Jökull


Jökull - 01.12.1985, Side 91

Jökull - 01.12.1985, Side 91
(1979) fann hraunið í gildragi ofan við Mið-Mörk en áleit eins og Guðmundur, að dreifin á flatanum benti til, að þar væri ekki samfellt hraun heldur væri það „frag- mented“ eða sundurlaust. Sveinn taldi líklega skýringu á því vera, að hraunið hefði runnið yfir stóran skafl og brotnað upp er hann þiðnaði. Guðmundur Kjartansson taldi í sömu grein (1958a), að Hamragarðahraun gæti ekki hafa stöðvast á brúninni ofan við Hamragarða. í>að hlyti að hafa runnið ofan hana. Hraunið hefir staðnæmst á blábrúninni og aðeins tvær mjóar totur ná fram í brún og vart getur mikið hraun hafa runnið þar fram af. Guðmundur áleit, að annað hvort hefði hraunið fallið fram af brúninni í sjó fram eða og öllu líklegar, að það hefði runnið út á sama jökul og Kambagilshraunið. hve gömul eru hraunin? Jökull hefir gengið yfir Kambagilshraun og því er ástæða til að ætla, að það sé eldra en Guðmundur Kjartansson (1958a) leiddi rök að. Ljóst er, að Markar- fljótsjökull hefir gengið upp á og yfir hraunið, upp í allt að 325—330 m hæð, en þar fyrir ofan hefir jökull ekki legið síðan hraunið rann. Yfir Hamragarðahraun hefir jökull aldrei gengið. Þar sem engar gróðurleifar er að finna undir hraunun- um, og ofan á þeim er einungis fokjarðvegur, verður geislakolsaldursgreiningum ekki komið við. Augljóst er, að hraunin hafa runnið yfir gróðurvana land og sömu jarðvegssnið eru ofan á hraununum og á berggrunninum utan þeirra. Hraunin eru vafalítið ævaforn og verður að reyna að nálgast aldur þeirra með athugunum á afstöðu hrauna og jökla. Athuganir, sem greint verður frá hér á eftir, beinast að því að geta sér til um aldur jökla og þar af leiðandi hraunanna líka. Þar sem beinum aldurs- greiningum verður eigi við komið, verður aldurinn af- stæður. Tvennt skiptir verulegu máli. Annars vegar, að Mark- arfljótsjökull skreið fram eftir að Kambagilshraunið rann og hins vegar, að enginn jökull hefir legið ofan við 325 m hæð og upp í a.m.k. 600-700 m hæð. Jökulgarð- urinn efst á flatanum hefir myndast við jaðar Markar- fljótsjökuls. Garðinn má rekja austur fyrir hraunið og sést þar mjög vel. Ofan við garðinn ber mest á berum klöppum, en neðan við er flatinn hulinn jökulruðningi. Hvalbök og jökulrákir, sem eru ofan við jaðar Markar- fljótsjökuls, stefna yfirleitt út frá Eyjafjallajökli þ.e. undan halla (2. mynd), en hvalbök neðan við jaðarinn stefna aftur á móti með hlíðinni og fylgja stefnu hennar á hverjum stað. Auk þess hefir Markarfljótsjökuli eða leysingarvatn honum tengt sorfið dálítinn stall inn í hlíðina við jaðarinn. Eftir að ofangreint samband jökul- ráka kom í ljós, var tiltölulega auðvelt að finna jaðar hins forna Markarfljótsjökuls í vestanverðum Eyjafjöll- um (2. mynd). Jökulrákir og hvalbök Markar- fljótsjökuls má sjá í lághlíðum frá Illagili austan Stóru- Merkur og austur fyrir Seljaland. Víða eru malarhjallar hangandi í hlíðum, sem augsýnilega marka jaðar jökuls- ins. Óregla er í stefnu jökulráka við Seljaland. Þar ná jökulrákir með sömu stefnu og Markarfljótsjökullinn ætti að hafa skilið eftir upp í um 240 m hæð yfir sjávarmáli, en ættu í hæsta lagi að ná 150 m hæð. Á þessu fannst þó skýring. Jökultunga ofan úr Eyjafjalla- jökli hefir teygt sig út dalinn vestan jökulsins og sveigt í suður niður dalverpið milli Fagrafells og Seljalands- heiðar, svipaða leið og Hamragarðahraunið síðar. Þar sem jökultungan hefir komið ofan á Markarfljótsjökul- inn, hefir hún sveigt í sömu stefnu og hann, þ.e. með hlíðinni. Þessi stefnubreyting kemur mjög vel fram í stefnu jökulráka norður af Seljalandi. Þar eru jökulrák- ir Markarfljótsjökuls einráðar neðst, en breyta smám saman um stefnu, uns þær stefna samhliða dalverpinu. Því er Ijóst, að nokkur aldursmunur er á Kambagils- og Hamragarðahraunum. Hamragarðahraunið hefir runnið eftir að jökull sá er gekk yfir Kambagilshraunið hörfaði. En hvenær gekk Markarfljótsjökullinn yfir Kambagilshraunið? MARKARFLJ ÓTSJÖKULL Markarfljótsjökull hefir streymt fram dalinn milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. Á Fljótshlíðarsvæðinu sjást merki eftir hann mjög vel. Guðmundur Kjartansson (1955) athugaði jökulrákir í tungunni vestur af Tind- fjöllum. Markarfljótsjökullinn hefir skriðið út með hlíð- inni og skáhallt upp í hana. Jökulrákir Markar- fljótsjökuls ná þó ekki mjög hátt. Hæst ná þær í um 570 m innst í Fljótshlíð, í Þórólfsfelli og þar norður af, en lækka er utar dregur. Þegar komið er vestur fyrir Hlíð- arenda hverfa þær. Markarfljótsjökullinn hefir ekki náð mikið lengra vestur. Flatinn ofan á tungunni vestur úr Tindfjöllum nefnist Hraun. Á honum eru merki eftir allt annan jökul. Þar sýna jökulrákir, að jökullinn hefir komið úr norðri og norðaustri. Rákir með þessari stefnu ná suður undir suðurbrúnina á Hraununum. Milli þess- ara tveggja kerfa liggur bunki af setlögum, sem annað hvort eru leifar af rönd (miðmórenu) milli Markar- fljótsjökuls og þess nyrðri, sem Guðmundur nefndi Rangárvallajökui, eða að þetta eru leifar endagarðs framan við síðarnefnda jökulinn. Hreinn Haraldsson og Hans Palm (1980) (sjá einnig Hrein Haraldsson 1981) könnuðu þykkt lausra jarðlaga á Markarfljótssvæðinu með skjálftamælingum. Þeir töldu m.a. að jökulbergslag væri að finna neðarlega í Austur-Landeyjum á um 80 m dýpi ( um 70 m undir núverandi sjávarmáli). Lagið reyndist þykkast syðst, JÖKULL 35. ÁR 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.