Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 144
Trausti með Leifi Ásgeirssyni á öðru námsári í Gött-
ingen.
íslendingar hafa gengið og klifrað jafn víða um landið
og hann.
Trausti Einarsson lést í Reykjavík 26. júlí 1984 eftir
langvarandi veikindi. Eftirlifandi kona hans er Nína
Þórðardóttir (f. 27. janúar 1915), dóttir Þórðar Sveins-
sonar yfirlæknis og prófessors og konu hans Ellen Jo-
hanne Kaaber. Trausti og Nína gengu í hjónaband 20.
janúar 1951 og eignuðust eitt barn, Kristínu Höllu (f. 7.
júlí 1951), sem er líffræðingur og gift Jóni Ingimarssyni
verkfræðingi.
KENNARI
Kennsla, fyrst á menntaskólastigi og síðar á háskóla-
stigi, var alla tíð aðalstarf Trausta Einarssonar. Þegar
hann hóf kennslu við stærðfræðideild Menntaskólans á
Akureyri kenndi hann 30 stundir á viku í stærðfræði,
eðlisfræði og stjörnufræði. Eins og svo algengt er um
kennara fer tvennum sögum af kennslu Trausta: sumum
féll hún afbragðs vel, öðrum miður. Ljóst er að hann var
mjög kröfuharður við nemendur sína og strangur, en
hann var enn kröfuharðari við sjálfan sig.
Það er erfitt að vera áhugavekjandi, fræðandi og
skemmtilegur til lengdar í 30 tíma menntaskólakennslu,
enda hefur Trausti vart talið það skyldu sína, a.m.k.
ekki skemmtilegheitin. Hins vegar fundu þeir sem raun-
verulegan áhuga höfðu á náttúruvísindum strax í
menntaskólakennslunni þá rannsóknarástríðu og áhuga
á eigin verkefnum sem alla tíð einkenndu Trausta. Eins
og aðrir sem haldnir eru rannsóknarástríðu hefur
Trausti örugglega oft óskað þess að vera laus við
kennsluna og getað helgað sig rannsóknunum óskiptur.
En þegar hann leit yfir farinn veg eftir áratuga kennslu
og rannsóknir segist hann hafa fundið jákvætt gildi
kennslunnar sem hvatningu til þekkingaröflunar, sem
tilbreytingu frá erfiðum rannsóknarstörfum, og sem
hugmyndagjafa í rannsóknum.
Trausti taldi að menntaskólar og aðrir framhalds-
skólar ættu að vera ein af þeim leiðum sem ungir
kennarar gætu farið eftir upp í æðri rannsóknarstofnanir
eins og Háskólann. Hann áleit menntaskólana ágæta
þroskabraut fyrir verðandi háskólakennara og mikil-
vægt að leið menntaskólakennara til Háskólans væri
haldið opinni og menn örvaðir til rannsókna innan
menntaskólanna. Sjálfur fór Trausti þessa leið, byggir
því á reynslu sinni, og er talandi dæmi um ágæti þeirrar
leiðar.
Ég kynntist Trausta fyrst verulega er ég sótti tíma hjá
honum í kúrs um innri gerð jarðar á vorönn 1976.
Kennsla Trausta í þessum kúrs var afburðagóð og
kennslustundirnar í heild ógleymanlegar. Kom þar
margt til en einkum þó brennandi og smitandi áhugi
Trausta á viðfangsefninu. Að auki voru allar aðstæður
og umhverfi eins og best verður á kosið: kennslustund-
irnar voru haldnar á notalegu heimili Trausta og Nínu,
og milli umræðnanna bar Nína fram kaffi og meðlæti.
Þessi umbúnaður ásamt þeirri tilfinningu að verið væri
að fást við þau verkefni sem máli skiptu, og af sannri
vísindaástríðu, gerðu fyrirlestra þessa einstaka í röð
þeirra sem ég sótti við Háskóla íslands. Trausti var
óhræddur við stóru vandamálin: uppruni sólkerfisins,
uppruni basaltkvikunnar, eðlisástand möttulsins undir
íslandi, eru sýnishorn af þeim verkefnum sem tekin
voru fyrir. Að baki fyrirlestrunum lá augljóslega geysi-
mikil vinna. Til dæmis fengu nemendur ljósrit af á
þriðja hundrað handskrifuðum blaðsíðum.
Ánægja Trausta af snörpum rökræðum naut sín vel í
fyrirlestrunum. Til þess að mynda sér skynsamlega
skoðun á vísindakenningum og tilgátum, sem og öðrum
málum, verða menn að kynna sér bæði meðrök og
mótrök. Að öðrum kosti þekkja menn ekki þá kenningu
sem þeir fylgja. Trausti var óþreytandi að tíunda mót-
rök gegn ýmsum viðteknum kenningum og skoðunum í
jarðfræði, og þó einkum þeim er snertu jarðfræði ís-
lands. Landreks- eða plötukenninguna, en fyrir and-
stöðu sína við hana var Trausti kunnastur síðustu árin,
bar þó aðeins einu sinni eða tvisvar stuttlega á góma. I
ljósi meðraka og mótraka var það nemendanna að vega
142 JÖKULL 35. ÁR