Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 105

Jökull - 01.12.1985, Síða 105
Leiðangur til Grímsvatna 1934 ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Menntaskólinn við Sund 104 Reykjavík GRÍMSVATNAGOSIÐ 1934 Þegar menn litu eldgosið í Grímsvötnum í maí 1983 varð þeim ljóst að þar gæti oft hafa gosið áður án þess að fólk í byggð hefði af því einhvern pata. Gosið í Grímsvötnum 1934 fór hins vegar ekki fram hjá lands- mönnum. Gosmökkurinn mældist 16—17 km hár og leiftur eða gosdrunur vöktu athygli manna víða á landinu. Gosið braust upp úr jöklinum fyrir alvöru 31. mars og þess varð síðast vart úr byggð 7. apríl. En í raun stóð það lengur. Jarðeldurinn braust vafalítið fram síðla í mars á botni Grímsvatnaöskjunnar og þegar leiðangur kom að Grímsvötnum 12. og 13. aprfl gaus þar enn. Gosið stóð því í 15—20 daga að minnsta kosti. Ennfrem- ur er vert að geta þess að eldsumbrotin 1934 voru ef til vill hluti goshrinu 1933—1954 (Haukur Jóhannesson 1984). Magn gosefna (gjósku) er talið hafa verið 10—20 milljón rúmmetrar (Sigurður Pórarinsson 1974). Er þá miðað við ösku og vikur á yfirborði Vatnajökuls. Rúm- mál gosefnahrauka í Grímsvötnum er óþekkt, en það er vafalítið ekki minna en ofangreindar tölur, ef miðað er við gjóskukeilur yfir þremur gosopum í 100-200 m djúpu vatni. Jóhannes Áskelsson segir frá þremur sprengiopum í íshellu Grímsvatna, þar af einu með eyju, eftir leiðangur seint í apríl 1934 (Jóhannes Áskels- son 1934a). Af meðaltalssamsetningu 10 sýna má ráða að gosefnin tilheyra hinni þóleiísku bergtegundaröð og er kvikan fremur þróað basalt, kvarts-þóleiít. (Karl Grönvold og Haukur Jóhannesson 1984). STAÐSETNING GRÍMSVATNA Af heimildum um gos í vestanverðum Vatnajökli má glögglega ráða að gosstöðvar eru bæði norðan og sunn- an við hina eiginlegu Grímsvatnsöskju, sem reyndar er samsett úr þremur öskjusigum (Sigurður Þórarinsson, 1974 og Kristján Sœmundsson 1982) í jöklinum eru ennfremur fleiri en eitt eldstöðvakerfi. Þess vegna má telja ruglinginn á legu Grímsvatna ekki aðeins stafa af fjarlægð þeirra frá byggð eða röngum upplýsingum 18. og 19. aldar könnuða og vísindamanna, heldur einnig af uppkomu elds á mjög mismunandi stöðum í jöklinum. Sem kunnugt er voru það Svíarnir Ygberg og Wadell er komu fyrstir að Grímsvötnum svo vitað sé, árið 1919 (Wadell, 1920). Þeim taldist svo til að Vötnin væru stór eldgígur. Gekk hann undir nafninu Svíagígur þar til leiðangur kom þar á ný árið 1934. Þar var á ferð fjögurra manna hópur undir forystu Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal, en hann var reyndur fjallamaður og jöklafari. Með honum voru í för Jóhannes Áskels- son, jarðfræðingur og forvígismaður um Grímsvatna- rannsóknir og svo Sveinn Einarsson, síðar veiðistjóri og Lýdía Pálsdóttir, leirkerasmiður. Eftir að Guðmundur og Jóhannes höfðu ritað nokkrar greinar um eldgosið 1934 og Grímsvötn, hófu menn að nota hið forna nafn aftur. Með þessari ferð var staðfest að Grímsvötn voru og eru virk eldstöð í Vatnajökli. Leiðangursmenn urðu líka fyrstu sjónarvottar að Grímsvatnagosi af jöklinum og gátu þeir lýst slíkum umbrotum, en menn höfðu fram að því ekki ljósa hugmynd um goshætti Grímsvatna- gosa. (Guðmundur Einarsson 1946, Jóhannes Askelsson 1934 (a/b)). DAGBÓKARBROT UM LEIÐANGURINN 1934 Ferð fjórmenninganna hófst 8. apríl og henni lauk 18. apríl. Sem áður segir birtust frásagnir af henni, bæði í dagblöðum, tímaritum og bókinni „Fjallamenn“ (Guð- mundur Einarsson, 1946). Nú hafa komið í leitirnar dagbókarbrot úr leiðangrinum. Lýdía Pálsdóttir skráði minnisatriði dag frá degi. Þessi litlu minnisbókarblöð eru þannig að varla er unnt að birta orðréttan texta; hann er í símskeytastíl, eitt og eitt orð útmáð og þýskar skammstafanir víða. Ég hef því valið þá leið að endur- segja ferðina samkvæmt orðum Lýdíu úr bókinni með hliðsjón af kaflanum um Grímsvatnagosið í „Fjalla- menn“, þannig að úr verði læsilegt mál. Af bókinni má ráða að Lýdía var 23 ára gömul, en Sveinn aðeins 17 ára. Hefur það væntanlega vakið enn meiri athygli á leiðangrinum en ella. AÐ GOSSTÖÐVUNUM Fyrsti áfangi ferðarinnar var Vík í Mýrdal. Notast var JÖKULL 35. ÁR 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.