Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 50

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 50
Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur og nýráðin framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, hefur á undanförnum mánuðum unnið að rannsókn á samþættingu jafnréttissjónar- miða í íslensku friðargæslunni. Hér reifar Birna helstu niður- stöður rannsóknarinnar og þróun íslensku friðargæslunnar síðustu ár með tilliti til kynjasjónarmiða. Rannsóknin er unnin fyrir UNIFEM á Íslandi og Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum fyrir tilstyrk utanríkisráðuneytisins. Starfsemi íslensku friðargæslunnar hefur orðið umfangsmeiri á undan- förnum árum en þó hefur konum fækkað hlutfallslega á viðbragðslista gæslunnar. Auk þess hafa nú færri konur en áður tækifæri til að starfa á hennar vegum. Til að bregðast við þessari þróun þarf utanríkisráðuneytið að standa við sett markmið um jafnrétti kynjanna í starfi ráðuneytisins og uppfylla ákvæði ályktunar öryggisráðsins nr. 1325, ályktun sem íslensk stjórnvöld hafa veitt sérstakan stuðning á alþjóðavettvangi. Nú ríður á að jafnréttissjónarmið séu samþætt starfsemi íslensku friðargæslunnar. Þróun síðustu ára Íslensku friðargæslunni hefur vaxið fiskur um hrygg frá stofnun hennar í september 2001. Fyrstu árin snerist starfsemin aðallega um að senda borgaralega sérfræðinga í einstaka stöður hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE), NATO og Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Til að mynda hefur UNIFEM á Íslandi átt samstarf við utanríkisráðuneytið á sviði friðargæslu samfleytt frá árinu 1999 þegar Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og stjórnarkona í UNIFEM, tók við stöðu verkefnisstjóra UNIFEM í Kósóvó. Á síðustu tveimur árum hefur íslenska friðargæslan hins vegar tekið að sér tvö umfangsmikil verkefni sem hafa haft mikil áhrif á starfsemi og yfirbragð hennar. Áhersla á samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslenskri stjórnsýslu, sem og á vettvangi friðargæslumála, hefur farið vaxandi. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi, sem fjallað var ítarlega um í síðasta tölublaði tímarits UNIFEM, var samþykkt í október árið 2000 sem algert lykilskjal varðandi mikilvægi samþættingar jafnréttis- sjónarmiða í friðargæsluaðgerðum. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa fulltrúar íslenskra stjórnvalda haldið ályktun nr. 1325 á lofti. Meðal annars ávarpaði fastafulltrúi Íslands hjá SÞ sérstakan fund öryggisráðsins í október í fyrra þegar samþykktar ályktunarinnar var minnst. Markmið rannsóknar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni var að draga saman þróun undanfarinna ára, vöxt íslensku friðargæslunnar annars vegar og aukna áherslu á samþættingu jafnréttissjónarmiða hins vegar. Leitast var við að varpa ljósi á starfsemi og þróun íslensku friðargæslunnar með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og koma með tillögur að bættum starfsaðferðum til að tryggja samþættingu og eftirfylgni við ályktun nr. 1325. Jafnréttissjónarmið skortir Úr rannsókn á samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni í íslensku friðargæslunni Lj ós m yn d : N ín a B jö rk J ón sd ót tir /K ab úl , A fg an is ta n 50 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.