Jökull


Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 102

Jökull - 01.12.1985, Blaðsíða 102
Mynd 3. Kort af norðausturhorninu á Jan Mayen. Gígaröðin, hraunið og gjóskudreifin úr gosinu 1985, eins og það leit út úr lofti kl. 14:50 hinn 7. janúar, eru alveg á NA-horninu, litlu sunnar sjást hraunið og gígaröðin frá gosinu 1970. Hæðir og dýptir í metrum. Kort- ið er byggt á korti Norsk Polarinstitutt frá 1959. — Fig. 3. Map of the NE-corner ofJan Mayen. The crater row, the lava and the tephra from the 1985 eruption are show as the appeared from the air at 14:50 on the 7th of January. Just south of the new crater row, the 1970 eruption is shown. Height and depth in meters. The map is based on the topographic map ofJan Mayen produced by Norsk Polar- institutt (1959). fyrir heildarmagn gosefna, sem upp komu fram að kvöldi 7. janúar, en þá var framleiðsla gossins að því er virtist einungis smávægilegur gjóskumökkur. Þetta gos er því um tíundi hlutinn af meðaltalsgosi á eynni sam- kvæmt Imsland (1978). Upphaf gossins er ekki nákvæm- lega þekkt, en sé reiknað með að það hafi staðið í 35— 40 klst. er hér var komið sögu, þá hefur meðaltalsút- streymishraði kvikunnar verið a.m.k. 49-56 m3/sek. Það er rúmlega meðalrennslið, 43 m3/sek, í síðasta Kröflugosi, 4.-18. september 1984. Meðaltalsút- streymishraðinn var um 9 sinnum minni en í Heklugos- inu 1980, sem var óvenju mikill fyrir Heklugos. Þetta Heklugos var einnig mjög stutt, stóð aðeins í 3 daga. Meðaltalsútstreymishraði Jan Mayen gossins er töluvert meiri en var í Heklugosinu 1970 og Öskjugosinu 1961 og rúmlega 6 sinnum meiri en í Surtseyjargosinu 1963— 1967. Sprungurnar, sem opnuðust í Heklugosinu 1980 og í Kröflugosinu 1984, voru um 8 km langar. Jan Mayen sprungan var aðeins um 1 km. Ólíklegt er að umtalsverður víddarmunur sé á gossprungunum. Útstreymið hefur því átt sér stað á verulega minni gosrás í Jan Mayen gosinu en í Kröflu og Heklu 1980. Sé tekið mið af lengd gossprungnanna, kemur í ljós, að Heklugosið 1980 og Jan Mayen gosið 1985 hafa verið ámóta kröftug, bæði með meðaltalsútstreymi um það bil 55 m3/sek km, sem er rúmlega 10 sinnum meira en samsvarandi gildi fyrir Kröflugosið 1984. Þó þetta Jan Mayen gos sé eitt af stuttu gosunum í gossögu jarðarinn- ar, leynir sér ekki að það var allkröftugt á meðan það stóð. Sprungan, sem opnaðist í þessu gosi, stefnir um 15° sunnan við vestur. Hin almenna stefna gíga, gígraða og fjallshryggja á eynni og stefna eyjarinnar sjálfrar er hins vegar um 45° sunnan við vestur. Hér er því um 30° stefnumunur. Jan Mayen þverbrotabeltið (Bungum og Husebye, 1977), sem liggur við NA-horn eyjunnar stefn- ir aftur á móti um 25° norðan við vestur. Á milli þess og nýju sprungunnar er því um 40° stefnumunur. Á NA-horni Jan Mayen hefur gosið nokkrum sinnum áður og má greina a.m.k. 3—4 stuttar gígraðir með sömu stefnu og núverandi sprunga hefur (Roberts og Hawkins, 1965; Imsland, 1978). Þessi eldri gos hafa myndað allmikla hraunfláka, þar á meðal Kokssletta. Yfirleitt eru hraunin á Jan Mayen tiltölulega þykk, úfin apalhraun, en einmitt á NA-horninu eru þau frekar helluhraun. Kvikan virðist þar vera afar gasrík, þegar hún berst til yfirborðs og hafa myndast stórir flákar af „agglutinati" í hraununum, einkum nærri gígunum (Hawkins og Roberts, 1963). „Agglutinat“ finnst ekki annars staðar á eynni og gígar eru yfirleitt háir og brattir gjallgígar úr fremur grófu lausu gjalli. Þetta bendir til þess að kvikan í gosunum á NA-horninu freyði við afgösunina þegar hún kastast upp úr gígunum og falli glóandi heit og þjál til jarðar. Þessi hraun eru úr fremur þróuðu alkalíbasalti, hvað varðar efnasamsetningu, en annars eru hraunin á Beerenberg fremur frumstæð, Mg rík, alkalíbasölt og ankaramít (Imsland, 1984). Jarðskjálftarnir, sem fylgdu eða fóru á undan þessu gosi, voru óvenjulega sterkir af gosskjálftum að vera. Stærð þeirra sterkustu er talin vera um 5 stig á Richters- 100 JÖKULL 35. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.