Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 141

Jökull - 01.12.1985, Page 141
f Minning: DR. TRAUSTI EINARSSON, PRÓFESSOR Fœddur 14. nóvember 1907 - Dáinn 25. júlí 1984 “Undramaður Trausti. Hann hefur vakið Geysi í Haukadal upp frá dauðum. Þér fáið hann.“ Þannig ávarpaði Sigurður Guðmundsson skólameistari okkur stærðfræðideildarnema fjórða bekkjar að hausti 1935. En þá var stærðfræðideild endanlega komin á laggirnar í MA. með tilkomu dr. Trausta Einarssonar sem aðal- kennara. Hann var þá nýkominn frá námi í Þýskalandi, tneð doktorsgráðu í stjörnufræði frá Göttingen. Trausti var afbragðs kennari, skýr og ákveðinn. Hann, stærðfræðikennarinn, lagaði framburð okkar Norðlendinganna. Við héldum fyrst í stað að hann ætlaði að innleiða einhvers konar þýskt “h“ en við nánari gát varð okkur ljóst að það var “h“ þeirra Vestmannaeyinga, við urðum að gera skýran greinar- mun á “kvað“ og “hvað“. Hann gerði okkur ljós skörp skil á milli þess að “vita“ og “vita ekki“. Við áttum svo að beita hugmyndaflugi á hið óþekkta og brjóta það niður. Gilti einu hvort verið var í kennslustofu eða úti í vetrarríki í Útgarðsferð. Hann var sannur vísindamað- ur, það leyndi sér ekki. Árið 1944 missti Akureyri tökin á honum. Hann var kallaður suður til að byggja upp með öðrum Verkfræði- deild Háskóla íslands. Eftir þennan ljóngáfaða elju- mann liggur geysimikið ævistarf. Að beita stærðfræði og eðlisfræði á torræð verkefni jarðvísinda var köllun hans. Yfirgripsmestu verkefni Trausta voru vafalítið mælingar á segulsviði berglaga og mælingar á þyngdarkrafti jarð- ar, og svo athugun varðandi fræðilegar kenningar um streymi heita vatnsins og ótal margt fleira. Trausti var stofnfélagi Jöklarannsóknafélags íslands og veitti félaginu forustu um skeið. Hann beitti sér fyrir vísindalegri rannsókn á jökulfarginu og á hreyfingum hafíssins. Trausti skrifaði mikið um loftslagsbreytingar í sambandi við mótun landsins. Innan vébanda félagsins átti ég mikið og gott samstarf við Trausta, svo það er margs að minnast og þakka að leiðarlokum. Það er vert að gefa því gaum, að nú undir lok júlímán- aðar, mældist einn daginn mestur hiti á landinu á Gríms- stöðum á Fjöllum, en á sama tíma var hafís að læðupok- ast upp að Gjögurtá. Fljótt á litið virðist þversögn í þessu. En þeir sem hafa kynnt sér rit Trausta, frá því fyrir röskum 30 árum, um hafís og vindstefnur á Grænlandshafi (t.d. Náttúrufr. ‘50), sjá strax að hér var að verki á báðum stöðum suðvestanáttin, sem hellti vætu dag eftir dag yfir Reyk- víkinga. Þetta er einfalt dæmi og auðskilið, en mér býður í grun að jarðvísindamenn eigi eftir á ókomnum árum að sækja fróðleik og hugdettufóður í ritverk dr. Trausta. Sigurjón Rist. Úr Degi á Akureyri 8. ágúst 1984. JÖKULL 35. ÁR 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.