Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 50

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 50
Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur og nýráðin framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, hefur á undanförnum mánuðum unnið að rannsókn á samþættingu jafnréttissjónar- miða í íslensku friðargæslunni. Hér reifar Birna helstu niður- stöður rannsóknarinnar og þróun íslensku friðargæslunnar síðustu ár með tilliti til kynjasjónarmiða. Rannsóknin er unnin fyrir UNIFEM á Íslandi og Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum fyrir tilstyrk utanríkisráðuneytisins. Starfsemi íslensku friðargæslunnar hefur orðið umfangsmeiri á undan- förnum árum en þó hefur konum fækkað hlutfallslega á viðbragðslista gæslunnar. Auk þess hafa nú færri konur en áður tækifæri til að starfa á hennar vegum. Til að bregðast við þessari þróun þarf utanríkisráðuneytið að standa við sett markmið um jafnrétti kynjanna í starfi ráðuneytisins og uppfylla ákvæði ályktunar öryggisráðsins nr. 1325, ályktun sem íslensk stjórnvöld hafa veitt sérstakan stuðning á alþjóðavettvangi. Nú ríður á að jafnréttissjónarmið séu samþætt starfsemi íslensku friðargæslunnar. Þróun síðustu ára Íslensku friðargæslunni hefur vaxið fiskur um hrygg frá stofnun hennar í september 2001. Fyrstu árin snerist starfsemin aðallega um að senda borgaralega sérfræðinga í einstaka stöður hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE), NATO og Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Til að mynda hefur UNIFEM á Íslandi átt samstarf við utanríkisráðuneytið á sviði friðargæslu samfleytt frá árinu 1999 þegar Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og stjórnarkona í UNIFEM, tók við stöðu verkefnisstjóra UNIFEM í Kósóvó. Á síðustu tveimur árum hefur íslenska friðargæslan hins vegar tekið að sér tvö umfangsmikil verkefni sem hafa haft mikil áhrif á starfsemi og yfirbragð hennar. Áhersla á samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslenskri stjórnsýslu, sem og á vettvangi friðargæslumála, hefur farið vaxandi. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi, sem fjallað var ítarlega um í síðasta tölublaði tímarits UNIFEM, var samþykkt í október árið 2000 sem algert lykilskjal varðandi mikilvægi samþættingar jafnréttis- sjónarmiða í friðargæsluaðgerðum. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa fulltrúar íslenskra stjórnvalda haldið ályktun nr. 1325 á lofti. Meðal annars ávarpaði fastafulltrúi Íslands hjá SÞ sérstakan fund öryggisráðsins í október í fyrra þegar samþykktar ályktunarinnar var minnst. Markmið rannsóknar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni var að draga saman þróun undanfarinna ára, vöxt íslensku friðargæslunnar annars vegar og aukna áherslu á samþættingu jafnréttissjónarmiða hins vegar. Leitast var við að varpa ljósi á starfsemi og þróun íslensku friðargæslunnar með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og koma með tillögur að bættum starfsaðferðum til að tryggja samþættingu og eftirfylgni við ályktun nr. 1325. Jafnréttissjónarmið skortir Úr rannsókn á samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni í íslensku friðargæslunni Lj ós m yn d : N ín a B jö rk J ón sd ót tir /K ab úl , A fg an is ta n 50 51

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.