Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 141
f
Minning:
DR. TRAUSTI EINARSSON, PRÓFESSOR
Fœddur 14. nóvember 1907 - Dáinn 25. júlí 1984
“Undramaður Trausti. Hann hefur vakið Geysi í
Haukadal upp frá dauðum. Þér fáið hann.“ Þannig
ávarpaði Sigurður Guðmundsson skólameistari okkur
stærðfræðideildarnema fjórða bekkjar að hausti 1935.
En þá var stærðfræðideild endanlega komin á laggirnar í
MA. með tilkomu dr. Trausta Einarssonar sem aðal-
kennara. Hann var þá nýkominn frá námi í Þýskalandi,
tneð doktorsgráðu í stjörnufræði frá Göttingen.
Trausti var afbragðs kennari, skýr og ákveðinn.
Hann, stærðfræðikennarinn, lagaði framburð okkar
Norðlendinganna. Við héldum fyrst í stað að hann
ætlaði að innleiða einhvers konar þýskt “h“ en við
nánari gát varð okkur ljóst að það var “h“ þeirra
Vestmannaeyinga, við urðum að gera skýran greinar-
mun á “kvað“ og “hvað“. Hann gerði okkur ljós skörp
skil á milli þess að “vita“ og “vita ekki“. Við áttum svo
að beita hugmyndaflugi á hið óþekkta og brjóta það
niður. Gilti einu hvort verið var í kennslustofu eða úti í
vetrarríki í Útgarðsferð. Hann var sannur vísindamað-
ur, það leyndi sér ekki.
Árið 1944 missti Akureyri tökin á honum. Hann var
kallaður suður til að byggja upp með öðrum Verkfræði-
deild Háskóla íslands. Eftir þennan ljóngáfaða elju-
mann liggur geysimikið ævistarf. Að beita stærðfræði og
eðlisfræði á torræð verkefni jarðvísinda var köllun hans.
Yfirgripsmestu verkefni Trausta voru vafalítið mælingar
á segulsviði berglaga og mælingar á þyngdarkrafti jarð-
ar, og svo athugun varðandi fræðilegar kenningar um
streymi heita vatnsins og ótal margt fleira.
Trausti var stofnfélagi Jöklarannsóknafélags íslands
og veitti félaginu forustu um skeið. Hann beitti sér fyrir
vísindalegri rannsókn á jökulfarginu og á hreyfingum
hafíssins. Trausti skrifaði mikið um loftslagsbreytingar í
sambandi við mótun landsins. Innan vébanda félagsins
átti ég mikið og gott samstarf við Trausta, svo það er
margs að minnast og þakka að leiðarlokum.
Það er vert að gefa því gaum, að nú undir lok júlímán-
aðar, mældist einn daginn mestur hiti á landinu á Gríms-
stöðum á Fjöllum, en á sama tíma var hafís að læðupok-
ast upp að Gjögurtá.
Fljótt á litið virðist þversögn í þessu. En þeir sem hafa
kynnt sér rit Trausta, frá því fyrir röskum 30 árum, um
hafís og vindstefnur á Grænlandshafi (t.d. Náttúrufr.
‘50), sjá strax að hér var að verki á báðum stöðum
suðvestanáttin, sem hellti vætu dag eftir dag yfir Reyk-
víkinga. Þetta er einfalt dæmi og auðskilið, en mér
býður í grun að jarðvísindamenn eigi eftir á ókomnum
árum að sækja fróðleik og hugdettufóður í ritverk dr.
Trausta.
Sigurjón Rist.
Úr Degi á Akureyri 8. ágúst 1984.
JÖKULL 35. ÁR 139