Jökull - 01.12.1985, Síða 91
(1979) fann hraunið í gildragi ofan við Mið-Mörk en
áleit eins og Guðmundur, að dreifin á flatanum benti til,
að þar væri ekki samfellt hraun heldur væri það „frag-
mented“ eða sundurlaust. Sveinn taldi líklega skýringu
á því vera, að hraunið hefði runnið yfir stóran skafl og
brotnað upp er hann þiðnaði.
Guðmundur Kjartansson taldi í sömu grein (1958a),
að Hamragarðahraun gæti ekki hafa stöðvast á brúninni
ofan við Hamragarða. í>að hlyti að hafa runnið ofan
hana. Hraunið hefir staðnæmst á blábrúninni og aðeins
tvær mjóar totur ná fram í brún og vart getur mikið
hraun hafa runnið þar fram af. Guðmundur áleit, að
annað hvort hefði hraunið fallið fram af brúninni í sjó
fram eða og öllu líklegar, að það hefði runnið út á sama
jökul og Kambagilshraunið.
hve gömul eru hraunin?
Jökull hefir gengið yfir Kambagilshraun og því er
ástæða til að ætla, að það sé eldra en Guðmundur
Kjartansson (1958a) leiddi rök að. Ljóst er, að Markar-
fljótsjökull hefir gengið upp á og yfir hraunið, upp í allt
að 325—330 m hæð, en þar fyrir ofan hefir jökull ekki
legið síðan hraunið rann. Yfir Hamragarðahraun hefir
jökull aldrei gengið.
Þar sem engar gróðurleifar er að finna undir hraunun-
um, og ofan á þeim er einungis fokjarðvegur, verður
geislakolsaldursgreiningum ekki komið við. Augljóst
er, að hraunin hafa runnið yfir gróðurvana land og sömu
jarðvegssnið eru ofan á hraununum og á berggrunninum
utan þeirra. Hraunin eru vafalítið ævaforn og verður að
reyna að nálgast aldur þeirra með athugunum á afstöðu
hrauna og jökla. Athuganir, sem greint verður frá hér á
eftir, beinast að því að geta sér til um aldur jökla og þar
af leiðandi hraunanna líka. Þar sem beinum aldurs-
greiningum verður eigi við komið, verður aldurinn af-
stæður.
Tvennt skiptir verulegu máli. Annars vegar, að Mark-
arfljótsjökull skreið fram eftir að Kambagilshraunið
rann og hins vegar, að enginn jökull hefir legið ofan við
325 m hæð og upp í a.m.k. 600-700 m hæð. Jökulgarð-
urinn efst á flatanum hefir myndast við jaðar Markar-
fljótsjökuls. Garðinn má rekja austur fyrir hraunið og
sést þar mjög vel. Ofan við garðinn ber mest á berum
klöppum, en neðan við er flatinn hulinn jökulruðningi.
Hvalbök og jökulrákir, sem eru ofan við jaðar Markar-
fljótsjökuls, stefna yfirleitt út frá Eyjafjallajökli þ.e.
undan halla (2. mynd), en hvalbök neðan við jaðarinn
stefna aftur á móti með hlíðinni og fylgja stefnu hennar
á hverjum stað. Auk þess hefir Markarfljótsjökuli eða
leysingarvatn honum tengt sorfið dálítinn stall inn í
hlíðina við jaðarinn. Eftir að ofangreint samband jökul-
ráka kom í ljós, var tiltölulega auðvelt að finna jaðar
hins forna Markarfljótsjökuls í vestanverðum Eyjafjöll-
um (2. mynd). Jökulrákir og hvalbök Markar-
fljótsjökuls má sjá í lághlíðum frá Illagili austan Stóru-
Merkur og austur fyrir Seljaland. Víða eru malarhjallar
hangandi í hlíðum, sem augsýnilega marka jaðar jökuls-
ins. Óregla er í stefnu jökulráka við Seljaland. Þar ná
jökulrákir með sömu stefnu og Markarfljótsjökullinn
ætti að hafa skilið eftir upp í um 240 m hæð yfir
sjávarmáli, en ættu í hæsta lagi að ná 150 m hæð. Á
þessu fannst þó skýring. Jökultunga ofan úr Eyjafjalla-
jökli hefir teygt sig út dalinn vestan jökulsins og sveigt í
suður niður dalverpið milli Fagrafells og Seljalands-
heiðar, svipaða leið og Hamragarðahraunið síðar. Þar
sem jökultungan hefir komið ofan á Markarfljótsjökul-
inn, hefir hún sveigt í sömu stefnu og hann, þ.e. með
hlíðinni. Þessi stefnubreyting kemur mjög vel fram í
stefnu jökulráka norður af Seljalandi. Þar eru jökulrák-
ir Markarfljótsjökuls einráðar neðst, en breyta smám
saman um stefnu, uns þær stefna samhliða dalverpinu.
Því er Ijóst, að nokkur aldursmunur er á Kambagils-
og Hamragarðahraunum. Hamragarðahraunið hefir
runnið eftir að jökull sá er gekk yfir Kambagilshraunið
hörfaði. En hvenær gekk Markarfljótsjökullinn yfir
Kambagilshraunið?
MARKARFLJ ÓTSJÖKULL
Markarfljótsjökull hefir streymt fram dalinn milli
Fljótshlíðar og Eyjafjalla. Á Fljótshlíðarsvæðinu sjást
merki eftir hann mjög vel. Guðmundur Kjartansson
(1955) athugaði jökulrákir í tungunni vestur af Tind-
fjöllum. Markarfljótsjökullinn hefir skriðið út með hlíð-
inni og skáhallt upp í hana. Jökulrákir Markar-
fljótsjökuls ná þó ekki mjög hátt. Hæst ná þær í um 570
m innst í Fljótshlíð, í Þórólfsfelli og þar norður af, en
lækka er utar dregur. Þegar komið er vestur fyrir Hlíð-
arenda hverfa þær. Markarfljótsjökullinn hefir ekki náð
mikið lengra vestur. Flatinn ofan á tungunni vestur úr
Tindfjöllum nefnist Hraun. Á honum eru merki eftir allt
annan jökul. Þar sýna jökulrákir, að jökullinn hefir
komið úr norðri og norðaustri. Rákir með þessari stefnu
ná suður undir suðurbrúnina á Hraununum. Milli þess-
ara tveggja kerfa liggur bunki af setlögum, sem annað
hvort eru leifar af rönd (miðmórenu) milli Markar-
fljótsjökuls og þess nyrðri, sem Guðmundur nefndi
Rangárvallajökui, eða að þetta eru leifar endagarðs
framan við síðarnefnda jökulinn.
Hreinn Haraldsson og Hans Palm (1980) (sjá einnig
Hrein Haraldsson 1981) könnuðu þykkt lausra jarðlaga
á Markarfljótssvæðinu með skjálftamælingum. Þeir
töldu m.a. að jökulbergslag væri að finna neðarlega í
Austur-Landeyjum á um 80 m dýpi ( um 70 m undir
núverandi sjávarmáli). Lagið reyndist þykkast syðst,
JÖKULL 35. ÁR 89