Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 29

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 29
Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárlagagerð er tiltölulega ný af nálinni í umræðunni um hagstjórn ríkja. Silja Bára Ómarsdóttir, verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu, fjallar um tilraunaverkefni norrænu ráðherranefndarinnar og skyldur Íslands í því sambandi. Norræna ráðherranefndin hefur skuldbundið sig til að innleiða samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða á öllum starfssviðum nefndarinnar. Þetta á einnig við um opinberar fjárhagsáætlanir.1 Í framkvæmdaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem gildir frá 2001-2005 er kynjuð hagstjórn eitt af þremur aðalmarkmiðum. Til þess að inn- leiða þessa aðferð í fjárlögum aðildarríkja nefndarinnar hefur samnorrænu þróunarverkefni (pilot project) verið ýtt úr vör. Í verkefninu felst að hvert Norðurlandanna gerir úttekt á hluta af fjárlögum sínum út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði, en tilgangurinn er að þróa aðferðir til að meta áhrif fjárlaga Norðurlandanna á jafnrétti kynjanna. Undirbúningur verkefnisins stóð yfir á árunum 2002- 2004, en í ár var Catharina Brottare Schmitz ráðin til starfa sem verkefnisstjóri til að samræma lokavinnu verkefnisins. Úttekt á almannatryggingakerfinu Til að uppfylla skyldur Íslands gagnvart norrænu ráðherranefndinni er verkefni í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum til næstu fjögurra ára sem lýtur að kynjaðri hagstjórn, eða samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárlagagerð.2 Íslenska verkefnið felst í úttekt á almannatryggingakerfinu og því hvernig fjárhagslegum úrræðum er skipt milli kynjanna. Þetta er einmitt eitt af grundvallaratriðum kynj- aðrar hagstjórnar, þ.e. að „skilgreina mismunandi áhrif fjárveitinga á konur og stúlkur samanborið við karla og drengi.“3 Sérstaklega verður litið til fjárveitinga til aldraðra og öryrkja, en í fjárlögum ársins 2004 eru áætlaðar greiðslur til aldraðra 17.324 millj. kr. og 9.753 millj. kr. til öryrkja. Verkefnið leitar svara við spurningum á borð við: • Hversu margir aldraðir/öryrkjar eru í markhópnum? • Hver eru kynjahlutföllin í markhópunum? • Hvernig hefur hópurinn breyst í gegnum tíðina? Hafa breytingar á lögum/reglugerðum haft áhrif á samsetningu hópsins? • Er samræmi milli pólitískra markmiða og staðreynda? • Endurspegla fjárlögin pólitískar ákvarðanir? • Eru úrræði notuð á þann veg sem ætlað var? Meðal þess sem þegar hefur komið í ljós er að konur eru miklum mun fleiri í hópi ellilífeyrisþega sem þiggja lífeyri eingöngu frá almanna- tryggingum.4 Því hljóta allar breytingar á lífeyrisgreiðslum almanna- trygginga að hafa hlutfallslega meiri áhrif á konur en karla. Fjárlagagerð er flókið ferli. Eins og gildir um svo margt annað þá er það líka íhaldssamt ferli í eðli sínu. Rhonda Sharp hefur borið fjárlagagerð með kynja- og jafnréttissjónarmiðum saman við það sem er kallað „output and outcomes budgeting“, en því ferli (sem er kallað 3E) er lýst í meðfylgjandi mynd.5 Það sem bætist við með kynjasjónarmiðum er eitt e-ið enn, þ.e. „equity“. Þannig fæst ferli sem snýst um: hagkvæmni, skilvirkni, árangur og sanngirni/réttlæti. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu OECD og norrænu ráðherranefndarinnar í nóvember 2000 að fram til þessa hefðu kynja- og jafnréttissjónarmið ekki verið höfð í huga við gerð fjárlaga, né hafi verið gerðar úttektir á því hver áhrif fjárlaganna væru á kynin.6 Hann bætti því við að væri slík aðferðafræði gerð nógu einföld ætti að vera auðvelt að innleiða hana. Vonandi er þetta rétt, því bæði karlar og konur og samfélagið í heild myndu njóta góðs af fjárlögum sem eru meðvitað unnin með áhrif þeirra á bæði kynin í huga. Árangurinn ætti að vera augljós, bæði fyrir ráðherra fjármála og jafnréttismála. Kynjuð hagstjórn 1 Sigurður Helgason, http://www.jafnretti.is/gogn/radstefnur/likestilling SigHelgason.pdf. 2 Þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára http://www.althingi.is/altext/130/s/1870.html, verkefni 24. 3 Helga Jónsdóttir, http://www.jafnretti.is/gogn/radstefnur/jafnrettisthing hj.ppt. 4 Social Tryghed i de nordiske lande; Omfang, udgifter og finansiering 2000, Nordisk Socialstatistisk Komité (Kaupmannahöfn, 2002), bls. 123. 5 Rhonda Sharp, „Budgeting for Equity: Gender budget initiatives within a framework of performance oriented budgeting“, UNIFEM Gender Responsive Budget Program, 2003. 6 Geir H. Haarde, „Opening statement at the Nordic Council of Ministers and OECD Conference on Gender Mainstreaming“, París, 23. nóvember 2000. policy aims and objectives $ inputs outputs outcomes economy efficiency effectiveness performance criteria external influences 28 29

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.