Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 102
Mynd 3. Kort af norðausturhorninu á Jan
Mayen. Gígaröðin, hraunið og gjóskudreifin
úr gosinu 1985, eins og það leit út úr lofti kl.
14:50 hinn 7. janúar, eru alveg á NA-horninu,
litlu sunnar sjást hraunið og gígaröðin frá
gosinu 1970. Hæðir og dýptir í metrum. Kort-
ið er byggt á korti Norsk Polarinstitutt frá
1959. — Fig. 3. Map of the NE-corner ofJan
Mayen. The crater row, the lava and the tephra
from the 1985 eruption are show as the
appeared from the air at 14:50 on the 7th of
January. Just south of the new crater row, the
1970 eruption is shown. Height and depth in
meters. The map is based on the topographic
map ofJan Mayen produced by Norsk Polar-
institutt (1959).
fyrir heildarmagn gosefna, sem upp komu fram að
kvöldi 7. janúar, en þá var framleiðsla gossins að því er
virtist einungis smávægilegur gjóskumökkur. Þetta gos
er því um tíundi hlutinn af meðaltalsgosi á eynni sam-
kvæmt Imsland (1978). Upphaf gossins er ekki nákvæm-
lega þekkt, en sé reiknað með að það hafi staðið í 35—
40 klst. er hér var komið sögu, þá hefur meðaltalsút-
streymishraði kvikunnar verið a.m.k. 49-56 m3/sek.
Það er rúmlega meðalrennslið, 43 m3/sek, í síðasta
Kröflugosi, 4.-18. september 1984. Meðaltalsút-
streymishraðinn var um 9 sinnum minni en í Heklugos-
inu 1980, sem var óvenju mikill fyrir Heklugos. Þetta
Heklugos var einnig mjög stutt, stóð aðeins í 3 daga.
Meðaltalsútstreymishraði Jan Mayen gossins er töluvert
meiri en var í Heklugosinu 1970 og Öskjugosinu 1961 og
rúmlega 6 sinnum meiri en í Surtseyjargosinu 1963—
1967. Sprungurnar, sem opnuðust í Heklugosinu 1980
og í Kröflugosinu 1984, voru um 8 km langar. Jan
Mayen sprungan var aðeins um 1 km. Ólíklegt er að
umtalsverður víddarmunur sé á gossprungunum.
Útstreymið hefur því átt sér stað á verulega minni
gosrás í Jan Mayen gosinu en í Kröflu og Heklu 1980. Sé
tekið mið af lengd gossprungnanna, kemur í ljós, að
Heklugosið 1980 og Jan Mayen gosið 1985 hafa verið
ámóta kröftug, bæði með meðaltalsútstreymi um það bil
55 m3/sek km, sem er rúmlega 10 sinnum meira en
samsvarandi gildi fyrir Kröflugosið 1984. Þó þetta Jan
Mayen gos sé eitt af stuttu gosunum í gossögu jarðarinn-
ar, leynir sér ekki að það var allkröftugt á meðan það
stóð.
Sprungan, sem opnaðist í þessu gosi, stefnir um 15°
sunnan við vestur. Hin almenna stefna gíga, gígraða og
fjallshryggja á eynni og stefna eyjarinnar sjálfrar er hins
vegar um 45° sunnan við vestur. Hér er því um 30°
stefnumunur. Jan Mayen þverbrotabeltið (Bungum og
Husebye, 1977), sem liggur við NA-horn eyjunnar stefn-
ir aftur á móti um 25° norðan við vestur. Á milli þess og
nýju sprungunnar er því um 40° stefnumunur.
Á NA-horni Jan Mayen hefur gosið nokkrum sinnum
áður og má greina a.m.k. 3—4 stuttar gígraðir með
sömu stefnu og núverandi sprunga hefur (Roberts og
Hawkins, 1965; Imsland, 1978). Þessi eldri gos hafa
myndað allmikla hraunfláka, þar á meðal Kokssletta.
Yfirleitt eru hraunin á Jan Mayen tiltölulega þykk, úfin
apalhraun, en einmitt á NA-horninu eru þau frekar
helluhraun. Kvikan virðist þar vera afar gasrík, þegar
hún berst til yfirborðs og hafa myndast stórir flákar af
„agglutinati" í hraununum, einkum nærri gígunum
(Hawkins og Roberts, 1963). „Agglutinat“ finnst ekki
annars staðar á eynni og gígar eru yfirleitt háir og brattir
gjallgígar úr fremur grófu lausu gjalli. Þetta bendir til
þess að kvikan í gosunum á NA-horninu freyði við
afgösunina þegar hún kastast upp úr gígunum og falli
glóandi heit og þjál til jarðar. Þessi hraun eru úr fremur
þróuðu alkalíbasalti, hvað varðar efnasamsetningu, en
annars eru hraunin á Beerenberg fremur frumstæð, Mg
rík, alkalíbasölt og ankaramít (Imsland, 1984).
Jarðskjálftarnir, sem fylgdu eða fóru á undan þessu
gosi, voru óvenjulega sterkir af gosskjálftum að vera.
Stærð þeirra sterkustu er talin vera um 5 stig á Richters-
100 JÖKULL 35. ÁR