Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 93
8. Mynd. ímyndað yfirborð Markarfljótsjökuls. Notað
er þversnið af Skeiðarárjökli, þar sem hann tekur að
breiða úr sér. Skyggðu svæðin eru laus jarðlög undir og
ofan á Kambagilshrauni. Fig. 8. An assumed. profile of
the former Markarfljót glacier margin-to- centre. The
profile is based on a measured profile of the Skeiðarár-
jökull glacier where it begins to spread. Shaded areas are
sediments under and above the Kambagil lava flow.
Haraldsson og Hans Palm (1980) töldu sig geta rakið
jökulbergslag frá jökulgarðinum milli Bakka og Lága-
fells, um 5-6 km upp eftir „dalnum“ undir Austur-
Landeyjum. Þeir urðu ekki varir við aðrar slíkar mynd-
anir neðar í setlagabunkanum. Pví má fastlega gera ráð
fyrir, að einu jökulmyndanirnar, sem vitað er um í
setlögunum undir Austur-Landeyjum, séu frá þeim tíma
er Markarfljótsjökullinn skreið fram. Hann virðist sýna
hámarksstærð eða hámarksútbreiðslu meginjökulsins á
síðasta jökulskeiði a.m.k. Petta styðst meðal annars við
þá staðreynd, að jarðlög norðan í Eyjafjöllum, sem
áður hefir verið lýst, virðast sum hver vera frá síðasta
jökulskeiði, en önnur eru enn eldri.
JÖKULGARÐARNIR Á SUÐURLANDI
Setlögin, sem mynduðust milli Markarfljótsjökuls og
Rangárvallajökuls, má rekja vestur Hraunin og virðast
þau tengjast ysta jökulgarðinum á Rangárvöllum. Sá er
áberandi stærstur jökulgarða á Suðurlandi. Nokkru ofar
en hann eru yngri garðar og minni. Þeir eru mismargir,
frá 3 upp í 7 þar sem þeir eru flestir. Ysti garðurinn er
mun ellilegri en þeir sem innar standa. Hér verður sá
ysti og stærsti nefndur Y-garður, en þeir sem innar
liggja M-garðar. Guðmundur Kjartansson (1943, 1958b,
1970) og Þorleifur Einarsson (1964, 1968) töldu, að þeir
væru allir hluti af svonefndri Búðaröð. Hún er kennd
við fossinn Búða í Þjórsá, en þar liggja M-garðarnir yfir
ána. Garðarnir eru sýndir á 9. mynd. Y-garðurinn liggur
vestur Rangárvelli, Land og Holt allt að Þjórsá. Fyrir
framan hann eru víðáttumiklir sandar, sem ná niður alla
Rangárvelli, Holt og Vestur-Landeyjar. Par sjást og enn
miklir farvegir eftir jökulvötn, sem komið hafa undan
jökuljaðrinum. Stærsti farvegurinn liggur niður hjá
Marteinstungu, Sumarliðabæ og niður á milli Ásmund-
arstaða og Hamrahóls. Par er farvegurinn allt að 3 km á
breidd.
Y-garðurinn finnst ekki milli Þjórsár og Hvítár. Hann
hefir legið einhvers staðar neðan við Laugarvatn og
Apavatn, líklega á móts við Mosfell. Sandarnir í ofan-
verðu Grímsnesi hafa myndast framan við hann, en
Laugarvatn og Apavatn eru í bæli hans. Malarhjallar og
jökulgarðar austan í Lyngdalsheiði (Haukur Jóhannes-
JÖKULL 35. ÁR 91