Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 146

Jökull - 01.12.1985, Síða 146
Við mælingu á seigju hraunsins í Öskjugosi 1961. Trausti notaði álskjöldinn til að verjast hitanum frá glóandi hrauninu. (Mynd: Birgir Kjaran, úr bók hans tyAuðnu- stundir“). leitar svo aftur til yfirborðs eftir sprungum og göngum. Áður höfðu menn talið að lághitinn, eins og háhitinn, væri tengdur kólnandi innskotum og grunnum kviku- hólfum. Þeirri tilgátu hafnaði Trausti, svo og hinni að gufan og heita vatnið væri ættað beint úr kólnandi innskotum. Rannsóknir síðustu áratugina á hlutfalli vetnis og tvívetnis í lághitavatni styðja eindregið kenningu Trausta um lághitann, svo og sú staðreynd að kvikan liggur það djúpt undir sumum helstu lághitasvæðunum að vandséð er hvernig úrkomuvatn ætti að komast í snertingu við hana. Tengsl ganga og sprungna við jarð- hitann eru nú höfð að leiðarljósi við könnun lághita- svæða, í samræmi við niðurstöður Trausta. Hin síðustu ár hafa menn gert sér betur grein fyrir því en áður hvernig lághitauppsprettur stjórnast af því landslagi sem jöklar ísaldar skópu og að þessi orkuuppspretta kunni því að vara skemur en áður var talið. Eldvirkni. Rannsóknir Trausta, Sigurðar Þórarins- sonar og Guðmundar Kjartanssonar á Heklugosinu 1947-48 voru ítarlegustu rannsóknir sem gerðar höfðu verið á íslensku gosi fram að þeim tíma. Þær rannsóknir sem Trausti fékkst einkum við í Heklugosinu voru efna- fræði kvikunnar, framleiðsluhraði í gosinu, flæðieigin- leikar hraunsins, sprengivirkni og eðli gosmakkar, afl- fræði eldgosa og frumorsakir eldvirkni. Trausti sýndi fram á að vatnsgufan í gosinu væri úrkomuvatn sem sigið hefði niður og inn í gosrásina á litlu dýpi, og að í þessu vatni liggi meginorsök sprengi- virkninnar í gosinu. Einnig fann hann að sprengitímabil hófst alltaf innan fárra daga frá nýju eða fullu tungli, en þá eru sameiginlegir flóðkraftar tungls og sólar (á skorp- una í þessu tilviki) mestir. Hann leiddi út líkingu til að meta seigju rennandi hrauns út frá flæðihraða þess, en einnig áætlaði hann seigjuna með því að reka járnstöng inn í hraunið. Þriðju aðferðinni til að áætla seigju beitti hann í Surtseyjargosinu, þar sem hann leiddi út líkingu fyrir sambandi öldulengdar á yfirborði hrauntjarnar og seigju kvikunnar. Allar ákvarðanir á seigju kviku eru mjög erfiðar, en niðurstöður Trausta eru áþekkar þeim sem fengist hafa við síðari mælingar, bæði hér á landi og erlendis. Sama er að segja um niðurstöður hans við mat á hitastigi hraunsins. Trausti reyndi að gera almenna grein fyrir eldvirkni íslands og skipti henni í tvennt: aðaleldvirkni og auka- eldvirkni. Aðaleldvirknin tók yfir sprungugos og dyng- jugos og tengdist beint við samfellt kvikulag undir landinu, en aukaeldvirknin var bundin við megineld- stöðvarnar og tengdist einstökum kvikuhólfum. Hann taldi eldgos verða með ákveðnu millibili þegar skorpan brysti undan skerspennu innan gosbeltanna. Kvikan væri þannig óvirk í myndun gosrásanna. Athuganir síð- ari ára benda eindregið til kvikulags undir landinu, þótt það sé á mun minna dýpi en Trausti hugsaði sér. Sú skipting eldvirkni sem hann aðhyllist var útbreidd á þeim tíma er Heklugosið varð en hefur nú vikið fyrir annarri þar sem sprungugos eru flest talin tengjast kvik- uhólfum, nema á einstökum svæðum gosbeltanna þar sem þau eru líklega beint úr kvikulaginu. Hvort kvikan brýtur sér af eigin rammleik leið til yfirborðs eða spenn- ur í skorpunni opna leið fyrir hana er enn óljóst, og eins víst að orsök og afleiðing skiptist á. Jarðlagahalli. Trausti varð fyrstur til að mæla halla jarðlaga á íslandi það víða að heildarmynd fékkst. Sýndu mælingar hans að víðast halla lögin ekki í átt að núverandi gosbeltum, eins og margir höfðu talið. Not- aði hann þessa niðurstöðu m.a. sem rök gegn fyrstu kenningunni um landrek á íslandi. Núna leggja menn minna upp úr jarðlagahallanum í umræðum um landrek eða plötuhnik á íslandi, einkum þar sem ljóst er að 144 JÖKULL 35. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.