Jökull


Jökull - 01.12.1985, Side 150

Jökull - 01.12.1985, Side 150
Minning DR. TRAUSTI EINARSSON PRÓFESSOR Bestu fiskimið eru sögð vera á mótum tveggja haf- strauma. Á sama hátt sýnir saga jarðfræðinnar, að þeir vísindamenn hafa oft markað dýpst framfaraspor sem sameinað hafa kunnáttu tveggja eða fleiri sérgreina. Á fyrri hluta þessarar aldar varð t.d. jarðefnafræðin til, þegar kunnáttumenn í efnafræði, eins og Goldschmidt, Niggli eða Holmes, beittu þeirri kunnáttu sinni við lausn jarðfræðilegra viðfangsefna. Og á síðari árum hafa eðlis- fræðingar valdið gerbyltingu í jarðvísindum með sínum aðferðum, og jarðeðlisfræði er orðin sjálfstæð fræði- grein. Trausti Einarsson gerðist jarðfræðingur eftir óvenjulegri leið, sem reyndist bæði styrkur hans og veikleiki. Og svo var raunar um marga fleiri íslenska jarðvísindamenn sem numið höfðu aðrar greinar í há- skóla, en hlýddu síðan „kalli landsins", ef svo má segja, þegar heim kom. Nægir þar að nefna flesta hina eldri jarðeðlisfræðinga vora. Þegar Trausti Einarsson varð sjötugur, hélt Jarð- fræðafélag íslands tveggja daga ráðstefnu honum til heiðurs, í nóvember 1977. Við lok ráðstefnunnar flutti Trausti sjálfur yfirgripsmikla ræðu, þar sem hann sagði m.a. nokkuð frá drögum þess að hann fór að fást við jarðfræði, og frá afstöðu sinni til vísindanna. Trausti hafði lokið doktorsnámi í stjörnufræði frá háskólanum í Göttingen. Með því að ekki var um starf að ræða á því sviði, eins og hann raunar hafði fyrirfram vitað, gerðist hann menntaskólakennari á Akureyri þegar heim kom árið 1935, við nýstofnaða stærðfræðideild þar. Og með því að áhöld eða tækifæri til stjarnfræðirannsókna voru engin, en rannsóknaáhugi og forvitni Trausta óbilandi, og átti eftir að endast til æviloka, fór hann að skoða fjöllin í kring í frístundum og spá í myndun þeirra og þróun landslagsins. Ekki líkaði öllum jafnvel þetta ráðs- lag hans. Trausti sagði svo frá: „Sigurður Guðmundsson skólameistari vitnaði ailoft í þessa setningu eftir Goethe, „In der Begrenzung liegt der Meister". Til þess að verða meistarar eða snillingar, verða menn að kunna að takmarka sig. Stundum sagði hann þetta beint við mig og var þetta þá velmeint bending til mín, eftir að ég var farinn að daðra við jarðfræðina. Skólameistari var vanur að láta hringja á Sal sem kallað var, þegar einhver kennaranna átti af- mæli. Ég fékk líka minn skerf af þessu og einu sinni hóf hann afmælisávarpið með þessum orðum, „Trausti hef- ur hjákonu“, hafði svo hæfilega langa þögn, áður en hann bætti við „og hún heitir jarðfræði. Það er varasamt að hafa hjákonu og mikill vandi að sigla skipi sínu þá heilu í höfn““. Þetta ástarsamband Trausta átti eftir að endast hon- um ævina, enda dreymdi hann, að eigin sögn, ekki um neina meistara- eða snillingstign. Þegar hér var komið sögu var hann raunar orðinn landsfrægur af því að „endurvekja Geysi“, fyrir tilstilli Jóns frá Laug og Sig- urðar Jónassonar. Rannsóknir Trausta við Geysi vöktu með honum forvitni um jarðhitann og leiddu þær athug- anir til nýrrar kenningar hans um það efni sem birtist í frægri grein, „Úber das Wesen der heissen Quellen Is- lands (1942). Geysisrannsóknirnar urðu raunar til þess að vekja áhuga Trausta á jarðfræði almennt: hann hafði nálgast Geysi að vissu leyti sem stjarnfræðingur, því hegðun vissra tegunda stjarna hafði verið líkt við gos- hveri, en könnun hans á jarðhita varð til þess að spurn- ingar um jarðfræði gagntóku huga hans. Meðan Trausti var menntskólakennari á Akureyri óx svo með honum áhugi á jarðfræði, að hann gat sagt við Leif Ásgeirsson, vin sinn og skólabróður frá Göttingen, að nú væri hann svo djúpt sokkinn í jarðfræðifenið að hann næði sér ekki upp úr því aftur, og fékk ársleyfi frá kennslu 1942—43 til að stunda jarðfræðinám við há- skólann í Glasgow. Upp úr því skrifaði hann ritgerð um tilurð móbergsins þar sem sett er fram sú kenning að móbergstúff myndist í eldgosum þar sem kvikan kemur upp sem glerbrotagrautur. Myndun móbergsins hafði áður verið skýrð sem gos undir vatni, og um svipað leyti kom fram stapakenning Guðmundar Kjartanssonar, og eru báðar þær hugmyndir nú viðurkenndar orðnar. Trausti, hinn harði baráttumaður, lét sig samt ekki í þessu efni fyrr en mörgum árum síðar, og sætti sig raunar aldrei við það að eldgos gætu orðið undir jökli. Vopnaður nýrri kunnáttu frá Glasgow leigði Trausti sér kompu á Akureyri til þunnsneiðagerðar og -skoðunar, en eftir árið tók líf hans nýja stefnu: menntamálaráð- herra kallaði hann suður til að kenna verkfræðistúdent- um, en þeim voru nú lokuð sundin til Kaupmannahafn- ar vegna stríðsins. Ári síðar var Verkfræðideild stofnuð með lögum, og Trausti gerður að deildarforseta ofan á 12 tíma kennsluskyldu, og gafst nú lítill tími til rann- sókna. En örlögin láta ekki að sér hæða, því Heklugosið 148 JÖKULL 35. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.