Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 151

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 151
1947 tendraði áhugann á ný, og í þeim geysiviðamiklu rannsóknum á því gosi, sem í hönd fóru, var Trausti meðal hinna allra virkustu. Hann ritstýrði, ásamt Sig- urði Þórarinssyni og Guðmundi Kjartanssyni, hinni miklu ritröð, sem Vísindafélagið gaf út um Heklugosið 1947-48, og skrifaði þar sjálfur 6 ritgerðir um hin margvíslegustu efni. í rannsóknum sínum á Heklugos- mu reyndi Trausti einkum að ákvarða ýmsa eðlisþætti í sambandi við gosið: efnasamsetningu gosefnanna og orsakir þess að hún breyttist eftir því sem á gosið leið, hæð gosmakkar og rishraða (með hjálp fyrstu ljós- mynda), hitastig hraunsins, seigju þess og streymi á tímaeiningu, og loks orsakir alls þessa: hvernig og hvers vegna eldgos verða. Ekki er mér kunnugt um að þessar rannsóknir Trausta hafi valdið neinum straumhvörfum; hins vegar bera þær vott um framsækni hans í rannsóknunum, því hann fylgdist jafnan vel með því hvað helst var á döfinni erlendis í fræðunum, og stefndi hátt með því að leitast við að svara ákveðnum grundvall- arspurningum, helst á tölulegan hátt. f vísindalegri að- ferð sinni var hann sannarlega á undan öðrum íslensk- um jarðfræðingum. Trausti tók einnig nokkurn þátt í rannsóknum á Surtseyjar- og Heimaeyjargosunum. Áhuginn beindist sem fyrr að þáttum eins og hitastigi, seigju og gasinni- haldi kvikunnar, en við Heklu hafði hann komist að því að hitastigið hækkaði eftir því sem á gosið leið og skýrði það með oxunar- og kristöllunarvarma. Ennfremur færði hann að því rök, að með því að mæla rúmmál holrýmis í blöðróttum vikri, og uppleyst vatn í fersku glerinu, mætti komast nálægt upphaflegu hlutfalli lofttegunda í kvikunni. Hvorug þessara hugmynda átti vinsældum að fagna meðal annarra jarðfræðinga. Þátt- taka Trausta í þessum síðari eldgosarannsóknum var mun viðaminni en fyrr, enda var hann aftur orðinn forseti Verkfræðideildar og hafði lítinn tíma þegar Surtsey gaus, og önnur viðfangsefni höfðu tekið hug hans; mér er samt minnisstætt þegar hann var að mæla seigjuna í hinu rennandi Surtseyjarhrauni með „pene- trometer” sínum, járnfleini sem hann rak í kvikuna en hlífði sér gegn hitanum með álskildi. Seigjumæli þennan hafði Trausti hannað í Heklugosinu og staðlað með því að reka hann í ýmis efni með þekktri seigju, t.d. tjöru. í Surtsey var kvikan hins vegar mörgum stærðargráðum minna seig en bæði tjara eða Hekluhraun, og var Trausti því óviðbúinn og nærri kominn ofan í hraunstrauminn á eftir „penetrometernum". Þau fjögur rannsóknaverkefni, sem lengst munu halda nafni Trausta á lofti, hefðu hvert fyrir sig nægt meðalmanni til frægðar: Kenning hans um jarðhitann, sem áður var nefnd, var fullkomið nýnæmi á sínum tíma og hefur orðið að leiðarljósi flestum frekari jarðhita- rannsóknum síðan. Hún fékk staðfestingu með síðari rannsóknum, ekki síst hinni umfangsmiklu könnun vetnissamsæta í vatni sem Bragi Árnason vann á 7. og 8. áratugnum. Hin þrjú eru þyngdarkort af íslandi sem út kom árið 1954, og er ótrúlegt eins manns verk, jarð- fræðikortun með bergsegulmælingum, sem Trausti hóf ásamt Þorbirni Sigurgeirssyni, og kort hans yfir jarð- lagahalla og forna sjávarstöðu á íslandi. Allar beinast þessar rannsóknir markvisst að ákvörðun vissra grund- vallarþátta í jarðfræði og jarðsögu landsins. Þyngdar- kortið sýndi, að undir landinu er eðlisléttur sökkull, sem Trausti túlkaði á sína vísu. Út frá halla- og sjávarstöðu- mælingum dró hann ályktanir um rishraða landsins eftir ísöld, seigju möttulsins undir landinu, og hniksögu landsins. Bergsegulmælingarnar tóku þeir Þorbjörn og Trausti upp um miðjan 6. áratuginn eftir að hollenskur jarðfræðistúdent á vegum próf. van Bemmelen í Ut- recht og dr. Runcorns í Englandi, Jan Hospers, hafði fundið að flokka má bergstaflann í rétt- og öfugt segul- magnaðar syrpur. Var hér fundin öflug aðferð til að kortleggja í steingervingalausu landi, og þeir félagar fljótir að átta sig á því, enda er þessi aðferð nú ein hin helsta sem notuð er við kortun basaltstaflans. Frumherj- ar bergsegulmælinga kunnu ekki aðra aðferð en að flytja með sér á rannsóknastofu stór bergsýni, sem lega þeirra hafði verið fullkomlega ákvörðuð, og mæla segul- stefnuna þar. Trausti komst að því, að nota mátti ein- faldan áttavita til að mæla á staðnum hvort sýnið var rétt eða öfugt segulmagnað, sem að sjálfsögðu margfaldaði afköstin við kortlagninguna. í ritinu Upper Tertiary and Pleistocene rocks in Iceland (1962) gerði hann grein fyrir segulkortun sinni um allt land. Hefur mæliniður- stöðum hans í fáu verið haggað, þótt síðar hafi ýmsar þessar mælingar verið endurteknar með fullkomnari tækjum. Um allt þetta skrifaði Trausti margar greinar, svo og um ýmis önnur efni, enda er hann í hópi afkasta- mestu rithöfunda í stétt hérlendra jarðfræðinga. Sagt er, að sístöðukenningin sé helsta framlag James Huttons til jarðfræðinnar, en hann hefur verið kallaður faðir nútíma jarðfræði. Hutton var vinur James Watt, þess sem fann upp gufuvélina, en hún byggir sem kunn- ugt er á röð ferla sem mynda lokaða hringrás. Hutton áttaði sig á því, að sama máli gildir um jarðfræðileg ferli: orð hans „The present is a key to the past“, eða nútíðin er lykill að skilningi á fortíðinni, vísar til þessa. Honum skildist, að þróun jarðarinnar er eilíf hringrás, „án sýnilegs upphafs eða enda“: skeljar í setlögum fellingafjalla eru til marks um það, að áður var set þetta á sjávarbotni, en veðrun mun með tíð og tíma rjúfa þau niður að nýju og breyta í set, sem síðan mun lyftast upp að nýju í fellingamyndunum. Þessi hugsun Huttons hefur oft gleymst jarðfræðingum, og vel má vera að JÖKULL 35. ÁR 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.