Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 15

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 15
Dúkkan mín, broddgölturinn minn og ég og ætla að reyna að bera hana heim. Hún rýkur upp með andfælum og það fykur í hana. „Þú verður að muna eftir að biðjast fyrir“, segir mamma við mig. Svo tek- ur hún fram skærin og styttir einn bænakjólinn sinn svo að ég geti notað hann. „Farðu fram og laugaðu þig í framan og um hendurnar áður en þú ferð að biðjast fyrir.“ „En elsku mamma mín,“ segi ég bænarrómi, „leyfðu mér að ljúka við að mála þakið á kofanum á myndinni minni. Svo skal ég koma strax og fara með bænirnar mínar.“ Meðan ég er að lita þakið þeytir vindhviða hurðinni og gluggunum upp og feykir burt bænakjólnum mínum. í dag klifra ég eftir bænakjólnum en hann situr fastur hátt uppi í tré í garð- inum. Það er skýjað og svolítill rigningarúði. Sólin er sest. Mamma situr við gluggann og grætur eins og regn í maí og ákallar Guð hljóðlega. Eg opna litaboxið mitt og teikna mynd af Guði með bláum litblýanti. „Komið þið nú hvert af öðru upp að töflunni og segið frá því hvernig þið farið að því að hjálpa mömmu ykkar,“ segir kennslukonan. Margrét stend- ur á fætur og gengur full af sjálfstrausti upp að töflunni. „Okkar hús er á þremur hæðum,“ segir hún. „Á hverjum degi þegar ég er komin heim úr skólanum tek ég aðra hvora ryksuguna okkar og ryksuga öll herbergin. Suma daga hita ég straujárnið eða kveiki á gaseldavélinni fyr- ir mömmu. Svo vökva ég blómin og anda að mér ilminum um leið. Ég á nokkurra vikna gamlan bróður, ég kyssi hann alltaf á báðar kinnarnar áður en ég fer í skólann,“ segir hún að lokum. Allir krakkarnir klappa fyrir henni, og kennarinn horfir aðdáunaraugum á hana undan gleraugunum. Nú er röðin komin að mér: „Húsið okkar er á sex hæðum. Þegar ég kem heim set ég allar fjórar ryksugurnar okkar í gang og ryksuga svo allar hæðirnar. Suma daga kveiki ég á straujárnunum okkar, en við eigum tvö stykki, aðra daga flýti ég fyr- ir mömmu með því að kveikja á báðum gaseldavélunum okkar. Á eftir vökva ég svo blómin og anda að mér ilminum. Ég á tvo nýfædda bræður og ég skelli kossi á allar fjórar kinnarnar áður en ég legg af stað f skólann.“ „Þú ert stórbrenglaður lygalaupur,“ hvæsir kennarinn og grípur fram í fyrir mér. Svo snýr hún upp á eyrun á mér. Mig logsvíður í þau. Ég er nið- urlút, en lem svo kennarann á kjaftinn með krepptum hnefa. Þvínæst fel ég mig undir borðinu. fos/ á .93sr;ý/dis/ - Þegar stríð að striðinu verður 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.