Jökull - 01.12.1985, Page 147
Við jarðfræðirannsóknir hjá Krýsuvík, 1963.
gosbeltafærslur og fellingamyndanir gera öll einföld
landrekslíkön af landinu marklítil. ítarleg kortlagning
stórra landshluta á síðustu áratugum hefur fyllt inn í þá
mynd af halla jarðlaga sem Trausti gerði, en megin-
niðurstöður hans standa enn óhaggaðar.
Þyngdarmœlingar. Á árunum 1950-54 gerði Trausti
þyngdarmælingar á um 900 stöðum víðsvegar um land-
ið. Markmiðið var að gera almennt þyngdarkort af
landinu og, þar sem kostur var á þéttari mælistöðum, að
finna helstu staðbundnu þyngdarfrávikin. Nokkrar
þyngdarmælingar höfðu verið gerðar á íslandi annað
slagið frá síðustu aldamótum, en straumhvörf urðu með
mælingum fransk-íslenska leiðangursins 1950, þegar
mælt var á yfir 130 stöðum á suðurlandi og suðvestur-
landi. Þessum mælingum hélt Trausti svo áfram og lauk
þeim á fjórum árum. Mælingar Trausta leiddu í ljós
þyngdarlægð undir landinu, en einnig fann hann mörg
þau þyngdarfrávik sem einkenna stór innskot og megin-
eldstöðvar. Ritgerð Trausta og kort eru enn í dag ítar-
legustu birtu niðurstöðurnar um þyngdarsviðið á ís-
landi, og segir það nokkuð til um hvílíkt afrek þessar
mælingar hans voru á sínum tíma.
Bergsegulmœlingar. Árið 1953 hóf Trausti
kortlagningu stórra landshluta eftir segulstefnu í hraun-
lögum ásamt Porbirni Sigurgeirssyni eðlisfræðingi og
síðar prófessor. Hollenskur stúdent, Jan Hospers, hóf
slíkar mælingar hér á landi en Trausti og Þorbjörn héldu
þeim áfram. Eftir 1956 sá Trausti einn um
kortlagninguna, en Þorbjörn safnaði sýnum og mældi á
rannsóknarstofu. Kortlagningin leiddi í ljós nokkra tugi
umpólana eða segulmóta í löngum jarðlagasniðum víðs
vegar um landið. Einnig að meðalþykkt jarðlagasyrpa
með sömu segulstefnu er 200-350 m, og að meðalþykkt-
in fyrir syrpur með rétta og öfuga segulstefnu er áþekk.
Trausti birti margar greinar um þessar rannsóknir, en
dró allar helstu niðurstöðurnar saman, ásamt lýsingu á
jarðlagaskipan, landmótun og bergmótun, í bók sem
Vísindafélagið gaf út 1962.
Eftir að Trausti lauk að mestu við segulstefnumæl-
ingar sínar hefur mikið starf verið unnið á þessu sviði
hér á landi, og þá með fullkomnari mælitækjum því
Trausti notaði aðeins venjulegan áttavita. Niðurstöður
Trausta og jarðfræðilýsingar standa þó enn fyrir sínu,
svo langt sem þær ná, og hefur mátt nota bók hans frá
1962 að nokkru sem handbók við síðari rannsóknir.
Myndun móbergs. Meðal yngri jarðfræðinga er
Trausti einkum kunnur fyrir tvennt: gagnrýni sína á
móbergskenningu Guðmundar Kjartanssonar, og fyrir
andmæli sín gegn landrekskenningunni. Þótt rök þau
sem Trausti færði gegn landreki hafi ekki staðist tímans
tönn, verður að telja að meginatriðin í gagnrýni hans á
móbergskenninguna standi enn.
Til að leggja skynsamlegt mat á gagnrýni Trausta
verða menn auðvitað að átta sig á því um hvað deilan
snýst. Deilan snýst ekki um það hvort móbergsfjöll
myndist í vatni — um það eru allir sammála — heldur
hitt hvort gos undir þykkri íshellu jökulskeiða hefði náð
að bræða sig upp í gegnum íshelluna og hlaða upp
móbergsfjalli í því vatni sem þannig myndaðist. Margir
virðast halda að Surtseyjargosið hafi sannað móbergs-
kenningu Guðmundar, en það er mikill misskilningur.
Surtseyjargosið sýndi aðeins að móbergsfjöll geta mynd-
ast í vatni (sjó) og um það standa engar deilur lengur.
Aflfræðilegir eiginleikar íshellu eru augljóslega allt aðrir
en eiginleikar vatns, og rök Trausta gegn móbergskenn-
ingu Guðmundar eru fyrst og fremst afl- og varmafræði-
leg. Trausti afsannaði auðvitað ekki móbergskenning-
una, því ávallt má deila um þær forsendur og nálganir
sem notaðar eru í líkönum eins og því sem Trausti
notaði við reikninga sína. En út frá líkaninu leiddi hann
rök að því að þungi og styrkleiki ísaldarjökulsins myndi
venjulega kæfa gosið í fæðingu, og ef gosið næði á annað
borð að bræða sig gegnum íshelluna myndi opið sem
þannig myndaðist verða álíka vítt og þykkt jökulsins.
Þvermál stapa er oft 10 til 20-föld hæð þeirra (þykkt
jökulsins) og eru verulegir varmafræðilegir erfiðleikar á
að fá það hlutfall út frá móbergskenningunni. Trausti
hefur einnig sýnt fram á að sum móbergsfjöll eru orðin
JÖKULL 35. ÁR 145