Jökull


Jökull - 01.12.1984, Síða 184

Jökull - 01.12.1984, Síða 184
fyrst um sinn. Útsýni var einnig til vesturs yfir afrétt Skaftfellinga. Dagurinn fór í selflutninga. Um hádegi tókum við okkur alllanga hvíld og mötuðumst í tjaldinu, sem við höfðum látið standa, en nokkur hluti farangursins var þá kominn tæpum tveim kíló- metrum lengra. Myndaðist þá sprunga í jökulinn rétt við hliðina á tjaldinu og kvað við mikill brestur. Ekki var þó sprunga þessi opin. Alls komumst við 4 kílómetra um daginn og hafði síðasti kílómetrinn verið allsæmilegur yfir- ferðar. Næsti dagur, föstudagurinn, leið á sama hátt. Veður var bjart og stillt, en jökullinn mjög seinfarinn. Komumst við 5 km um daginn og vorum þá komnir upp á gamlan samfelldan snjó um 5 km vestur af Hágöngum. Síðari hluta dags- ins dimmdi í lofti og gerði nokkra rigningu og um nóttina var slagveðursrigning og hélst dimmviðri og rigning allan sunnudaginn. Farangurinn var allur látinn á sleðann. Torfærur voru engar sem teljandi er, en færðin nokkuð þung, grófkornótt- ur sumarsnjór sem óðst mikið upp vegna þess hve blautur hann var. Það sem verra var, var að yfirborðið var alls ekki slétt, heldur allt smáhólótt og rann sleðinn alltaf út á hlið, er hann lenti í hliðarhalla. Varð því einn okkar að ýta á og stýra sleðanum en hinir þrír drógu og gengu á skíðum. Þrátt fyrir þetta og það að við þurftum að ganga í olíufötunum, þótti okkur ganga ágætlega og vor- um því fegnastir að vera lausir við selflutninginn, því ávallt var það hálfleiðinlegt að þurfa að snúa við eftir farangri. Um eftirmiðdaginn tók að snjóa lítið eitt og varð þá færið þyngra og staðnæmdumst við þá og tjölduðum um kl. 6 eftir sex klukkustunda ferða- lag, því ekki var lagt upp fyrr en eftir hádegi. Höfðum við gengið í réttvísandi norður um dag- inn. Ekki höfðum við mælt vegalengdina og var mikið giskað á hve langt við hefðum farið og varð meðaltal ágiskananna 13 km. Síðar kom í ljós að dagleiðin var aðeins rúmir 10 km. Næsta morgun var fagurt um að litast hjá tjald- inu. Allt var drifhvítt af nýföllnum snjó, fárra sentimetra þykkum. Hugðum við nú gott til færð- arinnar, en hún reyndist svipuð og daginn áður, nema hvað hólarnir voru nær horfnir, en hins vegar meira á fótinn, svo að erfitt var að draga sleðann beint upp bröttustu brekkurnar. Við gáf- um okkur líka góðan tíma um morguninn svo að ekki var lagt af stað fyrr en um hádegi, en áður byggðum við stóra vörðu úr snjógarðinum sem hlaðið hafði verið kringum tjaldið kvöldið áður. Var svo haldið upp brekku í NA. Sást bráðlega á dökkan tind framundan og stefndum við þangað yfir um tveggja kílómetra breiða lægð í jöklinum. Tjörn var á botni lægðarinnar, en handan hennar var alllöng brekka og nokkrar opnar jökul- sprungur, sem þó var að nokkru leyti fennt yfir. Þegar upp á hrygginn kom var tindurinn, sem mun vera Pálsfjall, í rúmlega 2 kílómetra fjarska framundan. Þetta var einstakur auður tindur, sem stendur upp úr jöklinum. Virtist hann vera úr móbergi eða þursabergi, en nokkuð mun og vera þar af líparíti. Fellið stendur nú um 100 m upp úr jöklinum að sunnan, en að norðan er það ekki eins hátt, því þar leggst jökullinn að því og er þar töluvert hærri. Var jökullinn allmikið sprunginn umhverfis fellið. f austri sá á Þórðar- hyrnu yfir jökulbrúninni skammt austan við okkur. Við staðnæmdumst þarna alllengi, borðuðum og tókum myndir og mældum. Ákváðum við að halda vestur fyrir Pálsfjall og síðan upp á brúnina norðan við það, en hún gekk þarna frá norðri til suðurs. Þegar upp á brúnina kom tók við allmikil háslétta, nær því alveg flöt eða með jöfnum og litlum halla. Héðan sást norður á Hamarinn og vestur að Kerlingum í vestanverðum Vatnajökli. Við staðnæmdumst um 3 km norður af Pálsfjalli og elduðum mat undir beru lofti, en héldum síðan enn áfram 6 kílómetra um kvöldið. Tjaldstaður okkar var 5 km vestur af Háu- bungu og dagleiðin 15 km. Birtan var geysilega mikil þennan dag og áttum við erfitt með að verja okkur birtunni, enda þótt við hefðum bæði snjógleraugu og krem. Næsta dag var ætlunin að komast til Grímsvatna. Rann sá dagur upp heiður og bjartur. Komumst við af stað kl. 10 um morg- uninn, en byggðum áður snjóvörðu eins og við einnig höfðum gert á áningarstöðunum daginn áður. Við héldum NA og fyrstu kílómetrarnir voru jafnslétta vestan undir Háubungu. Háabunga er víðáttumikil jökulbunga suður og vestur af Grímsvötnum og er hæsti punktur hennar um 10 km suður af vötnunum. Liggja fjöll þau, sem áður hafa verið nefnd, Hágöngur, Geirvörtur, Þórðarhyrna og Háabunga í nær því beinni línu frá SSV til NNE og í þeirri röð sem þau voru talin. Þessi fjöll fara hækkandi eftir því sem norðar dregur. Hágöngur eru lægstar, rúmir 1100 m, en Háabunga hæst, 1700 m. Við vorum þarna komnir í tæpa 1700 m hæð, en við jökulsporðinn vorum við í nálægt 500 m hæð. Þá höfðum við þó 182 JÖKULL 34. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.