Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 19
The world was all before them, where to choose
Their place of rest, and Providence their guide:
They hand in hand, with wand’ring steps and slow,
Through Eden took their solitary way.
Öll lá nú opin
og öndverð þeim
hin víða veröld,
svo velja máttu
hvern sem helst vildu,
hvfldarstað sér,
og til aðseturs
í að búa;
himins Forsjón holl
var þeim handleiðir.
Þannig gengu þau
nú þar bæði,
og hélt hvort þeirra
í hönd öðru,
fóru þau svo fram
fetum seinum
einmana útaf
Edens fold.
IX
Eins og fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Helgasonar er Paradísarmissir
ekki þýddur úr frummálinu. Jón studdist í fyrstu við dönsku þýðinguna sem
nefnd er, en síðar meir við þýska þýðingu eftir Friedrich W. Zacharia. Þeir
tveir textar sem standa saman hér að framan mættust aldrei í huga Jóns
Þorlákssonar. Það er býsna algengt í íslenskri bókmenntasögu að verk séu
þýdd úr millimálum; ýmist þannig að þýddur er einn tiltekinn millitexti eða
höfð hliðsjón af ýmsum þýðingum á öðrum málum. Þetta gildir til dæmis um
atkvæðamesta samtímaþýðanda okkar, Helga Hálfdanarson, sem víkur
glettnislega að slíku hlutskipti í stuttum eftirmála með þýðingu sinni á
Kóraninum: „Þýðandi þessarar bókar hefur stundum kallað það sérgrein sína
að þýða úr málum sem hann skilur ekki.“24
Sú spurning kann að vakna hvernig þýðingafræðingar og gagnrýnendur
geti tekið á slíkum þýðingum sem þýðingum. Þar eru mismunandi leiðir færar.
Hægt er að meta vægi og hlutskipti textans í sínu nýja samhengi án tillits til
24 „Athugasemd þýðanda", Kóran, þýð. Helgi Hálfdanarson, Mál og menning 1993, s.
420. Hér gæti Helgi verið að vísa til þýðinga sinna á grísku harmleikunum og
austurlenskri ljóðlist, auk Kóransins, en vitanlega hefur hann þýtt enn meir beint úr
frummálum.
á ÆceýtÁlá - LESIÐ MILLI LÍNA
19