Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 135

Jökull - 01.12.1985, Page 135
5. mynd. Kirkjuból komið á framtíðarstaðinn. Bláfell í baksýn t.v. 15. apríl 1979. Ljósm. Pétur Þorleifsson. Syðri álman er Nyrðri skriðjökullinn, sem fellur í Hvít- árvatn, afar mikið sprunginn neðra, svo sem alkunnugt er. Við förum nokkurn sveig upp á við og erum því langt fyrir ofan allar sprungur. Samt er upp mikla brekku að fara áður en komið er á hákoll fellsins. Skriðufell er mikið fjall, 1235 m hátt. Það er hvelmyndað, og ætíð er jökull upp á því, og allt á kafi jökulmegin, en austur- brún stendur framúr og suðurbrún að nokkru leyti. Nú þegar við komum þar, er alls staðar snjór hið efra. Virðist hann þykkur og sér hvergi í dökkan díl í brún- um. En útsýni er ágætt einkum til austurs. Nú erum við um 200 metrum hærri en Leggjabrjótur, og er gaman að horfa þangað niður. Má hann nú heita alþakinn snjó. Þó sést vel móta fyrir gígnum mikla, sem þar er í kolli. Inn til Kirkjubóls förum við sömu leið. Nú er dagur að kveldi kominn. Morguninn eftir, páskadag, var enn sama bjartviðrið en frost var mikið. Heimför var ákveðin þennan dag. Þótti ekki ráðlegt að geyma hana til annars páskadags, því aldrei er veðri að treysta. Var því búist til ferðar, og brátt stefnir öll lestin suður jökul. Á Langjökli voru þessa daga fleiri en kappsmenn að húsagerð. Bæði laugardag og sunnudag fengum við margar heimsóknir 6. mynd. Leiðangursmenn með létta sleða við Þursa- borg á heimleið 15. apríl 1979. Ljósm. Pétur Þor- leifsson. að Kirkjubóli og ýmsir komu í veg fyrir okkur á leiðinni suður jökul. Þeir komu úr ýmsum áttum, flestir langt að komnir, vestan úr Borgarfirði, norðan úr landi og frá ýmsum byggðum Suðurlands. Voru sleðamenn þannig á sveimi um jökulinn báða dagana. Vélsleðar eru gagnleg farartæki og skemmtileg. Ótrúlegt er hvað þá ber hratt yfir þegar hjarn er yfir öllu og vegur á alla vegu. Við förum nú hraðara en á leið inneftir, nú hallar undan brekku og þungaflutningur miklu minni. Voru flestir á skíðum og létu snjóbíla og vélsleða draga sig. Það var því líf og fjör á Langjökli þennan páskadag og hafa þá vart færri en 100 manns verið þar á ferð. Áfram var haldið nær stanslaust, því langt er innan af miðjum Langjökli og niður í Gjábakkahraun. Dag skal af kveldi lofa. Sólskin hélst fram eftir degi, en síðdegis fór að draga upp bliku, sem brátt byrgði sól. Um miðnætti var komið niður á Gjábakkaveg. Þá var loft orðið þungbúið og regn kom um nóttina. En það varð okkur ekki að meini. Ferðin hafði heppnast ágætlega. Við höfðum fengið illviðri fyrsta daginn. En kjörveður hina dagana bætti það margfaldlega. JÖKULL 35. ÁR 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.