Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 135
5. mynd. Kirkjuból komið á framtíðarstaðinn. Bláfell í
baksýn t.v. 15. apríl 1979. Ljósm. Pétur Þorleifsson.
Syðri álman er Nyrðri skriðjökullinn, sem fellur í Hvít-
árvatn, afar mikið sprunginn neðra, svo sem alkunnugt
er. Við förum nokkurn sveig upp á við og erum því langt
fyrir ofan allar sprungur. Samt er upp mikla brekku að
fara áður en komið er á hákoll fellsins. Skriðufell er
mikið fjall, 1235 m hátt. Það er hvelmyndað, og ætíð er
jökull upp á því, og allt á kafi jökulmegin, en austur-
brún stendur framúr og suðurbrún að nokkru leyti. Nú
þegar við komum þar, er alls staðar snjór hið efra.
Virðist hann þykkur og sér hvergi í dökkan díl í brún-
um. En útsýni er ágætt einkum til austurs. Nú erum við
um 200 metrum hærri en Leggjabrjótur, og er gaman að
horfa þangað niður. Má hann nú heita alþakinn snjó. Þó
sést vel móta fyrir gígnum mikla, sem þar er í kolli. Inn
til Kirkjubóls förum við sömu leið. Nú er dagur að
kveldi kominn.
Morguninn eftir, páskadag, var enn sama bjartviðrið
en frost var mikið. Heimför var ákveðin þennan dag.
Þótti ekki ráðlegt að geyma hana til annars páskadags,
því aldrei er veðri að treysta. Var því búist til ferðar, og
brátt stefnir öll lestin suður jökul. Á Langjökli voru
þessa daga fleiri en kappsmenn að húsagerð. Bæði
laugardag og sunnudag fengum við margar heimsóknir
6. mynd. Leiðangursmenn með létta sleða við Þursa-
borg á heimleið 15. apríl 1979. Ljósm. Pétur Þor-
leifsson.
að Kirkjubóli og ýmsir komu í veg fyrir okkur á leiðinni
suður jökul. Þeir komu úr ýmsum áttum, flestir langt að
komnir, vestan úr Borgarfirði, norðan úr landi og frá
ýmsum byggðum Suðurlands. Voru sleðamenn þannig á
sveimi um jökulinn báða dagana. Vélsleðar eru gagnleg
farartæki og skemmtileg. Ótrúlegt er hvað þá ber hratt
yfir þegar hjarn er yfir öllu og vegur á alla vegu. Við
förum nú hraðara en á leið inneftir, nú hallar undan
brekku og þungaflutningur miklu minni. Voru flestir á
skíðum og létu snjóbíla og vélsleða draga sig. Það var
því líf og fjör á Langjökli þennan páskadag og hafa þá
vart færri en 100 manns verið þar á ferð. Áfram var
haldið nær stanslaust, því langt er innan af miðjum
Langjökli og niður í Gjábakkahraun. Dag skal af kveldi
lofa. Sólskin hélst fram eftir degi, en síðdegis fór að
draga upp bliku, sem brátt byrgði sól. Um miðnætti var
komið niður á Gjábakkaveg. Þá var loft orðið þungbúið
og regn kom um nóttina. En það varð okkur ekki að
meini. Ferðin hafði heppnast ágætlega. Við höfðum
fengið illviðri fyrsta daginn. En kjörveður hina dagana
bætti það margfaldlega.
JÖKULL 35. ÁR 133