Jökull - 01.12.1985, Síða 85
Um endasleppu hraunin undir Eyjafjöllum
og jökla síðasta jökulskeiðs
HAUKURJÓHANNESSON
Náttúrufrœðistofnun Islands
INNGANGUR
Árið 1958 birti Guðmundur Kjartansson grein í
Náttúrufræðingnum um endaslepp hraun undir Eyja-
fjöllum. Hraunin nefndi hann Hamragarðahraun og
Kambagilshraun (2. mynd). Guðmundur áleit, að
Kambagilshraun hefði runnið út á jökul á Búðastigi og
jökullinn flutt hluta þess með sér og því virðist það
endasleppt. Guðmundur taldi að Hamragarðahraun
hefði annað hvort runnið út á sama jökul eða fram af
sjávarhömrum. Kambagilshraunið er miklu lengra en
Guðmundur hélt og er kafið í jökulaur neðst. Frekari
athuganir hafa því vakið spurningar um útbreiðslu jökla
á svæðinu áður og eftir að hraunin runnu.
ELDFJALLIÐ EYJAFJÖLL
Eyjafjallajökull rís upp í 1666 m hæð, nær beint frá
sjó. Hann er hrygglaga séður frá suðri og norðri en
keilulaga séður úr vestri. Eldfjallið er um 30 km langt
frá austri til vesturs, en breiðast um 15 km á móts við
toppgíginn. Berglög sem teljast til Eyjafjalla eins og
eldstöðin verður nefnd hér eftir, eru að rúmmáli nálægt
260 km3.
Eldgos verða á um 5 km breiðri rein, sem liggur frá
vestri til austurs eftir eldstöðinni endilangri, frá Markar-
fljóti austur í Mýrdalsjökul. Svipaðar gosreinar fylgja
fleiri eldfjöllum í þeirri þyrpingu eldfjalla, sem ein-
kenna syðsta hluta Eystra gosbeltisins (1. mynd)
(Sveinn P. Jakobsson 1979). Flestar stefna þær NA-SV,
t.d. Hekla og Katla. Eyjafjöll og Tindfjöll stefna þó A-
V. Syðsta eldstöðin, Vestmannaeyjar, sker sig nokkuð
úr. Meginstefnan virðist vera NA-SV, en í nyrsta hluta
hennar virðist upphleðslan hafa átt sér stað á A-V belti.
Hún er því tvíátta og má vera að hún sé ekki enn búin að
gera upp við sig hvorri stefnunni hún eigi að fylgja. A-V
stefnan í Eyja- og Tindfjöllum gæti verið tengd A-V
brotabelti því, sem liggur um Suðurland, frá Hengli
austur í Heklu.
f Eyjafjöllum er stór toppgígur eða lítil askja, sem er
2,5-3 km í þvermál. Hún er nær barmafull af ís og hefur
afrennsli til norðurs, í Falljökli. Fegar gýs í háfjallinu,
koma hlaup undan Falljökli. Síðast gaus í jöklinum á
1. Mynd. Megineldstöðvar og sprungureinar í sunnan-
verðu Eystra-gosbeltinu. Nafngiftir eru þær sömu og
Sveinn P. Jakobsson (1979) notar. Fig. 1. Volcanic
systems in the Eastern Volcanic Zone. Nomenclature
after Sveinn P. Jakobsson (1979).
árunum 1821—23. Óljósar heimildir eru í einum annál
um gos árið 1612, en sama ár gaus Katla og er líklegt að
átt sé við það gos.
Eyjafjöll hafa hlaðist upp á síðari helmingi ísaldar. í
fjallinu skiptast á hraunlög runnin á hlýskeiðum og
móbergs- og kubbabergslög mynduð við gos undir
jöklum á jökulskeiðum. Elsta bergið er neðst í fjallinu
sunnan megin, á milli Steina og Kaldaklifsár. Þar er að
finna öfugt segulmagnað berg, líklega frá síðasta skeiði
Matuyama segultímabils, en því lauk fyrir um 700 þús-
und árum. Útbreiðsla þessa bergs er sýnd á nýlega
útgefnu jarðfræðikorti af Suðurlandi (Haukur Jóhannes-
son o.fl. 1982).
í fjallinu hafa fundist merki um 9 jökulskeið og 9
hlýskeið. Á núverandi segulskeiði (Brunhes), sem
spannar síðustu 700 þús. árin, hafa þar gengið yfir 8
jökulskeið. Jökulhetta hefir líklega haldist á hátindi
fjallsins, eftir að það náði 1200—1300 m hæð. Stutt
JÖKULL35. ÁR 83