af hestunum, líkastur stórþýfðu landi — svo skorurnar á milli hnédjúpar eða meira. Við bárum dótið í tveim eða þrem ferðum næstu tvö hundruð metrana, en síðan settum við saman sleðann sem ætlunin var að flytja dótið á. Jökullinn var þarna lítið eitt betri yfirferðar, að minnsta kosti svo að þúfnakollarnir voru nokkurn veginn sléttir að ofan og sums staðar mátti sjá rima, sem voru 10 til 20 metra langir. Það tók alllangan tíma að útbúa sleðann, binda á okkur jöklajárn og koma böndum haganlega fyrir á sleðanum. Við tókum helming farangurs- ins á sleðann og héldum af stað upp jökulinn. Það er tæplega hægt að segja að við höfum dregið sleðann í eiginlegum skilningi. Bönd voru fest í öll fjögur horn sleðans og þessi bönd voru svo stutt, að hver maður gat haldið sínu horni á lofti með bandinu. Til þess að gera þetta auðveldara höfðum við breiðar ólar yfir axlirnar. Þannig gátum við komist yfir alla skorningana, með því að halda fyrst framenda sleðans á lofti þar til hann var kominn yfir, síðan afturendanum. Verst var, þegar skorningarnir voru jafnbreiðir og lengd sleðans. Þannig fórum við tæpan kílómetra upp eftir jöklinum og sóttum síðan hinn helming farangursins, einnig á sleðanum. Síðan var tjald- að á einum hryggnum, og þótti útlitið ekki glæsi- legt, því jökullinn virtist vera óbreyttur svo langt sem augað eygði, en selflutningurinn tók nokkuð á kraftana og þolinmæðina. Dr. Sveinn gekk um hálfan kílómetra upp eftir jöklinum til þess að skoða landslagið framundan, en erfiðlega gekk okkur að fá hann til þess að meðganga á eftir að horfurnar voru þar nokkuð glæsilegri. Skammt frá tjaldinu var mikið niðurfall í jökulinn, eins og heill hvammur, og fossaði þar niður vatn, sem rann ofan á jöklinum og hvarf þar niður um stóran svelg á botninum. Um morguninn næsta dag var logn og sól. Sáum við nú til fjalla upp að Hágöngum, sem eru í krikanum austan Skaftárjökuls, og allt upp í Geirvörtur, sem eru nokkuð uppi í jöklinum þar fyrir norðan og austan. Jökullinn virtist vera sprunginn eða sundurgrafinn þar upp frá, en þangað voru yfir 10 km svo ekki var útlitið gott JÖKULL 34. ÁR 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.